Þetta sagði hann í viðtali við staðarblaðið Kieler Nachrichten á dögunum en eftir stutt sumarfrí á Íslandi á dögunum er hann byrjaður að undirbúa lið sitt fyrir nýtt keppnistímabil í þýsku úrvalsdeildinni.
Meðal þess sem kemur fram í viðtalinu er að Alfreð hafi kynnt Aron Pálmarsson fyrir bókum Einars Kárasonar, sér í lagi þríleikinn um lífið í bröggunum í Reykjavík á eftirstríðsárunum (Þar sem djöflaeyjan rís, Gulleyjan og Fyrirheitna landið).
„Einar er nokkuð stuttur, spennandi og gefur lesandanum innsýn í sögu Íslands,“ sagði Alfreð í viðtalinu. „Og mér finnst mikilvægt að leikmenn mínir lesi líka bækur.“
Sjálfur segist Alfreð grípa í bók við hvert tækifæri sem gefst. „Bestu hugmyndirnar koma þegar maður sinnir einhverju allt öðru,“ segir Alfreð sem lærði sögu í háskóla.
Viðtalið má lesa í heild sinni hér.