Líðin mættust Ásvöllum í Hafnafirði í gær þar sem gestirnir frá Danmörku unnu stórsigur, 84-53. Staðan var 28-26 fyrir Íslandi í hálfleik en okkar stelpur brotnuðu í þeim síðari.
„Það kemur mér kannski á óvart hvað við brotnum sóknarlega. Við vorum ekkert góðar sóknarlega í fyrri hálfleik og þegar á móti blæs þá verður sóknarleikurinn ekkert betri. Þetta eru bara hlutir sem við þurfum að vinna í og þetta var bara auðséð,“ sagði ÍvarÁsgrímsson, þjálfari Íslands, eftir leikinn í gær.
Helena Sverrisdóttir, fremsta körfuboltakona þjóðarinnar, virðist staðráðin í að bæta upp fyrir tapið í gær en hún skrifar á Twitter-síðu sína í dag:
„Góður video-fundur og lunch með liðinu.. Smá rútuferð i Stykkjó og síðan 'loksins' á gólfið að bæta fyrir skitu gærdagsins.“
Stelpurnar eru að undirbúa sig fyrir Evrópumót smáþjóða sem fram fer í Austurríki í næstu viku, en þær fljúga utan á sunnudaginn.
Góður video-fundur og lunch með liðinu.. Smá rútuferð i Stykkjó og síðan 'loksins' á gólfið að bæta fyrir skitu gærdagsins.. #korfubolti
— Helena Sverrisdottir (@HelenaSverris) July 10, 2014



