Vélmenni keppa í fótbolta í Brasilíu Samúel Karl Ólason skrifar 10. júlí 2014 16:14 Vélmennin sem keppa á RoboCup eru mörg hver mjög lipur. Mynd/RoboCup 2013 RoboCup er árleg fótboltakeppni vélmenna sem fyrst var stofnað til árið 1997. Markmið keppninnar eru að þróa lið vélmenna í mannsmynd sem geta unnið ríkjandi sigurvegara heimsmeistarakeppni FIFA fyrir árið 2050. RoboCup 2014 verður haldið í Brasilíu í lok mánaðarins. Síðan þá hafa bæst við aðrar keppnir auk fótbolta. Keppt er í þróun vélmenna sem nýtast við björgun, á heimilum og í iðnaði auk þess sem börnum er gert kleyft að keppa. Vélmenni ungmenna keppa í fótbolta, dansi og björgun. Í fyrstu keppninni kepptu 38 lið, en Forbes segir keppnisliðin í ár vera alls 550 talsins frá yfir 45 löndum. Stór tæknifyrirtæki á borð við Google, Facebook og Amazon eru byrjuð að fylgjast vel með þessum keppnum. Google vinnur meðal annars að þróun bíla sem þurfi ekki stjórnanda. Ann Miura-Ko segir Google þurfa að leita lausna við sömu vandamálum og þeir sem keppi í RoboCup hafi leitað, fyrir aldamót. Meðal annars hvernig hægt er að stýra í gegnum flókið umhverfi og gera ráð fyrir hreyfingum annarra. Keppnin vekur mikla athygli ár hvert. Í fyrra var keppnin haldin í Hollandi og mætti fjöldi fólks til að fylgjast með.Mynd/RoboCup 2013Fjöldi fólks fylgdist með úrslitaleikjum RoboCup í fyrra.Mynd/RoboCup 2013Máxima, drottning Hollands, fékk blómvönd frá vélmenni á keppninni í fyrra.Mynd/RoboCup 2013Hér má sjá einn úrslitaleik keppninar í fyrra. Hér má sjá leik frá RoboCup árið 2009. Hér að neðan má sjá hluta úr úrslitaleik RoboCup í fyrra, sem haldið var í Japan. Hér má sjá úrslitaleik í deild stærstu vélmenna RoboCup í Istanbúl 2011. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
RoboCup er árleg fótboltakeppni vélmenna sem fyrst var stofnað til árið 1997. Markmið keppninnar eru að þróa lið vélmenna í mannsmynd sem geta unnið ríkjandi sigurvegara heimsmeistarakeppni FIFA fyrir árið 2050. RoboCup 2014 verður haldið í Brasilíu í lok mánaðarins. Síðan þá hafa bæst við aðrar keppnir auk fótbolta. Keppt er í þróun vélmenna sem nýtast við björgun, á heimilum og í iðnaði auk þess sem börnum er gert kleyft að keppa. Vélmenni ungmenna keppa í fótbolta, dansi og björgun. Í fyrstu keppninni kepptu 38 lið, en Forbes segir keppnisliðin í ár vera alls 550 talsins frá yfir 45 löndum. Stór tæknifyrirtæki á borð við Google, Facebook og Amazon eru byrjuð að fylgjast vel með þessum keppnum. Google vinnur meðal annars að þróun bíla sem þurfi ekki stjórnanda. Ann Miura-Ko segir Google þurfa að leita lausna við sömu vandamálum og þeir sem keppi í RoboCup hafi leitað, fyrir aldamót. Meðal annars hvernig hægt er að stýra í gegnum flókið umhverfi og gera ráð fyrir hreyfingum annarra. Keppnin vekur mikla athygli ár hvert. Í fyrra var keppnin haldin í Hollandi og mætti fjöldi fólks til að fylgjast með.Mynd/RoboCup 2013Fjöldi fólks fylgdist með úrslitaleikjum RoboCup í fyrra.Mynd/RoboCup 2013Máxima, drottning Hollands, fékk blómvönd frá vélmenni á keppninni í fyrra.Mynd/RoboCup 2013Hér má sjá einn úrslitaleik keppninar í fyrra. Hér má sjá leik frá RoboCup árið 2009. Hér að neðan má sjá hluta úr úrslitaleik RoboCup í fyrra, sem haldið var í Japan. Hér má sjá úrslitaleik í deild stærstu vélmenna RoboCup í Istanbúl 2011.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira