Grilluðu fyrir hetjurnar í Skeifunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2014 13:09 Marteinn Geirsson, deildarstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, fékk gott faðmlag við komuna í Rekstrarland í dag. Vísir/Valli Rekstrarland bauð slökkviliðsmönnum, starfsfólki verslana í Skeifunni og öðrum sem komu að björgunaraðgerðum í brunanum í Skeifunni á sunnudagskvöldið í grillveilsu í hádeginu í dag. Á annað hundrað manns komu að björgunaraðgerðum sem stóðu langt fram á nótt. Búð Rekstrarlands í Skeifunni var ein þeirra sem verst varð úti í fyrrnefndum bruna. Gaskútar í búðinni sprungu með látum í brunanum en tökumaður Stöðvar 2 náði sprenginunum á myndband. Ný búð hefur verið opnuð í Mörkinni 4 þar sem grillað var í hádeginu í dag. Framkvæmdastjóri Rekstrarlands segir það kraftaverki næst að hægt hafi verið að opna verslunina að nýju á þetta skömmum tíma. Eyðileggingin sem blasti við starfsfólki Rekstrarlands eftir stórbruna í Skeifunni ellefu síðastliðinn sunnudag var algjör. Byggingin var rústin ein og og brunnin til kaldra kola. Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rekstrarlands, telur að ef það væri ekki fyrir baráttuanda starfsfólksins og ómetanlegs stuðnings, þá hefði þetta líklega ekki tekist. „Baráttuandinn og gleðin hjá fólki hefur verið mjög mikil,“ segir Samúel. „Með öflugu starfsfólki sem er búið að vinna nánast allan sólarhringinn og allir sem við höfum leitað til hafa tekið mjög vel beiðni okkar um aðstoð.“ Nú hlýtur það að hafa verið hræðilegt að sjá sitt lifibrauð skyndilega fuðra upp. Geturðu líst þessari tilfinningu aðeins fyrir mér? „Hún var ekki góð. Ég var úti á landi þegar kviknaði í. Allt okkar starfsfólk mætti og horfði á brunann. Það leið engum vel þetta kvöld.“ Samúel segir að fundað hafi verið átta morguninn eftir brunann og tekin ákvörðun um að opna nýja búð. Ekkert hafi þó verið í hendi hvar hún skyldi vera. „Það eru margir búnir að vinna mjög mikið undanfarið til að þetta gangi eftir.“ Þvottahúsið Fönn heldur rekstri sínum jafnframt áfram, en upptök eldsins eru rakin þangað og er skrifstofa þeirra staðsett á annarri hæð í Skeifunni 11. Bruninn í Skeifunni ellefu er einn sá mesti í sögu Reykjavíkurborgar. Um 110 slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðunnum og sjötíu björgunarsveitarmenn. Tæknideild lögreglu hefur lokið rannsókn á upptökum eldsins og verður skýrslu skilað á næstu dögum. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, mætti í grillveisluna og tók þessar myndir.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Rannsókn á brunanum í Skeifunni frestað Hætta er á að þverbitar í þeim byggingum sem brunnu séu ótryggir og hætta á að þeir geti hrunið. 8. júlí 2014 18:25 Tryggingarnar ná ekki yfir allt Gríðarlegt fjárhagslegt tjón varð í Skeifubrunanum á sunnudag. 9. júlí 2014 00:01 Tæknideild hefur lokið rannsókn í Skeifunni Deildin mun þó áfram fylgjast með hreinsun á svæðinu. 10. júlí 2014 17:12 Fönn þakkar slökkviliðsmönnum Þvottahúsið Fönn er nú þegar byrjað að þjónusta viðskiptavini sína þrátt fyrir áfallið sem fyrirtækið varð fyrir í brunanum í Skeifunni síðastliðinn sunnudag. 11. júlí 2014 10:36 Þurfti að brjóta niður grindverk við brunahana: "Þetta getur tafið okkur mikið“ Yfirmaður forvarnadeildar Slökkviliðsins minnir á mikilvægi brunahana. Í brunanum í Skeifunni var grindverk upp við einn brunahanann sem þurfti að brjóta niður. 9. júlí 2014 07:30 Frábær tækifæri til uppbyggingar í Skeifunni Formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir að í Skeifunni gæti risið glæsilegt hverfi þar sem blandað væri saman viðskiptum og íbúðahúsnæði í anda Meat District á Manhattan og Soho í Lundúnum. 9. júlí 2014 20:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Rekstrarland bauð slökkviliðsmönnum, starfsfólki verslana í Skeifunni og öðrum sem komu að björgunaraðgerðum í brunanum í Skeifunni á sunnudagskvöldið í grillveilsu í hádeginu í dag. Á annað hundrað manns komu að björgunaraðgerðum sem stóðu langt fram á nótt. Búð Rekstrarlands í Skeifunni var ein þeirra sem verst varð úti í fyrrnefndum bruna. Gaskútar í búðinni sprungu með látum í brunanum en tökumaður Stöðvar 2 náði sprenginunum á myndband. Ný búð hefur verið opnuð í Mörkinni 4 þar sem grillað var í hádeginu í dag. Framkvæmdastjóri Rekstrarlands segir það kraftaverki næst að hægt hafi verið að opna verslunina að nýju á þetta skömmum tíma. Eyðileggingin sem blasti við starfsfólki Rekstrarlands eftir stórbruna í Skeifunni ellefu síðastliðinn sunnudag var algjör. Byggingin var rústin ein og og brunnin til kaldra kola. Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rekstrarlands, telur að ef það væri ekki fyrir baráttuanda starfsfólksins og ómetanlegs stuðnings, þá hefði þetta líklega ekki tekist. „Baráttuandinn og gleðin hjá fólki hefur verið mjög mikil,“ segir Samúel. „Með öflugu starfsfólki sem er búið að vinna nánast allan sólarhringinn og allir sem við höfum leitað til hafa tekið mjög vel beiðni okkar um aðstoð.“ Nú hlýtur það að hafa verið hræðilegt að sjá sitt lifibrauð skyndilega fuðra upp. Geturðu líst þessari tilfinningu aðeins fyrir mér? „Hún var ekki góð. Ég var úti á landi þegar kviknaði í. Allt okkar starfsfólk mætti og horfði á brunann. Það leið engum vel þetta kvöld.“ Samúel segir að fundað hafi verið átta morguninn eftir brunann og tekin ákvörðun um að opna nýja búð. Ekkert hafi þó verið í hendi hvar hún skyldi vera. „Það eru margir búnir að vinna mjög mikið undanfarið til að þetta gangi eftir.“ Þvottahúsið Fönn heldur rekstri sínum jafnframt áfram, en upptök eldsins eru rakin þangað og er skrifstofa þeirra staðsett á annarri hæð í Skeifunni 11. Bruninn í Skeifunni ellefu er einn sá mesti í sögu Reykjavíkurborgar. Um 110 slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðunnum og sjötíu björgunarsveitarmenn. Tæknideild lögreglu hefur lokið rannsókn á upptökum eldsins og verður skýrslu skilað á næstu dögum. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, mætti í grillveisluna og tók þessar myndir.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Rannsókn á brunanum í Skeifunni frestað Hætta er á að þverbitar í þeim byggingum sem brunnu séu ótryggir og hætta á að þeir geti hrunið. 8. júlí 2014 18:25 Tryggingarnar ná ekki yfir allt Gríðarlegt fjárhagslegt tjón varð í Skeifubrunanum á sunnudag. 9. júlí 2014 00:01 Tæknideild hefur lokið rannsókn í Skeifunni Deildin mun þó áfram fylgjast með hreinsun á svæðinu. 10. júlí 2014 17:12 Fönn þakkar slökkviliðsmönnum Þvottahúsið Fönn er nú þegar byrjað að þjónusta viðskiptavini sína þrátt fyrir áfallið sem fyrirtækið varð fyrir í brunanum í Skeifunni síðastliðinn sunnudag. 11. júlí 2014 10:36 Þurfti að brjóta niður grindverk við brunahana: "Þetta getur tafið okkur mikið“ Yfirmaður forvarnadeildar Slökkviliðsins minnir á mikilvægi brunahana. Í brunanum í Skeifunni var grindverk upp við einn brunahanann sem þurfti að brjóta niður. 9. júlí 2014 07:30 Frábær tækifæri til uppbyggingar í Skeifunni Formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir að í Skeifunni gæti risið glæsilegt hverfi þar sem blandað væri saman viðskiptum og íbúðahúsnæði í anda Meat District á Manhattan og Soho í Lundúnum. 9. júlí 2014 20:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Rannsókn á brunanum í Skeifunni frestað Hætta er á að þverbitar í þeim byggingum sem brunnu séu ótryggir og hætta á að þeir geti hrunið. 8. júlí 2014 18:25
Tryggingarnar ná ekki yfir allt Gríðarlegt fjárhagslegt tjón varð í Skeifubrunanum á sunnudag. 9. júlí 2014 00:01
Tæknideild hefur lokið rannsókn í Skeifunni Deildin mun þó áfram fylgjast með hreinsun á svæðinu. 10. júlí 2014 17:12
Fönn þakkar slökkviliðsmönnum Þvottahúsið Fönn er nú þegar byrjað að þjónusta viðskiptavini sína þrátt fyrir áfallið sem fyrirtækið varð fyrir í brunanum í Skeifunni síðastliðinn sunnudag. 11. júlí 2014 10:36
Þurfti að brjóta niður grindverk við brunahana: "Þetta getur tafið okkur mikið“ Yfirmaður forvarnadeildar Slökkviliðsins minnir á mikilvægi brunahana. Í brunanum í Skeifunni var grindverk upp við einn brunahanann sem þurfti að brjóta niður. 9. júlí 2014 07:30
Frábær tækifæri til uppbyggingar í Skeifunni Formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir að í Skeifunni gæti risið glæsilegt hverfi þar sem blandað væri saman viðskiptum og íbúðahúsnæði í anda Meat District á Manhattan og Soho í Lundúnum. 9. júlí 2014 20:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent