Greining á andstæðingi Gunnars Nelson Pétur Marinó Jónsson skrifar 12. júlí 2014 14:15 Zak Cummings er risastór veltivigtarmaður. Vísir/Getty Aðeins vika er í bardaga Gunnars Nelson gegn Bandaríkjamanninum Zak Cummings. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 19. Zak Cummings er 29 ára Bandaríkjamaður með ágætlega mikla reynslu úr MMA. Cummings er með bakgrunn í ólympískri glímu og er það hans helsta kennimerki. Cummings er með gott bardagaskor sem samanstendur af 17 sigrum og þremur töpum. Af 17 sigrum Cummings hafa níu komið eftir uppgjafartök og fjórir eftir rothögg. Cummings leggur mikið upp úr því að reyna að klára bardagann og hafa aðeins sex af 20 bardögum hans endað í dómaraákvörðun. Bardaginn fer fram í veltivigt (77 kg) en þar er Cummings ósigraður í tveimur bardögum. Hann hefur áður barist í millivigt (84 kg) og léttþungavigt (92 kg) en virðist nú hafa fundið sinn rétta þyngdarflokk. Tvö af þremur töpum hans hafa komið gegn sterkum andstæðingum. Hans fyrsta tap kom gegn Tim Kennedy í millivigt en Kennedy er í 6. sæti á styrkleikalista UFC í millivigt. Hans þriðja tap kom gegn Ryan Jimmo í léttþungavigt en Jimmo er gríðarlega stór í þeim þyngdarflokki og hafði það eflaust áhrif á bardagann. Cummings er nokkuð brattur fyrir bardagann gegn Gunnari og hefur ekki miklar áhyggjur af óhefðbundnum karate stíl Gunnars. Að sögn Cummings æfir hann mikið með karate og tækvondó mönnum sem hafa svipaðan stíl og Gunnar (gleið fótastaða og hendurnar lágt niðri) auk þess sem fyrrnefndur Ryan Jimmo er með bakgrunn úr karate og ekki fannst Cummings sá stíll vera mikið vandamál þrátt fyrir tapið. Gunnar Nelson er eins og landsmönnum er kunnugt um í heimsklassa þegar kemur að gólfglímu en átta af 12 sigrum hans hafa komið eftir uppgjafartök. Án þess að vanmeta Gunnar telur Cummings að hann sé tilbúinn til að eiga við Gunnar í gólfinu. Cummings æfir með margföldum heimsmeistara í brasilísku jiu-jitsu og telur að ekkert sem Gunnar geri muni koma honum á óvart í bardaganum. Cummings gæti haft eitthvað til síns máls en það verður að koma í ljós ef bardaginn endar í gólfinu. Honum gekk mjög vel í sínum síðasta bardaga gegn Yan Cabral en sá er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og hafði sigrað alla bardaga sína eftir uppgjafartök. Cummings óttaðist ekki Cabral og stóð sig vel í gólfinu gegn svartbeltingnum og fór með sigur af hólmi. Cummings verður rúmlega 10 kg þyngri en Gunnar í bardaganumZak Cummings er risastór veltivigtarmaður en hann er um 9 cm hærri en Gunnar. Eins og áður segir barðist hann í millivigt og léttþungavigt áður en hann færði sig í veltivigt. Samkvæmt nýlegu viðtal við Cummings er hann 90-92 kg kvöldið sem hann berst eftir að hafa vigtað sig inn 77 kg daginn áður. Það er þekkt í MMA heiminum að menn þyngist um tæp 10 kg á sólarhring eftir vigtun en þessar tölur hjá Cummings eru með því stærsta sem þekkist í MMA. Það eru gífurleg vísindi sem liggja að baki á svona niðurskurði en þetta er alls ekki ekki hollt fyrir líkamann. Það má því búast við því að Gunnar verði um 10 kg léttari en Cummings þegar í búrið er komið. Líkt og margir bandarískir glímumenn er Cummings ekki eins góður í gólfinu þegar hann er á bakinu. Ef Gunnar nær Cummings niður gæti Cummings átt í erfiðleikum með að standa upp. Boxið hans er heldur ekki jafn gott og fellurnar hans og gæti Gunnar náð inn góðum gagnhöggum í standandi viðureign. Það er ljóst að bardaginn verður þrælspennandi og hugsanlega jafnari en fólk heldur. Gunnar hefur aldrei áður mætt svona stórum bandarískum glímumanni og verður áhugavert að sjá hvernig Gunnar mun bregðast við pressunni sem Cummings setur á Gunnar.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Zak Cummings Aðeins 15 dagar eru í bardaga Gunnars Nelson og Zak Cummings á UFC bardagakvöldinu í Dublin. 4. júlí 2014 10:00 Hver er þessi Zak Cummings? Eins og kom fram í fréttum í gær mætir Gunnar Nelson hinum bandaríska Zak Cummings í stað Ryan LaFlare í Dublin þann 19. júlí. En hver er þessi Zak Cummings? 29. maí 2014 21:45 Gooden hittir Gunnar og McGregor Einn aðallýsenda UFC-sambandsins, John Gooden, er staddur hér á landi ásamt tökuliði sínu. Viðfangsefnið eru bardagakapparnir Gunnar Nelson og Conor McGregor en þeir félagar eru þessa dagana við æfingar í Mjölniskastalanum. 19. júní 2014 19:40 Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni 19. júlí. 28. maí 2014 17:45 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Aðeins vika er í bardaga Gunnars Nelson gegn Bandaríkjamanninum Zak Cummings. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 19. Zak Cummings er 29 ára Bandaríkjamaður með ágætlega mikla reynslu úr MMA. Cummings er með bakgrunn í ólympískri glímu og er það hans helsta kennimerki. Cummings er með gott bardagaskor sem samanstendur af 17 sigrum og þremur töpum. Af 17 sigrum Cummings hafa níu komið eftir uppgjafartök og fjórir eftir rothögg. Cummings leggur mikið upp úr því að reyna að klára bardagann og hafa aðeins sex af 20 bardögum hans endað í dómaraákvörðun. Bardaginn fer fram í veltivigt (77 kg) en þar er Cummings ósigraður í tveimur bardögum. Hann hefur áður barist í millivigt (84 kg) og léttþungavigt (92 kg) en virðist nú hafa fundið sinn rétta þyngdarflokk. Tvö af þremur töpum hans hafa komið gegn sterkum andstæðingum. Hans fyrsta tap kom gegn Tim Kennedy í millivigt en Kennedy er í 6. sæti á styrkleikalista UFC í millivigt. Hans þriðja tap kom gegn Ryan Jimmo í léttþungavigt en Jimmo er gríðarlega stór í þeim þyngdarflokki og hafði það eflaust áhrif á bardagann. Cummings er nokkuð brattur fyrir bardagann gegn Gunnari og hefur ekki miklar áhyggjur af óhefðbundnum karate stíl Gunnars. Að sögn Cummings æfir hann mikið með karate og tækvondó mönnum sem hafa svipaðan stíl og Gunnar (gleið fótastaða og hendurnar lágt niðri) auk þess sem fyrrnefndur Ryan Jimmo er með bakgrunn úr karate og ekki fannst Cummings sá stíll vera mikið vandamál þrátt fyrir tapið. Gunnar Nelson er eins og landsmönnum er kunnugt um í heimsklassa þegar kemur að gólfglímu en átta af 12 sigrum hans hafa komið eftir uppgjafartök. Án þess að vanmeta Gunnar telur Cummings að hann sé tilbúinn til að eiga við Gunnar í gólfinu. Cummings æfir með margföldum heimsmeistara í brasilísku jiu-jitsu og telur að ekkert sem Gunnar geri muni koma honum á óvart í bardaganum. Cummings gæti haft eitthvað til síns máls en það verður að koma í ljós ef bardaginn endar í gólfinu. Honum gekk mjög vel í sínum síðasta bardaga gegn Yan Cabral en sá er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og hafði sigrað alla bardaga sína eftir uppgjafartök. Cummings óttaðist ekki Cabral og stóð sig vel í gólfinu gegn svartbeltingnum og fór með sigur af hólmi. Cummings verður rúmlega 10 kg þyngri en Gunnar í bardaganumZak Cummings er risastór veltivigtarmaður en hann er um 9 cm hærri en Gunnar. Eins og áður segir barðist hann í millivigt og léttþungavigt áður en hann færði sig í veltivigt. Samkvæmt nýlegu viðtal við Cummings er hann 90-92 kg kvöldið sem hann berst eftir að hafa vigtað sig inn 77 kg daginn áður. Það er þekkt í MMA heiminum að menn þyngist um tæp 10 kg á sólarhring eftir vigtun en þessar tölur hjá Cummings eru með því stærsta sem þekkist í MMA. Það eru gífurleg vísindi sem liggja að baki á svona niðurskurði en þetta er alls ekki ekki hollt fyrir líkamann. Það má því búast við því að Gunnar verði um 10 kg léttari en Cummings þegar í búrið er komið. Líkt og margir bandarískir glímumenn er Cummings ekki eins góður í gólfinu þegar hann er á bakinu. Ef Gunnar nær Cummings niður gæti Cummings átt í erfiðleikum með að standa upp. Boxið hans er heldur ekki jafn gott og fellurnar hans og gæti Gunnar náð inn góðum gagnhöggum í standandi viðureign. Það er ljóst að bardaginn verður þrælspennandi og hugsanlega jafnari en fólk heldur. Gunnar hefur aldrei áður mætt svona stórum bandarískum glímumanni og verður áhugavert að sjá hvernig Gunnar mun bregðast við pressunni sem Cummings setur á Gunnar.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Zak Cummings Aðeins 15 dagar eru í bardaga Gunnars Nelson og Zak Cummings á UFC bardagakvöldinu í Dublin. 4. júlí 2014 10:00 Hver er þessi Zak Cummings? Eins og kom fram í fréttum í gær mætir Gunnar Nelson hinum bandaríska Zak Cummings í stað Ryan LaFlare í Dublin þann 19. júlí. En hver er þessi Zak Cummings? 29. maí 2014 21:45 Gooden hittir Gunnar og McGregor Einn aðallýsenda UFC-sambandsins, John Gooden, er staddur hér á landi ásamt tökuliði sínu. Viðfangsefnið eru bardagakapparnir Gunnar Nelson og Conor McGregor en þeir félagar eru þessa dagana við æfingar í Mjölniskastalanum. 19. júní 2014 19:40 Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni 19. júlí. 28. maí 2014 17:45 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Zak Cummings Aðeins 15 dagar eru í bardaga Gunnars Nelson og Zak Cummings á UFC bardagakvöldinu í Dublin. 4. júlí 2014 10:00
Hver er þessi Zak Cummings? Eins og kom fram í fréttum í gær mætir Gunnar Nelson hinum bandaríska Zak Cummings í stað Ryan LaFlare í Dublin þann 19. júlí. En hver er þessi Zak Cummings? 29. maí 2014 21:45
Gooden hittir Gunnar og McGregor Einn aðallýsenda UFC-sambandsins, John Gooden, er staddur hér á landi ásamt tökuliði sínu. Viðfangsefnið eru bardagakapparnir Gunnar Nelson og Conor McGregor en þeir félagar eru þessa dagana við æfingar í Mjölniskastalanum. 19. júní 2014 19:40
Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni 19. júlí. 28. maí 2014 17:45