Sport

Sex gull hjá Hafdísi í Krikanum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hafdís kemur í mark á undan Hrafnhild Eir í Krikanum í dag.
Hafdís kemur í mark á undan Hrafnhild Eir í Krikanum í dag. vísir/daníel
Hafdís Sigurðardóttir, UFA, varði Íslandsmeistaratitil sinn í 200 metra hlaupi í dag á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem fram fer á Kaplakrikavelli í Hafnafirði.

Hafdís kom í mark á tímanum 24,29 sekúndum, en í öðru sæti varð ÍR-ingurinn HrafnhildEirHermóðsdóttir sem hljóp á 24,41 sekúndum. Sveinbjörg Zophoníasdóttir fékk bronsið.

Þetta er annað gullið hjá Hafdísi í dag, en hún vann einnig þrístökkið með stökki upp á 12,32 metra. Thelma Lind Kristjánsdóttir úr ÍR varð önnur með stökk upp á 11,32 metra.

Hafdís vann fern gullverðlaun í gær og hefur því unnið sex gullverðlaun á mótinu, eða í öllum þeim greinum sem hún hefur keppt í til þessa á mótinu.


Tengdar fréttir

Öruggur sigur Hilmars

Nú stendur yfir keppni á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Alls voru rúmlega 180 keppendur skráðir til leiks, en þeir koma frá 13 félögum og samböndum.

Tvöfaldur sigur Hafdísar

Hafdís Sigurðardóttir, UFA, varð hlutskörpust í langstökkskeppninni í kvennaflokki á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fer fram um helgina á Kaplakrikavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×