Conor McGregor: Ég ætla að enda ferilinn hans Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. júlí 2014 12:45 Írski bardagamaðurinn Conor McGregor er í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Dublin nú á laugardaginn. McGregor æfði hér á landi í fjórar vikur fyrir bardagann og hefur lengi æft með Gunnari Nelson. Þetta verður þriðji UFC bardagi McGregor en hann hefur skotist stjarnfræðilega hratt upp á sjónarsviðið í UFC. Þrátt fyrir að vera aðeins búinn með tvo bardaga í UFC eru allir að tala um hann og allir vilja þagga niður í honum. McGregor er gríðarlega fær í að selja bardaga sína og vekur athygli í hvert sinn sem hann opnar á sér munninn. Kjaftbrúkur hans fer í taugarnar á mörgum en burtséð frá því kann hann að berjast. McGregor byrjaði snemma að æfa bardagalistir til að læra að verja sig. Hann byrjaði að æfa box þar sem hann tók um 50 áhugamannabardaga á einu ári og barðist nánast hverja einustu helgi. Eftir fjögur ár í boxi snéri hann sér að MMA þar sem hann hóf að æfa hjá SBG undir handleiðslu John Kavanagh. Hjá John Kavanagh kynntist hann ungum Íslendingi, Gunnari Nelson, og hafa þeir lengi æft saman hjá John Kavanagh, bæði í SBG í Írlandi og í Mjölni á Íslandi. McGregor gekk vel í upphafi ferils síns en eftir hans fyrsta tap kom tímabil þar sem hann æfði lítið og stundaði skemmtanalífið grimmt. Móðir Írans snjalla hringdi því áhyggjufull í John Kavanagh og bað hann um að tala hann til. John mætti heim til hans og sagði honum hreint út að hann væri að sóa hæfileikum sínum og að hann gæti náð virkilega langt ef hann myndi bara einbeita sér að MMA. Það varð ákveðinn vendipunktur í lífi McGregors og sneri hann því aftur á æfingar af miklum krafti og hefur hreinlega ekki hætt síðan. Það má í raun segja að það sé upphafið að sigurgöngunni sem Conor McGregor er nú á. Þessi sigurganga skilaði honum léttvigtar- og fjaðurvigtarbelti Cage Warriors áður en hann samdi við UFC. Nú er hann í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldi í heimabæ sínum, Dublin, og ætlar að koma sér í titilbaráttuna í fjaðurvigtinni. Til þess þarf hann fyrst að sigra Diego Brandao á laugardaginn en í myndbandinu hér að ofan segist hann ætla að enda feril Brandao. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 19.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Sjá meira
Írski bardagamaðurinn Conor McGregor er í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Dublin nú á laugardaginn. McGregor æfði hér á landi í fjórar vikur fyrir bardagann og hefur lengi æft með Gunnari Nelson. Þetta verður þriðji UFC bardagi McGregor en hann hefur skotist stjarnfræðilega hratt upp á sjónarsviðið í UFC. Þrátt fyrir að vera aðeins búinn með tvo bardaga í UFC eru allir að tala um hann og allir vilja þagga niður í honum. McGregor er gríðarlega fær í að selja bardaga sína og vekur athygli í hvert sinn sem hann opnar á sér munninn. Kjaftbrúkur hans fer í taugarnar á mörgum en burtséð frá því kann hann að berjast. McGregor byrjaði snemma að æfa bardagalistir til að læra að verja sig. Hann byrjaði að æfa box þar sem hann tók um 50 áhugamannabardaga á einu ári og barðist nánast hverja einustu helgi. Eftir fjögur ár í boxi snéri hann sér að MMA þar sem hann hóf að æfa hjá SBG undir handleiðslu John Kavanagh. Hjá John Kavanagh kynntist hann ungum Íslendingi, Gunnari Nelson, og hafa þeir lengi æft saman hjá John Kavanagh, bæði í SBG í Írlandi og í Mjölni á Íslandi. McGregor gekk vel í upphafi ferils síns en eftir hans fyrsta tap kom tímabil þar sem hann æfði lítið og stundaði skemmtanalífið grimmt. Móðir Írans snjalla hringdi því áhyggjufull í John Kavanagh og bað hann um að tala hann til. John mætti heim til hans og sagði honum hreint út að hann væri að sóa hæfileikum sínum og að hann gæti náð virkilega langt ef hann myndi bara einbeita sér að MMA. Það varð ákveðinn vendipunktur í lífi McGregors og sneri hann því aftur á æfingar af miklum krafti og hefur hreinlega ekki hætt síðan. Það má í raun segja að það sé upphafið að sigurgöngunni sem Conor McGregor er nú á. Þessi sigurganga skilaði honum léttvigtar- og fjaðurvigtarbelti Cage Warriors áður en hann samdi við UFC. Nú er hann í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldi í heimabæ sínum, Dublin, og ætlar að koma sér í titilbaráttuna í fjaðurvigtinni. Til þess þarf hann fyrst að sigra Diego Brandao á laugardaginn en í myndbandinu hér að ofan segist hann ætla að enda feril Brandao. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 19.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Sjá meira