Range Rover selst eins og heitar lummur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2014 11:05 Mynd/Wikipedia Alls hafa selst 35 jeppar af gerðinni Range Rover það sem af er ári hjá BL. Allt árið 2013 seldust tuttugu bílar sömu gerðar. Um 75 prósenta aukningu er að ræða á milli ára. Range Rover heyrir undir Land Rover línuna en í henni allri hafa selst 104 bílar á árinu. Land Rover Discovery er langvinsælasti bíllinn í línunni en 56 eintök af þeirri tegund hafa selst samanborið við 44 á sama tíma í fyrra. Nýr Discovery kostar 11,4 milljónir króna. Þá hafa selst 13 Land Rover Defender sem kostar 8,5 milljónir króna. Af þeim 35 Range Rover bílum sem selst hafa á árinu eru flestir Range Rover Sport eða 19. Kostar hann 14,9 milljónir króna. Næst á eftir kemur Range Rover Evoque sem kostar 7,8 milljónir króna. Þá hafa selst tveir Range Rover í dýrasta flokknum en kaupverðið á honum er 24 milljónir króna. Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent
Alls hafa selst 35 jeppar af gerðinni Range Rover það sem af er ári hjá BL. Allt árið 2013 seldust tuttugu bílar sömu gerðar. Um 75 prósenta aukningu er að ræða á milli ára. Range Rover heyrir undir Land Rover línuna en í henni allri hafa selst 104 bílar á árinu. Land Rover Discovery er langvinsælasti bíllinn í línunni en 56 eintök af þeirri tegund hafa selst samanborið við 44 á sama tíma í fyrra. Nýr Discovery kostar 11,4 milljónir króna. Þá hafa selst 13 Land Rover Defender sem kostar 8,5 milljónir króna. Af þeim 35 Range Rover bílum sem selst hafa á árinu eru flestir Range Rover Sport eða 19. Kostar hann 14,9 milljónir króna. Næst á eftir kemur Range Rover Evoque sem kostar 7,8 milljónir króna. Þá hafa selst tveir Range Rover í dýrasta flokknum en kaupverðið á honum er 24 milljónir króna.
Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent