Range Rover selst eins og heitar lummur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2014 11:05 Mynd/Wikipedia Alls hafa selst 35 jeppar af gerðinni Range Rover það sem af er ári hjá BL. Allt árið 2013 seldust tuttugu bílar sömu gerðar. Um 75 prósenta aukningu er að ræða á milli ára. Range Rover heyrir undir Land Rover línuna en í henni allri hafa selst 104 bílar á árinu. Land Rover Discovery er langvinsælasti bíllinn í línunni en 56 eintök af þeirri tegund hafa selst samanborið við 44 á sama tíma í fyrra. Nýr Discovery kostar 11,4 milljónir króna. Þá hafa selst 13 Land Rover Defender sem kostar 8,5 milljónir króna. Af þeim 35 Range Rover bílum sem selst hafa á árinu eru flestir Range Rover Sport eða 19. Kostar hann 14,9 milljónir króna. Næst á eftir kemur Range Rover Evoque sem kostar 7,8 milljónir króna. Þá hafa selst tveir Range Rover í dýrasta flokknum en kaupverðið á honum er 24 milljónir króna. Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent
Alls hafa selst 35 jeppar af gerðinni Range Rover það sem af er ári hjá BL. Allt árið 2013 seldust tuttugu bílar sömu gerðar. Um 75 prósenta aukningu er að ræða á milli ára. Range Rover heyrir undir Land Rover línuna en í henni allri hafa selst 104 bílar á árinu. Land Rover Discovery er langvinsælasti bíllinn í línunni en 56 eintök af þeirri tegund hafa selst samanborið við 44 á sama tíma í fyrra. Nýr Discovery kostar 11,4 milljónir króna. Þá hafa selst 13 Land Rover Defender sem kostar 8,5 milljónir króna. Af þeim 35 Range Rover bílum sem selst hafa á árinu eru flestir Range Rover Sport eða 19. Kostar hann 14,9 milljónir króna. Næst á eftir kemur Range Rover Evoque sem kostar 7,8 milljónir króna. Þá hafa selst tveir Range Rover í dýrasta flokknum en kaupverðið á honum er 24 milljónir króna.
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent