Mið-Afríkulýðveldið: Gerendur grimmdarverka eiga ekki að geta falið sig frá réttvísinni 15. júlí 2014 14:48 Vísir/AFP Amnesty International hefur nú opinberað upplýsingar um þá sem grunur leikur á að fyrirskipi eða fremji grimmdarverkin sem hafa átt sér stað undanfarið í Mið-Afríkulýðveldinu, með það fyrir augum að krefjast réttlætis til handa þjóðinni. Þetta kemur fram í fréttabréfi Amnesty. Í skýrslu Amnesty International, Central African Republic: Time for Accountability, eru skráðir glæpir sem falla undir alþjóðalög, sem framdir voru á tímabilinu 2013 og 2014 um allt land. Kallað er eftir því að ódæðismennirnir sæti rannsókn, þeir verði sóttir til saka og látnir sæta refsingu. Í skýrslunni eru gefin upp nöfn vopnaðra meðlima og bandamanna anti-balaka og Séléka sem eru grunaðir um aðild að alvarlegum mannréttindabrotum, grein gerð fyrir hlutverkum þeirra og refsiábyrgð þeirra dregin upp. „Ef Mið-Afríkulýðveldið á að geta náð sér eftir það morðæði sem hefur gengið yfir frá því í desember 2013, er mikilvægt að þeir sem skipulögðu, frömdu eða tóku þátt í stríðsglæpum, glæpum gegn mannkyni og alvarlegum mannréttindabrotum verði sóttir til saka og látnir sæta ábyrgð“, sagði Christian Mukosa, rannsóknaraðili Mið-Afríkulýðveldisins hjá Amnesty International. „Það má ekki skýla þeim fyrir réttvísinni sem bera ábyrgð á að láta hundruði þúsunda saklauss fólks vera berskjaldað fyrir grimmdarlegu ofbeldi. Eina leiðin til þess að stöðva þennan vítahring ofbeldis er að taka fyrir refsleysi glæpamannanna.“ Skýrslan inniheldur frásagnir fórnarlamba og vitna frá fyrstu hendi af glæpum sem brjóta gegn alþjóðalögum, og grófum mannréttindabrotum sem hafa verið framin í átökunum þar sem þúsundir hafa látist og næstum milljón manns hafa neyðst til að flýja heimili sín. Í skýrslunni er bent á fjölda nafntogaðra leiðtoga sem hafa tekið þátt í grimmdarverkunum. Þeirra á meðal eru fyrrum forsetarnir François Bozizé og Michel Djotodia ásamt skipuleggjendum anti-balaka, þar með talinn Levy Yakété og Séléka herforinginn Noureddine Adam. Flestar árásir í Mið-Afríkulýðveldinu eru gerðar fyrir opnum tjöldum þar sem gerendur óttast ekki refsingar og í sumum tilfellum eru þeir vel þekktir á meðal fórnarlamba og yfirvalda. Amnesty International hefur skráð vitnisburði sjónarvotta sem hafa greint frá hlutverki Séléka herforingja í að leiða árásir í Bangví, þeirra á meðal Bishara, Aba Tom og Yussuf Hamad, í að leiða árásir í Bangví. Vitni lýsti því hvernig Yussuf Hamad leiddi hóp Séléka manna í leit að anti-balaka hermönnum á spítala. „Hann hótaði að drepa alla á spítalanum ef við sýndum ekki hverjir væru anti-balaka“ sagði vitni við Amnesty International sem lýsti því hvernig maður var numinn á brott af Yussuf Hamad frá spítalanum og fannst síðar látinn þar nálægt. Herforingjar anti-balaka sem tilgreindir eru í skýrslunni eru meðal annarra Richard Bejouane, Dieudonné og „12 puissance“. Þessir menn hafa talað opinskátt um þátt sinn í mannréttindabrotum og gefið frá sér opinberar yfirlýsingar þar sem hvatt er til ofbeldis, fullvissir um að þeir verði ekki dregnir til ábyrgðar. Flestir hinna grunuðu sem tilgreindir eru í rannsókn Amnesty International búa í Mið-Afríkulýðveldinu en nokkrir hafa aðsetur í Tsjad eða Frakklandi. „Ekkert land ætti að veita öruggt skjól fyrir einstaklinga sem eru grunaðir um að hafa framið eða stutt stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Mið-Afríkulýðveldinu. Þau eru skyldug til að rannsaka ásakanirnar og ákæra eða framselja hina grunuðu ef nægar sannanir finnast svo þeir sæti ábyrgð, sagði Christian Mukosa. Skortur á rannsóknum og réttvísi í Mið-Afríkulýðveldinu vegna fyrri grimmdarverka hefur valdið því að ekkert skilvirkt og óháð réttarkerfi er þar í landi og leitt til vangetu öryggissveita til að vernda fórnarlömb, vitni, dómarastéttina og almenna borgara frá ofbeldi og hefndarárásum. Skortur á traustum varðhaldsstöðvum hefur þýtt að þeir sem grunaðir eru um mannréttindabrot og glæpi sem falla undir alþjóðalög flýja iðulega eftir handtöku. Nærvera alþjóðlegra friðargæsluliða hefur brugðist því að binda endi á ofbeldið. Friðargæsluliðar, þar á meðal tsjadneskir hermenn, hafa jafnvel tekið þátt í grófum mannréttindabrotum. Alvarlegasta dæmið átti sér stað þann 29. mars, þegar tsjadneskir hermenn hófu skothríð að óbreyttum borgurum á markaði í höfuðborginni Bangví og myrtu í það minnsta 30 manns og særðu 300, samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna. Baráttan gegn refsileysi verður einnig að ná til rannsókna á mannréttindabrotum af hálfu hermanna og liðsforingja tsjadneska hersins í Mið-Afríkulýðveldinu. Amnesty kallar eftir brýnum aðgerðum af staðbundnum, svæðisbundnum og alþjóðlegum vettvangi til að endurreisa réttarkerfið og löggæsluna í landinu. Sönnunargögn er varða mannréttindabrot verður að varðveita og það verður að finna og vernda eftirlifandi vitni. Sérstakt rannsóknarteymi, sem var sett á fót af bráðarbirgðarríkisstjórn Mið-Afríkulýðveldisins til að rannsaka glæpi í landinu, ætti að vera styrkt og stækkað svo það nái út fyrir höfuðborgina Bangví. Einnig þarf að efla rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna á mannréttindabrotum. Amnesty International hefur einnig kallað á yfirvöld að íhuga hvort að blandaður dómstóll, samansettur af miðafrískum og alþjóðlegum sérfræðingum, gæti verið settur á laggirnar til að dæma glæpi er varða við alþjóðalög og til að styrkja réttarkerfið. Dómstóllinn myndi ekki koma í veg fyrir að Alþjóðaglæpadómstóllinn gæti ákært í málum, en hann hefur nú þegar hafið bráðabirgðarannsókn á ástandinu. „Stofnun rannsóknarteymis, rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna og sú staðreynd að Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur þegar hafið bráðabirgðarannsókn á ástandinu í landinu sendir skýr skilaboð um að refsileysi verði ekki umborið. En það þarf að gera miklu meira til að tryggja að hinir seku verði dregnir til ábyrgðar. „Réttlæti vegna glæpa í Mið-afríkulýðveldinu verður aðeins náð fram með samstilltu átaki alþjóðasamfélagsins sem stutt er af skýrum pólitískum vilja bráðabirgðaríkisstjórnar landsins. Það þrengir að þeim sem bera ábyrgð á mannréttindabrotum. Nöfn þeirra og dvalarstaðir eru kunnir. Verið er að skrá glæpina. Og þeir munu horfast í augu við réttlætið.“ Mið-Afríkulýðveldið Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Amnesty International hefur nú opinberað upplýsingar um þá sem grunur leikur á að fyrirskipi eða fremji grimmdarverkin sem hafa átt sér stað undanfarið í Mið-Afríkulýðveldinu, með það fyrir augum að krefjast réttlætis til handa þjóðinni. Þetta kemur fram í fréttabréfi Amnesty. Í skýrslu Amnesty International, Central African Republic: Time for Accountability, eru skráðir glæpir sem falla undir alþjóðalög, sem framdir voru á tímabilinu 2013 og 2014 um allt land. Kallað er eftir því að ódæðismennirnir sæti rannsókn, þeir verði sóttir til saka og látnir sæta refsingu. Í skýrslunni eru gefin upp nöfn vopnaðra meðlima og bandamanna anti-balaka og Séléka sem eru grunaðir um aðild að alvarlegum mannréttindabrotum, grein gerð fyrir hlutverkum þeirra og refsiábyrgð þeirra dregin upp. „Ef Mið-Afríkulýðveldið á að geta náð sér eftir það morðæði sem hefur gengið yfir frá því í desember 2013, er mikilvægt að þeir sem skipulögðu, frömdu eða tóku þátt í stríðsglæpum, glæpum gegn mannkyni og alvarlegum mannréttindabrotum verði sóttir til saka og látnir sæta ábyrgð“, sagði Christian Mukosa, rannsóknaraðili Mið-Afríkulýðveldisins hjá Amnesty International. „Það má ekki skýla þeim fyrir réttvísinni sem bera ábyrgð á að láta hundruði þúsunda saklauss fólks vera berskjaldað fyrir grimmdarlegu ofbeldi. Eina leiðin til þess að stöðva þennan vítahring ofbeldis er að taka fyrir refsleysi glæpamannanna.“ Skýrslan inniheldur frásagnir fórnarlamba og vitna frá fyrstu hendi af glæpum sem brjóta gegn alþjóðalögum, og grófum mannréttindabrotum sem hafa verið framin í átökunum þar sem þúsundir hafa látist og næstum milljón manns hafa neyðst til að flýja heimili sín. Í skýrslunni er bent á fjölda nafntogaðra leiðtoga sem hafa tekið þátt í grimmdarverkunum. Þeirra á meðal eru fyrrum forsetarnir François Bozizé og Michel Djotodia ásamt skipuleggjendum anti-balaka, þar með talinn Levy Yakété og Séléka herforinginn Noureddine Adam. Flestar árásir í Mið-Afríkulýðveldinu eru gerðar fyrir opnum tjöldum þar sem gerendur óttast ekki refsingar og í sumum tilfellum eru þeir vel þekktir á meðal fórnarlamba og yfirvalda. Amnesty International hefur skráð vitnisburði sjónarvotta sem hafa greint frá hlutverki Séléka herforingja í að leiða árásir í Bangví, þeirra á meðal Bishara, Aba Tom og Yussuf Hamad, í að leiða árásir í Bangví. Vitni lýsti því hvernig Yussuf Hamad leiddi hóp Séléka manna í leit að anti-balaka hermönnum á spítala. „Hann hótaði að drepa alla á spítalanum ef við sýndum ekki hverjir væru anti-balaka“ sagði vitni við Amnesty International sem lýsti því hvernig maður var numinn á brott af Yussuf Hamad frá spítalanum og fannst síðar látinn þar nálægt. Herforingjar anti-balaka sem tilgreindir eru í skýrslunni eru meðal annarra Richard Bejouane, Dieudonné og „12 puissance“. Þessir menn hafa talað opinskátt um þátt sinn í mannréttindabrotum og gefið frá sér opinberar yfirlýsingar þar sem hvatt er til ofbeldis, fullvissir um að þeir verði ekki dregnir til ábyrgðar. Flestir hinna grunuðu sem tilgreindir eru í rannsókn Amnesty International búa í Mið-Afríkulýðveldinu en nokkrir hafa aðsetur í Tsjad eða Frakklandi. „Ekkert land ætti að veita öruggt skjól fyrir einstaklinga sem eru grunaðir um að hafa framið eða stutt stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Mið-Afríkulýðveldinu. Þau eru skyldug til að rannsaka ásakanirnar og ákæra eða framselja hina grunuðu ef nægar sannanir finnast svo þeir sæti ábyrgð, sagði Christian Mukosa. Skortur á rannsóknum og réttvísi í Mið-Afríkulýðveldinu vegna fyrri grimmdarverka hefur valdið því að ekkert skilvirkt og óháð réttarkerfi er þar í landi og leitt til vangetu öryggissveita til að vernda fórnarlömb, vitni, dómarastéttina og almenna borgara frá ofbeldi og hefndarárásum. Skortur á traustum varðhaldsstöðvum hefur þýtt að þeir sem grunaðir eru um mannréttindabrot og glæpi sem falla undir alþjóðalög flýja iðulega eftir handtöku. Nærvera alþjóðlegra friðargæsluliða hefur brugðist því að binda endi á ofbeldið. Friðargæsluliðar, þar á meðal tsjadneskir hermenn, hafa jafnvel tekið þátt í grófum mannréttindabrotum. Alvarlegasta dæmið átti sér stað þann 29. mars, þegar tsjadneskir hermenn hófu skothríð að óbreyttum borgurum á markaði í höfuðborginni Bangví og myrtu í það minnsta 30 manns og særðu 300, samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna. Baráttan gegn refsileysi verður einnig að ná til rannsókna á mannréttindabrotum af hálfu hermanna og liðsforingja tsjadneska hersins í Mið-Afríkulýðveldinu. Amnesty kallar eftir brýnum aðgerðum af staðbundnum, svæðisbundnum og alþjóðlegum vettvangi til að endurreisa réttarkerfið og löggæsluna í landinu. Sönnunargögn er varða mannréttindabrot verður að varðveita og það verður að finna og vernda eftirlifandi vitni. Sérstakt rannsóknarteymi, sem var sett á fót af bráðarbirgðarríkisstjórn Mið-Afríkulýðveldisins til að rannsaka glæpi í landinu, ætti að vera styrkt og stækkað svo það nái út fyrir höfuðborgina Bangví. Einnig þarf að efla rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna á mannréttindabrotum. Amnesty International hefur einnig kallað á yfirvöld að íhuga hvort að blandaður dómstóll, samansettur af miðafrískum og alþjóðlegum sérfræðingum, gæti verið settur á laggirnar til að dæma glæpi er varða við alþjóðalög og til að styrkja réttarkerfið. Dómstóllinn myndi ekki koma í veg fyrir að Alþjóðaglæpadómstóllinn gæti ákært í málum, en hann hefur nú þegar hafið bráðabirgðarannsókn á ástandinu. „Stofnun rannsóknarteymis, rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna og sú staðreynd að Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur þegar hafið bráðabirgðarannsókn á ástandinu í landinu sendir skýr skilaboð um að refsileysi verði ekki umborið. En það þarf að gera miklu meira til að tryggja að hinir seku verði dregnir til ábyrgðar. „Réttlæti vegna glæpa í Mið-afríkulýðveldinu verður aðeins náð fram með samstilltu átaki alþjóðasamfélagsins sem stutt er af skýrum pólitískum vilja bráðabirgðaríkisstjórnar landsins. Það þrengir að þeim sem bera ábyrgð á mannréttindabrotum. Nöfn þeirra og dvalarstaðir eru kunnir. Verið er að skrá glæpina. Og þeir munu horfast í augu við réttlætið.“
Mið-Afríkulýðveldið Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira