Flugvélar sneiða hjá Austur-Úkraínu Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2014 16:58 Hér má sjá hvernig flugvélar forðast það að fljúga yfir austurhluta landsins. Uppfært 17:20Búið er að loka fyrir alla flugumferð yfir Austur-Úkraínu. Flugmenn sem fyrirhuguðu að fljúga yfir landssvæðið þar sem flugvél Malaysia Airlines fórst fyrir skömmu hafa fengið fyrirmæli um að fljúga í mestu mögulegri hæð. Er það gert til að varna því að vélar þeirra hljóti sömu örlög og flug MH17. Buk-flaugarnar sem taldar eru hafa grandað flugvélinni hafa takmarkaða drægni og ættu því ekki að geta hæft vélar í mikilli hæð. Fjöldinn allur af flugvélum hafa einnig breytt um stefnu á síðustu mínútum til að komast hjá því að fljúga yfir austurhluta Úkraínu en þar geisa enn mikil átök milli aðskilnaðarsinna og úkraínska stjórnarhersins. Að sögn Reuters-fréttastofunnar hafa Lufthansa og Air France ákveðið að sneiða alfarið hjá því að fljúga yfir átakasvæðið í Austur-Úkraínu. Hið rússneska Transaero tilkynnti skömmu síðar að það myndi gera slíkt hið sama. MH17 var á leið frá Amsterdam til Kúala Lúmpúr og að sögn flugöryggissérfræðings á vegum CNN eru ferðir á milli borganna tveggja tíðar. Flugfélög sem fara þar á milli þurfa að hafa sérstakan vara á enda er hluti leiðarinnar sem fyrr segir yfir átakasvæðum. Ekki má mikið út af bregða svo að ekki fari illa og þurfa flugmenn því að vera í miklum samskiptum við flugmálayfirvöld þegar flogið er yfir austurhluta Úkraínu. Vél Malaysia Airlines var 17 ára gömul og flaug sína fyrstu ferð í júlí 1997.BREAKING #MH17 Air India 116 flies almost directly over the area! pic.twitter.com/Ki7zPqifdi— AirLiveNet (@airlivenet) July 17, 2014 MH17 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Uppfært 17:20Búið er að loka fyrir alla flugumferð yfir Austur-Úkraínu. Flugmenn sem fyrirhuguðu að fljúga yfir landssvæðið þar sem flugvél Malaysia Airlines fórst fyrir skömmu hafa fengið fyrirmæli um að fljúga í mestu mögulegri hæð. Er það gert til að varna því að vélar þeirra hljóti sömu örlög og flug MH17. Buk-flaugarnar sem taldar eru hafa grandað flugvélinni hafa takmarkaða drægni og ættu því ekki að geta hæft vélar í mikilli hæð. Fjöldinn allur af flugvélum hafa einnig breytt um stefnu á síðustu mínútum til að komast hjá því að fljúga yfir austurhluta Úkraínu en þar geisa enn mikil átök milli aðskilnaðarsinna og úkraínska stjórnarhersins. Að sögn Reuters-fréttastofunnar hafa Lufthansa og Air France ákveðið að sneiða alfarið hjá því að fljúga yfir átakasvæðið í Austur-Úkraínu. Hið rússneska Transaero tilkynnti skömmu síðar að það myndi gera slíkt hið sama. MH17 var á leið frá Amsterdam til Kúala Lúmpúr og að sögn flugöryggissérfræðings á vegum CNN eru ferðir á milli borganna tveggja tíðar. Flugfélög sem fara þar á milli þurfa að hafa sérstakan vara á enda er hluti leiðarinnar sem fyrr segir yfir átakasvæðum. Ekki má mikið út af bregða svo að ekki fari illa og þurfa flugmenn því að vera í miklum samskiptum við flugmálayfirvöld þegar flogið er yfir austurhluta Úkraínu. Vél Malaysia Airlines var 17 ára gömul og flaug sína fyrstu ferð í júlí 1997.BREAKING #MH17 Air India 116 flies almost directly over the area! pic.twitter.com/Ki7zPqifdi— AirLiveNet (@airlivenet) July 17, 2014
MH17 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira