Þjóðarsorg í Hollandi Atli Ísleifsson skrifar 18. júlí 2014 10:42 173 af 298 farþegum MH17-vélarinnar voru Hollendingar. Vísir/AFP Þjóðarsorg ríkir nú í Hollandi eftir að 173 Hollendingar hið minnsta létust þegar MH17-vél Malaysia Airlines var skotin niður í austurhluta Úkraínu um miðjan dag í gær. Forsætisráðherra Hollands fyrirskipaði að flaggað yrði í hálfa stöng á öllum opinberum byggingum í dag vegna atviksins sem hann kallaði mestu hörmungar í sögu hollenskrar flugsögu. Gerðar hafa verið breytingar á sjónvarpsútsendingum vegna atburðarins og umfang viðburða til að marka lok Nijmegen-göngunnar hefur verið minnkað í virðingarskyni. Þessi alþjóðlega ganga stendur yfir í fjóra daga, er rúmlega 200 kílómetra löng og er gengið um fimmtíu kílómetra daglega. Þátttakendur eru um 40 þúsund og gangan því sú stærsta sinnar tegundar í heimi. Þá hefur árlegri sumarljósmyndatöku konungsfjölskyldunnar verið aflýst. Vél flugfélagsins var á leið frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Kuala Lumpur í Malasíu en var skotin niður þegar henni var flogið yfir átakasvæði í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar kljást við úkraínska stjórnarherinn. Mark Rutte forsætisráðherra sagði þetta vera „svartan dag“ í sögu Hollands. „Allir Hollendingar syrgja. Þessi fallegi sumardagur lýkur á versta mögulega hátt,“ sagði Rutte þegar hann ræddi við fréttamenn á Schiphol síðdegis í gær. Á fréttavef Reuters segir að fleiri hundruð manna hafi skilið eftir blómvendi fyrir utan hollenska sendiráðið í Kíev, höfuðborg Úkraínu. MH17 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Þjóðarsorg ríkir nú í Hollandi eftir að 173 Hollendingar hið minnsta létust þegar MH17-vél Malaysia Airlines var skotin niður í austurhluta Úkraínu um miðjan dag í gær. Forsætisráðherra Hollands fyrirskipaði að flaggað yrði í hálfa stöng á öllum opinberum byggingum í dag vegna atviksins sem hann kallaði mestu hörmungar í sögu hollenskrar flugsögu. Gerðar hafa verið breytingar á sjónvarpsútsendingum vegna atburðarins og umfang viðburða til að marka lok Nijmegen-göngunnar hefur verið minnkað í virðingarskyni. Þessi alþjóðlega ganga stendur yfir í fjóra daga, er rúmlega 200 kílómetra löng og er gengið um fimmtíu kílómetra daglega. Þátttakendur eru um 40 þúsund og gangan því sú stærsta sinnar tegundar í heimi. Þá hefur árlegri sumarljósmyndatöku konungsfjölskyldunnar verið aflýst. Vél flugfélagsins var á leið frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Kuala Lumpur í Malasíu en var skotin niður þegar henni var flogið yfir átakasvæði í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar kljást við úkraínska stjórnarherinn. Mark Rutte forsætisráðherra sagði þetta vera „svartan dag“ í sögu Hollands. „Allir Hollendingar syrgja. Þessi fallegi sumardagur lýkur á versta mögulega hátt,“ sagði Rutte þegar hann ræddi við fréttamenn á Schiphol síðdegis í gær. Á fréttavef Reuters segir að fleiri hundruð manna hafi skilið eftir blómvendi fyrir utan hollenska sendiráðið í Kíev, höfuðborg Úkraínu.
MH17 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira