Þar ræðir Haraldur meðal annars um áhuga UFC á að halda bardagakvöld á Íslandi og hvernig það sé fyrir föður að horfa á eftir syni sínum í búrið.
Haraldur segir að það yrði erfitt að finna hentugan stað á Íslandi fyrir slíkan risaviðburð. Hann segir einnig að áður en hægt er að skoða eitthvað slíkt verði að byrja á réttum enda.
"Fyrsta skrefið er að vera með áhugamannakeppni og vinna okkur út frá því. Við höfum alla möguleika á því. Við þurfum að gera þetta rétt og fara ekki á undan okkur en að sama skapi má ekki standa í stað og horfa á alla hina," segir Haraldur.
"Áhuginn heima er þannig að ef við værum með áhugamannakvöld þá myndum við fylla Laugardalshöllina á svipstundu."
Viðtalið við Harald í heild sinni má sjá hér að neðan.
Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift á www.365.is.