Mældu árangurinn! Rikka skrifar 2. júlí 2014 15:30 Mældu árangurinn Mynd/Getty Það getur verið lærdómsríkt og ekki síður skemmtilegt að fylgjast með þeim árangri sem náð er í útivistinni. Sérstaklega ef að þú ert að keppa að því að verða betri í þeirri grein sem að þú ert að stunda. Til þess að halda vel utan um þessi gögn er upplagt að verða sér úti um snjallforrit í símann. Sjálf hef ég prófað nokkur sem hafa komið að góðum notum og hvatt mig áfram til betri verka. Í sumum forritum er hægt að keppa við vini og kunningja, sem er nú hvatning út af fyrir sig. Strava forritið er í miklu uppáhaldi hjá mér en þar er boðið upp á mælingar fyrir hjólreiðar og hlaup. Vegalengdin er mæld ásamt hraða og hitaeiningabrennslu. Auk þess er leiðin merkt á landakort og þú getur borið þig saman við þá sem hafa verið á svipuðum slóðum.MapMyFitness+ er líka í miklu uppáhaldi hjá mér en það er svipað eins og Strava nema að það býður upp á fleiri valmöguleika á þeirri hreyfignu sem stunduð er. Þar er til að mynda hægt að skrá göngutúr, fjallgöngu eða sundsprettinn fyrir þá sem eru með vatnsvarinn síma. Heilsa Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið
Það getur verið lærdómsríkt og ekki síður skemmtilegt að fylgjast með þeim árangri sem náð er í útivistinni. Sérstaklega ef að þú ert að keppa að því að verða betri í þeirri grein sem að þú ert að stunda. Til þess að halda vel utan um þessi gögn er upplagt að verða sér úti um snjallforrit í símann. Sjálf hef ég prófað nokkur sem hafa komið að góðum notum og hvatt mig áfram til betri verka. Í sumum forritum er hægt að keppa við vini og kunningja, sem er nú hvatning út af fyrir sig. Strava forritið er í miklu uppáhaldi hjá mér en þar er boðið upp á mælingar fyrir hjólreiðar og hlaup. Vegalengdin er mæld ásamt hraða og hitaeiningabrennslu. Auk þess er leiðin merkt á landakort og þú getur borið þig saman við þá sem hafa verið á svipuðum slóðum.MapMyFitness+ er líka í miklu uppáhaldi hjá mér en það er svipað eins og Strava nema að það býður upp á fleiri valmöguleika á þeirri hreyfignu sem stunduð er. Þar er til að mynda hægt að skrá göngutúr, fjallgöngu eða sundsprettinn fyrir þá sem eru með vatnsvarinn síma.
Heilsa Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið