KFC, Taco Bell og McDonald's selja versta skyndibitann Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2014 13:43 VISIR/AFP Þrjár af stærstu skyndibitakeðjum heims, McDonald‘s, Taco Bell og KFC, fá harða útreið í nýrri könnun sem neytendatímaritið Consumer Reports birti nú á dögunum. Samkvæmt þeim 32.405 sem tóku þátt í könnuninni eru flaggskip staðana þriggja þau verstu í sínum flokkum; McDonald‘s býr til verstu hamborgarana, KFC býður upp á versta kjúklinginn og Taco Bell selur versta mexíkóska matinn. Skyndibitaiðnaðurinn er heljarinnar fyrirtæki vestanhafs og talið er að Bandaríkjamenn eyði rúmlega 683 milljörðum dala í skyndibitamat á þessu ári. Það gerir tæplega 240 milljarða króna daglega. Talið er að niðustöður könnunarinnar megi rekja til nýrrar kynslóðar neytenda sem gera ríkari gæða- og bragð kröfur en eru einnig meðvitaðri um framleiðsluferli vörunnar en áður. Stærri veitingastaðakeður eigi erfiðara með að bregðast hratt við breyttu landslagi á skyndibitamarkaðnum.Niðurstöðurnar voru á þessa leið:Hamborgarar McDonald‘s enduðu í neðsta sæti af 21 skyndibitastaðakeðju með einkunnina 5.8. The Habit Burger Grill í Kaliforníu fékk 8.1 og rataði í fyrsta sæti.Af átta kjúklingastaðakeðjum reyndust kjúklingar KFC þeir verstu en þeir hlutu einkunnina 7.1 Efsta sætið prýddi hins vegar Chick-Fil-A með einkunn upp á 8.0.Taco Bell fékk 6.3 fyrir mexíkóska matargerð sína og skilaði það þeim í neðsta sætið sem fyrr segir. Veitingastaðakeðjan Chipotle prísar sig sæla með fyrsta sætið og frammistöðu upp á 7.8. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Þrjár af stærstu skyndibitakeðjum heims, McDonald‘s, Taco Bell og KFC, fá harða útreið í nýrri könnun sem neytendatímaritið Consumer Reports birti nú á dögunum. Samkvæmt þeim 32.405 sem tóku þátt í könnuninni eru flaggskip staðana þriggja þau verstu í sínum flokkum; McDonald‘s býr til verstu hamborgarana, KFC býður upp á versta kjúklinginn og Taco Bell selur versta mexíkóska matinn. Skyndibitaiðnaðurinn er heljarinnar fyrirtæki vestanhafs og talið er að Bandaríkjamenn eyði rúmlega 683 milljörðum dala í skyndibitamat á þessu ári. Það gerir tæplega 240 milljarða króna daglega. Talið er að niðustöður könnunarinnar megi rekja til nýrrar kynslóðar neytenda sem gera ríkari gæða- og bragð kröfur en eru einnig meðvitaðri um framleiðsluferli vörunnar en áður. Stærri veitingastaðakeður eigi erfiðara með að bregðast hratt við breyttu landslagi á skyndibitamarkaðnum.Niðurstöðurnar voru á þessa leið:Hamborgarar McDonald‘s enduðu í neðsta sæti af 21 skyndibitastaðakeðju með einkunnina 5.8. The Habit Burger Grill í Kaliforníu fékk 8.1 og rataði í fyrsta sæti.Af átta kjúklingastaðakeðjum reyndust kjúklingar KFC þeir verstu en þeir hlutu einkunnina 7.1 Efsta sætið prýddi hins vegar Chick-Fil-A með einkunn upp á 8.0.Taco Bell fékk 6.3 fyrir mexíkóska matargerð sína og skilaði það þeim í neðsta sætið sem fyrr segir. Veitingastaðakeðjan Chipotle prísar sig sæla með fyrsta sætið og frammistöðu upp á 7.8.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira