Viðskipti erlent

Bandaríkin eiga 53,3 ára birgðir af olíu eftir í jörðu

Finnur Thorlacius skrifar
Olíborun í Bandaríkjunum.
Olíborun í Bandaríkjunum.
Áætlað hefur verið að olíubirgðir í bandarískri jörð séu nú 1,69 þúsund milljarðar tunna. Þær birgðir ættu að duga Bandaríkjamönnum í 53,3 ár. Þessir útreikningar eru þó hófsamir þar sem einungis er reiknað með olíu sem vitað er um.

Enn meiri „fracking“ vinnsla gæti skilað meiri olíu, en þar sem hún telst langt frá því umhverfisvæn er ekki víst að langt verði gengið í vinnslu á olíu með þeirri aðferð. Einnig eru vonir bundnar við lágrétta og hallandi borun sem bætt gætu hressilega við birgðirnar, sem og ókönnuð svæði í Klettafjöllunum og við strendur Mexíkóflóa.

Bandaríkjamenn hafa á síðustu árum flutt minna og minna inn af olíu frá Arabalöndunum og á „fracking“-vinnsla þeirra heimafyrir stærstan þátt í þeirri þróun. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×