Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Bangor 4-0 | Fjögurra marka frumsýning Ingvi Þór Sæmundsson á Stjörnuvelli skrifar 3. júlí 2014 18:59 Vísir/Valli Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur á velska liðinu Bangor City í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar á Sumsung-vellinum í kvöld. Það er óhætt að segja að Stjörnumenn hafi fengið draumabyrjun í sínum fyrsta Evrópuleik . Tvö mörk á fjögurra mínútna kafla í byrjun leiks gerðu í raun út um leikinn og eftir það var aðeins spurning hversu mörg mörk Stjörnunnar myndu verða. Á 13. mínútu var brotið á danska varnarmanninum Niclas Vemmelund innan vítateigs. Ólafur Karl Finsen steig fram og skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni, en þetta var áttunda mark hans í öllum keppnum í sumar. Aðeins þremur mínútum síðar tvöfölduðu Garðbæingar forystu sína. Hörður Árnason sendi þá boltann fyrir frá vinstri á Veigar Páll Gunnarsson sem skallaði boltann framhjá Jack Cudworth í marki Bangor. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Walesverjarnir sóttu af veikum mætti en ógnuðu marki heimamanna lítið sem ekki neitt. Stjörnumenn voru sömuleiðis rólegir fram á við og maður saknaði þess að sjá þá ekki fylgja frábærri byrjun sinni betur eftir því það voru svo sannarlega tækifæri til að skora fleiri mörk. Varnarlína Bangor spilaði mjög framarlega og varnarleikurinn á miðjunni var ekki til staðar. Margir leikmenn velska liðsins virtust auk þess vera í afar döpru líkamlegu formi. Staðan var 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja, en Stjörnumenn komu mjög sterkir til leiks í seinni hálfleik. Ólafur Karl bætti öðru marki sínu og þriðja marki Stjörnunnar við á 54. mínútu eftir að Pablo Punyed hafði sent hann einan í gegnum vörn Bangor. Skömmu áður hafði Veigar Páll átt skot í utanverða stöngina eftir laglegan einleik.Arnar Már Björgvinsson kom Stjörnunni svo í 4-0 eftir 70 mínútna leik með góðu skoti í kjölfar hornspyrnu. Sjö mínútum síðar fékk Sam Hart að líta rauða spjaldið fyrir fáránlega tæklingu. Í raun var það ekki spurning hvort heldur hvenær leikmaður Bangor fyki af velli, en nokkrar tæklingar þeirra voru allt að því bannaðar börnum. Síðustu mínúturnar liðu án teljandi tíðinda. Atli Jóhannsson og varamaðurinn Garðar Jóhannsson fengu góð færi færi til að auka forystu Stjörnunnar, en fleiri urðu mörkin ekki. Garðarbæjarliðið fagnaði góðum sigri og er komið með annan fótinn í aðra umferð þar sem skoska liðið Motherwell bíður þess.Rúnar Páll: Spila nánast maður á mann"Við skorum fjögur mörk og héldum hreinu. Það er það sem skiptir máli. Ég er mjög sáttur," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, glaður í bragði eftir sigur hans manna á velska liðinu Bangor City í kvöld. "Við vissum alveg hverju við áttum von á. Þetta er lið sem er alltaf hættulegt, með stóra trukka þarna frammi og við vissum að það væri þeirra spilamennska. "Þeir stilltu upp í öll föst leikatriði í seinni hálfleik, sendu langa bolta fram og reyndu svo að vinna seinni boltann. "Þeir voru alltaf líklegir til að setja þetta mark sem við vildum ekki fá á okkur, þannig að þetta var enn spennandi í lokin, þrátt fyrir að staðan væri 4-0," sagði Rúnar en hann var mjög ánægður með spilamennsku Stjörnunnar í kvöld. "Við héldum ró okkur, reyndum að spila boltanum og ógna eins og við töluðum um fyrir leikinn. "Þeir spila nánast maður á mann, elta mótherjanna út um allt og opna þannig svæði og við reyndum að leita í þau svæði sem gekk ágætlega hjá okkur. Walesverjarnir spiluðu fast og voru á köflum grófir. Rúnar sagði það ekki hafa komið Garðbæingum á óvart. "Þetta eru helvítis jálkar, það sást alveg í byrjun leiks að þeir eru grófir, vil ég meina. Framherjinn þeirra braut 4-5 sinnum af sér á fyrstu tíu mínútunum og fékk ekki einu sinni spjald fyrir það," sagði Rúnar, en komust leikmenn Stjörnunnar í heilu lagi frá leiknum. "Já, já, það eru allir heilir, fyrir utan smávegis hnjask. Martin (Rauschenberg) fékk stóran skurð fyrir ofan ennið, en hann verður klár í næsta leik," sagði þjálfarinn, en hvernig kemur hann til með leggja seinni leikinn í Wales upp. "Það er hálfleikur núna, við erum yfir og þurfum að koma vel einbeittir inn í seinni hálfleikinn. Þeir eru aggressívir, eins og við sáum hér í kvöld og við getum ekki leyft okkur að koma með annað en okkar sterkasta lið í seinni leikinn."Powell: Erfitt að koma hingað og spila á gervigrasinu "Við erum að sjálfsögðu vonsviknir með niðurstöðuna," sagði Neville Powell, þjálfari Bangor City, eftir 4-0 tapið gegn Stjörnunni í kvöld. "Við fengum á okkur klaufaleg mörk. Nú verðum bara að reyna að vinna seinni leikinn í Wales og spila upp á stoltið. "Það verður erfitt að snúa 4-0 stöðu okkur í vil, en við verðum að reyna. "Við vorum svolítið naívir í kvöld - það eru nokkrir ungir strákar í liðinu. Varnarleikurinn var slakur og hann kostaði okkur sigurinn," sagði Powell. "Stjarnan er með gott lið. Þeir eru í toppbaráttunni í íslensku deildinni og við vissum ekki alveg hvað myndi bíða okkar í kvöld. "Tímabilið hjá okkur er ekki enn byrjað og við fengum vond mörk á okkur. "Við vorum óheppnir í öðru markinu því það átti að dæma aukaspyrnu á leikmann Stjörnunnar fyrir bakhrindingu áður en boltinn fór í markið. "Markvörðurinn okkar þurfti aðeins að verja eitt skot og þeir skutu í tvígang í stöngina. "Þetta var ekki góður leikur hjá okkur. Það var erfitt að koma hingað og að spila á gervigrasinu. "Ef við hefðum bara tapað með einu marki, þá hefðum kannski átt möguleika á að vinna einvígið. Það bíður okkar erfitt verkefni í seinni leiknum en við verðum að sjá til þess að við vinnum hann," sagði Powell að endingu. Evrópudeild UEFA Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur á velska liðinu Bangor City í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar á Sumsung-vellinum í kvöld. Það er óhætt að segja að Stjörnumenn hafi fengið draumabyrjun í sínum fyrsta Evrópuleik . Tvö mörk á fjögurra mínútna kafla í byrjun leiks gerðu í raun út um leikinn og eftir það var aðeins spurning hversu mörg mörk Stjörnunnar myndu verða. Á 13. mínútu var brotið á danska varnarmanninum Niclas Vemmelund innan vítateigs. Ólafur Karl Finsen steig fram og skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni, en þetta var áttunda mark hans í öllum keppnum í sumar. Aðeins þremur mínútum síðar tvöfölduðu Garðbæingar forystu sína. Hörður Árnason sendi þá boltann fyrir frá vinstri á Veigar Páll Gunnarsson sem skallaði boltann framhjá Jack Cudworth í marki Bangor. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Walesverjarnir sóttu af veikum mætti en ógnuðu marki heimamanna lítið sem ekki neitt. Stjörnumenn voru sömuleiðis rólegir fram á við og maður saknaði þess að sjá þá ekki fylgja frábærri byrjun sinni betur eftir því það voru svo sannarlega tækifæri til að skora fleiri mörk. Varnarlína Bangor spilaði mjög framarlega og varnarleikurinn á miðjunni var ekki til staðar. Margir leikmenn velska liðsins virtust auk þess vera í afar döpru líkamlegu formi. Staðan var 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja, en Stjörnumenn komu mjög sterkir til leiks í seinni hálfleik. Ólafur Karl bætti öðru marki sínu og þriðja marki Stjörnunnar við á 54. mínútu eftir að Pablo Punyed hafði sent hann einan í gegnum vörn Bangor. Skömmu áður hafði Veigar Páll átt skot í utanverða stöngina eftir laglegan einleik.Arnar Már Björgvinsson kom Stjörnunni svo í 4-0 eftir 70 mínútna leik með góðu skoti í kjölfar hornspyrnu. Sjö mínútum síðar fékk Sam Hart að líta rauða spjaldið fyrir fáránlega tæklingu. Í raun var það ekki spurning hvort heldur hvenær leikmaður Bangor fyki af velli, en nokkrar tæklingar þeirra voru allt að því bannaðar börnum. Síðustu mínúturnar liðu án teljandi tíðinda. Atli Jóhannsson og varamaðurinn Garðar Jóhannsson fengu góð færi færi til að auka forystu Stjörnunnar, en fleiri urðu mörkin ekki. Garðarbæjarliðið fagnaði góðum sigri og er komið með annan fótinn í aðra umferð þar sem skoska liðið Motherwell bíður þess.Rúnar Páll: Spila nánast maður á mann"Við skorum fjögur mörk og héldum hreinu. Það er það sem skiptir máli. Ég er mjög sáttur," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, glaður í bragði eftir sigur hans manna á velska liðinu Bangor City í kvöld. "Við vissum alveg hverju við áttum von á. Þetta er lið sem er alltaf hættulegt, með stóra trukka þarna frammi og við vissum að það væri þeirra spilamennska. "Þeir stilltu upp í öll föst leikatriði í seinni hálfleik, sendu langa bolta fram og reyndu svo að vinna seinni boltann. "Þeir voru alltaf líklegir til að setja þetta mark sem við vildum ekki fá á okkur, þannig að þetta var enn spennandi í lokin, þrátt fyrir að staðan væri 4-0," sagði Rúnar en hann var mjög ánægður með spilamennsku Stjörnunnar í kvöld. "Við héldum ró okkur, reyndum að spila boltanum og ógna eins og við töluðum um fyrir leikinn. "Þeir spila nánast maður á mann, elta mótherjanna út um allt og opna þannig svæði og við reyndum að leita í þau svæði sem gekk ágætlega hjá okkur. Walesverjarnir spiluðu fast og voru á köflum grófir. Rúnar sagði það ekki hafa komið Garðbæingum á óvart. "Þetta eru helvítis jálkar, það sást alveg í byrjun leiks að þeir eru grófir, vil ég meina. Framherjinn þeirra braut 4-5 sinnum af sér á fyrstu tíu mínútunum og fékk ekki einu sinni spjald fyrir það," sagði Rúnar, en komust leikmenn Stjörnunnar í heilu lagi frá leiknum. "Já, já, það eru allir heilir, fyrir utan smávegis hnjask. Martin (Rauschenberg) fékk stóran skurð fyrir ofan ennið, en hann verður klár í næsta leik," sagði þjálfarinn, en hvernig kemur hann til með leggja seinni leikinn í Wales upp. "Það er hálfleikur núna, við erum yfir og þurfum að koma vel einbeittir inn í seinni hálfleikinn. Þeir eru aggressívir, eins og við sáum hér í kvöld og við getum ekki leyft okkur að koma með annað en okkar sterkasta lið í seinni leikinn."Powell: Erfitt að koma hingað og spila á gervigrasinu "Við erum að sjálfsögðu vonsviknir með niðurstöðuna," sagði Neville Powell, þjálfari Bangor City, eftir 4-0 tapið gegn Stjörnunni í kvöld. "Við fengum á okkur klaufaleg mörk. Nú verðum bara að reyna að vinna seinni leikinn í Wales og spila upp á stoltið. "Það verður erfitt að snúa 4-0 stöðu okkur í vil, en við verðum að reyna. "Við vorum svolítið naívir í kvöld - það eru nokkrir ungir strákar í liðinu. Varnarleikurinn var slakur og hann kostaði okkur sigurinn," sagði Powell. "Stjarnan er með gott lið. Þeir eru í toppbaráttunni í íslensku deildinni og við vissum ekki alveg hvað myndi bíða okkar í kvöld. "Tímabilið hjá okkur er ekki enn byrjað og við fengum vond mörk á okkur. "Við vorum óheppnir í öðru markinu því það átti að dæma aukaspyrnu á leikmann Stjörnunnar fyrir bakhrindingu áður en boltinn fór í markið. "Markvörðurinn okkar þurfti aðeins að verja eitt skot og þeir skutu í tvígang í stöngina. "Þetta var ekki góður leikur hjá okkur. Það var erfitt að koma hingað og að spila á gervigrasinu. "Ef við hefðum bara tapað með einu marki, þá hefðum kannski átt möguleika á að vinna einvígið. Það bíður okkar erfitt verkefni í seinni leiknum en við verðum að sjá til þess að við vinnum hann," sagði Powell að endingu.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti