UFC 175: Nær skýjakljúfurinn að sigra fyrrum NFL leikmanninn? Guttormur Árni Ársælsson skrifar 5. júlí 2014 06:00 UFC 175 fer fram í Mandalay Bay í Las Vegas, Nevada þann 5. júlí næstkomandi. Fimm bardagar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst hún klukkan 2. Við hitum upp fyrir bardaga kvöldsinsStefan Struve (25-6) gegn Matt Mitrione (7-3) - þungavigtStefan Struve er hávaxnasti bardagakappinn í UFC en hann er 213cm á hæð og ber viðurnefnið skýjakljúfurinn. Struve hefur verið gagnrýndur fyrir að nýta sér ekki hæð sína og leyfa andstæðingum að komast of nálægt sér. Þetta sýndi sig í síðasta bardaga hans, gegn Mark Hunt, en Hunt er aðeins 178cm á hæð. Þrátt fyrir það komst Hunt ítrekað nálægt Struve og rotaði hann á endanum. Struve hefur glímt við sjaldgæfan hjartasjúkdóm og um tíma var ekki víst hvort hann ætti afturkvæmt í MMA.Matt Mitrione er fyrrum amerískur fótboltamaður sem lék á árum áður í NFL deildinni með New York Giants og Minnesota Vikings. Mitrione hóf MMA ferilinn 2009 og komst inn í UFC í gegnum The Ultimate Fighter þáttaröðina. Mitrione er höggþungur en hefur átt það til að vera kærulaus og er ekki besti glímumaðurinn í UFC.3 atriði til að hafa í hugaStruve að koma til baka eftir kjálkabrot gegn Mark HuntMitrione barðist síðast í mars á meðan Struve hefur ekki barist í yfir árStruve er með 31 atvinnumannabardaga á herðunum er aðeins 26 ára gamallUriah Hall (8-4) gegn Thiago Santos (9-2) - millivigt (84 kg)Uriah Hall lenti í öðru sæti í 17. seríu af The Ultimate Fighter. Þar rotaði hann hvern andstæðinginn á fætur öðrum og leit óstöðvandi út. Forseti UFC, Dana White, hafði orð á því að Hall myndi valda mörgum núverandi millivigtarmönnum vandræðum. Hall hefur hins vegar ekki náð sér á strik eftir að seríunni lauk og hefur aðeins unnið einn bardaga af þremur í UFC.Thiago Santos var keppandi í The Ultimate Fighter Brazil 2 þar sem hann var valinn síðastur í lið Fabricio Werdum og tapaði í fjórðungsúrslitum gegn Leandro Santos, sem sigraði að lokum þáttaröðina.3 atriði til að hafa í hugaFyrsta sinn sem Santos berst utan BrasilíuUriah Hall hefur sigrað fimm af átta bardögum með rothöggiHall mætti núverandi millivigtarmeistara, Chris Weidman, árið 2010 og tapaði. Það var hans fyrsta tap á ferlinum.Marcus Brimage (6-2) gegn Russell Doane (13-3) - bantamvigt (61 kg)Marcus Brimage keppti síðast í apríl 2013 gegn Conor McGregor, sem þá var að berjast í fyrsta sinn í UFC. Brimage tapaði þeim bardaga og færði sig í kjölfarið niður um þyngdarflokk í bantamvigtina. Þetta verður því fyrsti bardagi hans í þeim þyngdarflokki.Russell Doane er frá Hawaii og þreytti frumraun sína í UFC í janúar. Hann er ekki eins þekkt nafn og Brimage en hlaut bónus fyrir uppgjafartak kvöldsins í sínum fyrsta UFC bardaga eftir fallega „triangle" hengingu.3 atriði til að hafa í hugaDoane hefur verið meistari í þremur minni samtökumBrimage berst í fyrsta sinn í bantamvigt og verður fróðlegt að sjá hvort hann lendi í vandræðum með að ná vigt.Brimage sankaði að sér 10 sigrum sem áhugamaður áður en hann gerðist atvinnumaður og er því reynslumeiri en bardagaskorið hans segir til um.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir UFC 175: Chris Weidman og ameríski draumurinn UFC meistarinn í millivigt, Chris Weidman, ver titil sinn í annað skipti næsta laugardagskvöld á móti fyrrverandi meistara í léttþungavigt, Lyota Machida. 3. júlí 2014 22:00 UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
UFC 175 fer fram í Mandalay Bay í Las Vegas, Nevada þann 5. júlí næstkomandi. Fimm bardagar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst hún klukkan 2. Við hitum upp fyrir bardaga kvöldsinsStefan Struve (25-6) gegn Matt Mitrione (7-3) - þungavigtStefan Struve er hávaxnasti bardagakappinn í UFC en hann er 213cm á hæð og ber viðurnefnið skýjakljúfurinn. Struve hefur verið gagnrýndur fyrir að nýta sér ekki hæð sína og leyfa andstæðingum að komast of nálægt sér. Þetta sýndi sig í síðasta bardaga hans, gegn Mark Hunt, en Hunt er aðeins 178cm á hæð. Þrátt fyrir það komst Hunt ítrekað nálægt Struve og rotaði hann á endanum. Struve hefur glímt við sjaldgæfan hjartasjúkdóm og um tíma var ekki víst hvort hann ætti afturkvæmt í MMA.Matt Mitrione er fyrrum amerískur fótboltamaður sem lék á árum áður í NFL deildinni með New York Giants og Minnesota Vikings. Mitrione hóf MMA ferilinn 2009 og komst inn í UFC í gegnum The Ultimate Fighter þáttaröðina. Mitrione er höggþungur en hefur átt það til að vera kærulaus og er ekki besti glímumaðurinn í UFC.3 atriði til að hafa í hugaStruve að koma til baka eftir kjálkabrot gegn Mark HuntMitrione barðist síðast í mars á meðan Struve hefur ekki barist í yfir árStruve er með 31 atvinnumannabardaga á herðunum er aðeins 26 ára gamallUriah Hall (8-4) gegn Thiago Santos (9-2) - millivigt (84 kg)Uriah Hall lenti í öðru sæti í 17. seríu af The Ultimate Fighter. Þar rotaði hann hvern andstæðinginn á fætur öðrum og leit óstöðvandi út. Forseti UFC, Dana White, hafði orð á því að Hall myndi valda mörgum núverandi millivigtarmönnum vandræðum. Hall hefur hins vegar ekki náð sér á strik eftir að seríunni lauk og hefur aðeins unnið einn bardaga af þremur í UFC.Thiago Santos var keppandi í The Ultimate Fighter Brazil 2 þar sem hann var valinn síðastur í lið Fabricio Werdum og tapaði í fjórðungsúrslitum gegn Leandro Santos, sem sigraði að lokum þáttaröðina.3 atriði til að hafa í hugaFyrsta sinn sem Santos berst utan BrasilíuUriah Hall hefur sigrað fimm af átta bardögum með rothöggiHall mætti núverandi millivigtarmeistara, Chris Weidman, árið 2010 og tapaði. Það var hans fyrsta tap á ferlinum.Marcus Brimage (6-2) gegn Russell Doane (13-3) - bantamvigt (61 kg)Marcus Brimage keppti síðast í apríl 2013 gegn Conor McGregor, sem þá var að berjast í fyrsta sinn í UFC. Brimage tapaði þeim bardaga og færði sig í kjölfarið niður um þyngdarflokk í bantamvigtina. Þetta verður því fyrsti bardagi hans í þeim þyngdarflokki.Russell Doane er frá Hawaii og þreytti frumraun sína í UFC í janúar. Hann er ekki eins þekkt nafn og Brimage en hlaut bónus fyrir uppgjafartak kvöldsins í sínum fyrsta UFC bardaga eftir fallega „triangle" hengingu.3 atriði til að hafa í hugaDoane hefur verið meistari í þremur minni samtökumBrimage berst í fyrsta sinn í bantamvigt og verður fróðlegt að sjá hvort hann lendi í vandræðum með að ná vigt.Brimage sankaði að sér 10 sigrum sem áhugamaður áður en hann gerðist atvinnumaður og er því reynslumeiri en bardagaskorið hans segir til um.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir UFC 175: Chris Weidman og ameríski draumurinn UFC meistarinn í millivigt, Chris Weidman, ver titil sinn í annað skipti næsta laugardagskvöld á móti fyrrverandi meistara í léttþungavigt, Lyota Machida. 3. júlí 2014 22:00 UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
UFC 175: Chris Weidman og ameríski draumurinn UFC meistarinn í millivigt, Chris Weidman, ver titil sinn í annað skipti næsta laugardagskvöld á móti fyrrverandi meistara í léttþungavigt, Lyota Machida. 3. júlí 2014 22:00
UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30