Sport

Vigdís langt frá sínu besta í Mannheim

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn Höður til vinstri.
Kolbeinn Höður til vinstri. Vísir/Daníel
Vigdís Jónsdóttir, frjálsíþróttakona úr FH, var langt frá sínu besta á Junioran Gala-mótinu í Mannheim í dag.

Vigdís sem er Íslandsmetshafi í sleggjukasti kastaði 51,60 metra, en Íslandsmet hennar er 55,41 metrar og lenti hún í síðasta sæti.

Audrey Ciofani frá Frakklandi vann, en hún kastaði 61,09 metra. Hún og Vigdís eru jafngamlar, báðar fæddar árið 1996.

Kolbeinn Höður Gunnarsson lenti í fimmta sæti í 400 metra hlaupi á 47.87 sekúndum og rétt á eftir honum var Jóhann Björn Sigurbjörnsson á tímanum 48.02 í sjötta sæti og bættu þeir báðir sinn persónulega besta tíma.

Íslandsmetið í 400 metra hlaupi á Oddur Sigurðsson á 45.63 sekúndum.

Sigurvegarinn hljóp á 47.23, en hann kemur frá Sádi-Arabíu og heitir Mazen Mawtan Al-Yassin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×