Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júlí 2014 21:52 Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. Miklar eldglæringar stafa frá Skeifunni 11 og sprengingar gætu valdið tjóni. Í samtali við Fréttastofu biðlar slökkviliðsmaður til fólks að halda sig frá svæðinu. Þarna séu mjög hættuleg efni í lofti og getur skapast töluverð hætta. Talið er að mörg hundruð manns séu á svæðinu en nánasta umhverfi hefur þó verið rýmt. Þá beinir slökkviliðið þeim tilmælum til íbúa í nágrenni Skeifunnar að loka gluggum og kynda húsnæði sín. Gert er ráð fyrir því að slökkvistarf mundi standa yfir fram á nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út og næturvaktin var einnig ræst út. Slökkviliðið frá Keflavíkurflugvelli hefur einnig verið kallað til. Ritfangaverslunin Griffill logar enn og eldurinn hefur breiðst út í nærliggjandi verslanir. Mikinn svartan reyk liggur frá versluninni og sést hann allt frá Suðurnesjum og Akranesi. Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. Hann horfir þó strax fram á við enda stutt í næsta skólaár, einn stærsta póstinn í verslun Griffils. „Við erum þess fullviss að við munum rísa úr öskunni fljótt,” sagði Ingþór við Vísi fyrri í kvöld.MYND/HALLDÓR KRISTJÁN Post by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Túristabruninn #Skeifubruni #Skeifan #S7 #náttúrupassaáþettafólk pic.twitter.com/5rsrB2JxXr— Trausti Sigurður (@Traustisig) July 6, 2014 (STAÐFEST) allir höfuðborgarbúar eru mættir í og um kringum Skeifuna #Skeifan #Bruninn pic.twitter.com/qXRMJqu9Q4— Thorvaldur Sveinsson (@ThobbiSveins) July 6, 2014 Fréttasnápurinn kallaður út! Stórbruni í skeifunni #Skeifan #Bruninn pic.twitter.com/rHLzySECU4— Thorvaldur Sveinsson (@ThobbiSveins) July 6, 2014 Allt tiltækt lið lögreglunnar hefur verið kallað út til þess að sekta ólöglega-lagða bíla #Lögreglukórinn #skeifan pic.twitter.com/DLFcdjeoxm— Thorvaldur Sveinsson (@ThobbiSveins) July 6, 2014 #bruninn pic.twitter.com/G0I4XW7mXj— Tommi Hilmarsson (@tommihilmarsson) July 6, 2014 Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Mikill eldur í Skeifunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni. 6. júlí 2014 20:33 Eldurinn kviknaði í Þvottahúsi Fannar "Það var unnið í þvottahúsinu í dag en enginn var við störf þegar eldurinn kom upp. Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili," segir Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn. 6. júlí 2014 21:46 „Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00 Sprengihætta í Skeifunni | Liðsauki frá Keflavík Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að halda sig fjarri brunavettvangi í Skeifunni vegna sprengihættu. 6. júlí 2014 22:18 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. Miklar eldglæringar stafa frá Skeifunni 11 og sprengingar gætu valdið tjóni. Í samtali við Fréttastofu biðlar slökkviliðsmaður til fólks að halda sig frá svæðinu. Þarna séu mjög hættuleg efni í lofti og getur skapast töluverð hætta. Talið er að mörg hundruð manns séu á svæðinu en nánasta umhverfi hefur þó verið rýmt. Þá beinir slökkviliðið þeim tilmælum til íbúa í nágrenni Skeifunnar að loka gluggum og kynda húsnæði sín. Gert er ráð fyrir því að slökkvistarf mundi standa yfir fram á nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út og næturvaktin var einnig ræst út. Slökkviliðið frá Keflavíkurflugvelli hefur einnig verið kallað til. Ritfangaverslunin Griffill logar enn og eldurinn hefur breiðst út í nærliggjandi verslanir. Mikinn svartan reyk liggur frá versluninni og sést hann allt frá Suðurnesjum og Akranesi. Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. Hann horfir þó strax fram á við enda stutt í næsta skólaár, einn stærsta póstinn í verslun Griffils. „Við erum þess fullviss að við munum rísa úr öskunni fljótt,” sagði Ingþór við Vísi fyrri í kvöld.MYND/HALLDÓR KRISTJÁN Post by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Túristabruninn #Skeifubruni #Skeifan #S7 #náttúrupassaáþettafólk pic.twitter.com/5rsrB2JxXr— Trausti Sigurður (@Traustisig) July 6, 2014 (STAÐFEST) allir höfuðborgarbúar eru mættir í og um kringum Skeifuna #Skeifan #Bruninn pic.twitter.com/qXRMJqu9Q4— Thorvaldur Sveinsson (@ThobbiSveins) July 6, 2014 Fréttasnápurinn kallaður út! Stórbruni í skeifunni #Skeifan #Bruninn pic.twitter.com/rHLzySECU4— Thorvaldur Sveinsson (@ThobbiSveins) July 6, 2014 Allt tiltækt lið lögreglunnar hefur verið kallað út til þess að sekta ólöglega-lagða bíla #Lögreglukórinn #skeifan pic.twitter.com/DLFcdjeoxm— Thorvaldur Sveinsson (@ThobbiSveins) July 6, 2014 #bruninn pic.twitter.com/G0I4XW7mXj— Tommi Hilmarsson (@tommihilmarsson) July 6, 2014
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Mikill eldur í Skeifunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni. 6. júlí 2014 20:33 Eldurinn kviknaði í Þvottahúsi Fannar "Það var unnið í þvottahúsinu í dag en enginn var við störf þegar eldurinn kom upp. Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili," segir Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn. 6. júlí 2014 21:46 „Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00 Sprengihætta í Skeifunni | Liðsauki frá Keflavík Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að halda sig fjarri brunavettvangi í Skeifunni vegna sprengihættu. 6. júlí 2014 22:18 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Mikill eldur í Skeifunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni. 6. júlí 2014 20:33
Eldurinn kviknaði í Þvottahúsi Fannar "Það var unnið í þvottahúsinu í dag en enginn var við störf þegar eldurinn kom upp. Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili," segir Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn. 6. júlí 2014 21:46
„Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00
Sprengihætta í Skeifunni | Liðsauki frá Keflavík Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að halda sig fjarri brunavettvangi í Skeifunni vegna sprengihættu. 6. júlí 2014 22:18