Þá beinir slökkviliðið þeim tilmælum til íbúa í nágrenni Skeifunnar að loka gluggum og kynda húsnæði sín.
Gert er ráð fyrir því að slökkvistarf mundi standa yfir fram á nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út og næturvaktin var einnig ræst út. Slökkviliðið frá Keflavíkurflugvelli hefur einnig verið kallað til.
Ritfangaverslunin Griffill logar enn og eldurinn hefur breiðst út í nærliggjandi verslanir. Mikinn svartan reyk liggur frá versluninni og sést hann allt frá Suðurnesjum og Akranesi.
Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. Hann horfir þó strax fram á við enda stutt í næsta skólaár, einn stærsta póstinn í verslun Griffils.
„Við erum þess fullviss að við munum rísa úr öskunni fljótt,” sagði Ingþór við Vísi fyrri í kvöld.



Túristabruninn #Skeifubruni #Skeifan #S7 #náttúrupassaáþettafólk pic.twitter.com/5rsrB2JxXr
— Trausti Sigurður (@Traustisig) July 6, 2014
(STAÐFEST) allir höfuðborgarbúar eru mættir í og um kringum Skeifuna #Skeifan #Bruninn pic.twitter.com/qXRMJqu9Q4
— Thorvaldur Sveinsson (@ThobbiSveins) July 6, 2014
Fréttasnápurinn kallaður út! Stórbruni í skeifunni #Skeifan #Bruninn pic.twitter.com/rHLzySECU4
— Thorvaldur Sveinsson (@ThobbiSveins) July 6, 2014
Allt tiltækt lið lögreglunnar hefur verið kallað út til þess að sekta ólöglega-lagða bíla #Lögreglukórinn #skeifan pic.twitter.com/DLFcdjeoxm
— Thorvaldur Sveinsson (@ThobbiSveins) July 6, 2014
#bruninn pic.twitter.com/G0I4XW7mXj
— Tommi Hilmarsson (@tommihilmarsson) July 6, 2014