Sport

Íslenska sveit­in komst upp um deild í Madeira

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ingi Rúnar lenti í fjórða sæti í karlaflokki.
Ingi Rúnar lenti í fjórða sæti í karlaflokki. Vísir/Breiðablik
Ísland lenti í öðru sæti 2. deildar í Evrópubikarkeppni landsliða í fjölþrautum sem fór fram á Madeira um helgina.

Íslenska liðið komst því upp um deild ásamt Rúmeníu sem sigraði í 2. deild. Heilt yfir endaði Ísland með 34.618 stig en Rúmenar 35.532.

Keppni í kvennaflokki lauk fyrr í dag en þar náði Sveinbjörg Zophoníasdóttir þriðja sæti eins og greint var frá í dag en keppni í karlaflokki lauk í kvöld.

Ingi Rúnar Kristinsson lenti í fjórða sæti með 6.842 stig. Náði hann sínum besta árangri í kringlukasti þegar hann kastaði 44,85 metra. Hann deildi síðan 2-3. sæti í stangarstökki ásamt Krister Blæ Jónssyni en báðir fóru þeir yfir 4,60 metra.

Krister Blær Jónsson endaði í sjötta sæti með 6.562 stig og bætti með því eigið met í karlaþraut og í næsta sæti kom Hermann Þór Haraldsson með 6.550 stig.

Úrslit dagsins (100m - langstökki - kúluvarpi - hástökki - 400m - 110m grind - kringlukasti - stangarstökki - spjótkasti - 1500m):

Ingi Rúnar Kristinsson: 11,51sek - 6,34m - 13,16m - 1,80m - 51,66sek -16,65sek - 44,85m - 4,60m - 45 94m - 4:45,93.

Krister Blær Jónsson: 11,63sek - 6,54m - 10,18m - 1,77m - 50,13sek- 16,51sek - 28,43m - 4,60m -51,44m - 4:34,85.

Hermann Þór Haraldsson
: 11,78sek - 6,79m - 11,68m -1,95m -50,92sek - 16,97sek - 34,87m - 3,70m - 53,67m - 4:51,93.

Úrslit fengin af heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×