Hlutabréf American Apparel hækka eftir brottvikningu forstjóra Randver Kári Randversson skrifar 20. júní 2014 14:41 Fyrir utan verslun American Apparel í New York. Vísir/AFP Hlutabréf í bandaríska fatafyrirtækinu American Apparel hækkuðu í verði í gær. Frá þessu er greint á vef New York Post. Dov Charney hafði fyrr um daginn verið vikið úr starfi forstjóra fyrirtækisins vegna ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni við starfsmenn. Charney var jafnan umdeildur einkum vegna markaðsherferða fyrirtækisins sem sýndu oft fáklæddar fyrirsætur og þóttu mjög ögrandi. Fyrirtækið komst einnig í vandræði vegna stefnu Charneys um að hafa allar vörur American Apparel framleiddar í Bandaríkjunum, öfugt við aðra bandaríska fataframleiðendur, sem flestir hafa fært framleiðslu sína úr landi. Árið 2009 kom það svo á daginn að aðal verksmiðja fyrirtækisins, sem staðsett er í Los Angeles var mönnuð ólöglegum innflytjendum og þurfti fyrirtækið að segja upp 1500 starfsmönnum verksmiðjunnar af þeim sökum. Í kjölfarið stöðvaðist framleiðsla fyrirtækisins, með tilheyrandi vöruskorti og tekjutapi. Mikið tap hefur verið á rekstri American Apparel undanfarin ár. Árið 2013 varð tap upp á 106 milljónir dollara og 37 milljónir árið áður. Hlutabréfamarkaðurinn vestanhafs virðist hafa tekið tíðindunum af brottvikningu Charneys vel, en hlutabréf í American Apparel hækkuðu í gær um 22%. Tengdar fréttir Forstjóri American Apparel rekinn vegna kynferðislegrar áreitni Málaferli vegna meintrar kynferðislegrar áreitni Dov Charneys hafa staðið frá árinu 2011. 19. júní 2014 16:09 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hlutabréf í bandaríska fatafyrirtækinu American Apparel hækkuðu í verði í gær. Frá þessu er greint á vef New York Post. Dov Charney hafði fyrr um daginn verið vikið úr starfi forstjóra fyrirtækisins vegna ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni við starfsmenn. Charney var jafnan umdeildur einkum vegna markaðsherferða fyrirtækisins sem sýndu oft fáklæddar fyrirsætur og þóttu mjög ögrandi. Fyrirtækið komst einnig í vandræði vegna stefnu Charneys um að hafa allar vörur American Apparel framleiddar í Bandaríkjunum, öfugt við aðra bandaríska fataframleiðendur, sem flestir hafa fært framleiðslu sína úr landi. Árið 2009 kom það svo á daginn að aðal verksmiðja fyrirtækisins, sem staðsett er í Los Angeles var mönnuð ólöglegum innflytjendum og þurfti fyrirtækið að segja upp 1500 starfsmönnum verksmiðjunnar af þeim sökum. Í kjölfarið stöðvaðist framleiðsla fyrirtækisins, með tilheyrandi vöruskorti og tekjutapi. Mikið tap hefur verið á rekstri American Apparel undanfarin ár. Árið 2013 varð tap upp á 106 milljónir dollara og 37 milljónir árið áður. Hlutabréfamarkaðurinn vestanhafs virðist hafa tekið tíðindunum af brottvikningu Charneys vel, en hlutabréf í American Apparel hækkuðu í gær um 22%.
Tengdar fréttir Forstjóri American Apparel rekinn vegna kynferðislegrar áreitni Málaferli vegna meintrar kynferðislegrar áreitni Dov Charneys hafa staðið frá árinu 2011. 19. júní 2014 16:09 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Forstjóri American Apparel rekinn vegna kynferðislegrar áreitni Málaferli vegna meintrar kynferðislegrar áreitni Dov Charneys hafa staðið frá árinu 2011. 19. júní 2014 16:09