Google ver 5,7 milljörðum í að kenna stúlkum forritun Bjarki Ármannsson skrifar 20. júní 2014 23:19 Google hefur hrint af stað verkefninu Made with Code til að vekja áhuga ungra stúlkna á forritun. Vísir/AFP/AFP Netrisinn Google hrinti í gær af stað verkefninu Made with code sem hefur það að markmiði að kenna ungum stúlkum forritun. Fyrirtækið hefur áður heitið því að gera allt sem í valdi þess stendur til þess að fjölga konum í Kísildal, en um 5,7 milljörðum íslenskra króna er varið til verkefnisins.Frá þessu er greint á vef tímaritsins TIME. Google tilkynnti í síðasta mánuði að aðeins sautján prósent allra starfsmanna þeirra á tæknisviði eru konur. Þetta vandamál nær til fleiri fyrirtækja en Google, en talið er að árið 2020 verði 1,4 milljónir lausra starfa í boði fyrir tölvunarfræðinga í Bandaríkjunum. Hinsvegar verði aðeins um fjögur hundruð þúsund menntaðir tölvunarfræðingar til að sinna þeim. Þetta vandamál er meðal annars tilkomið vegna þess að mjög fáar konur sækja í þessi störf. Einungis um tólf prósent útskrifaðra tölvunarfræðinga í Bandaríkjunum eru konur. Made with code, vefsíða sem inniheldur meðal annars kóðunaræfingar og sögur kvenna sem starfa á tæknideildum, miðar að því að auka þetta hlutfall. Vefsíðunni er fyrst og fremst ætlað að höfða til ungra stúlkna en rannsóknir Google segja að flestar konur ákveði hvort þær hafi áhuga á því að læra að forrita fyrir tvítugt. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Netrisinn Google hrinti í gær af stað verkefninu Made with code sem hefur það að markmiði að kenna ungum stúlkum forritun. Fyrirtækið hefur áður heitið því að gera allt sem í valdi þess stendur til þess að fjölga konum í Kísildal, en um 5,7 milljörðum íslenskra króna er varið til verkefnisins.Frá þessu er greint á vef tímaritsins TIME. Google tilkynnti í síðasta mánuði að aðeins sautján prósent allra starfsmanna þeirra á tæknisviði eru konur. Þetta vandamál nær til fleiri fyrirtækja en Google, en talið er að árið 2020 verði 1,4 milljónir lausra starfa í boði fyrir tölvunarfræðinga í Bandaríkjunum. Hinsvegar verði aðeins um fjögur hundruð þúsund menntaðir tölvunarfræðingar til að sinna þeim. Þetta vandamál er meðal annars tilkomið vegna þess að mjög fáar konur sækja í þessi störf. Einungis um tólf prósent útskrifaðra tölvunarfræðinga í Bandaríkjunum eru konur. Made with code, vefsíða sem inniheldur meðal annars kóðunaræfingar og sögur kvenna sem starfa á tæknideildum, miðar að því að auka þetta hlutfall. Vefsíðunni er fyrst og fremst ætlað að höfða til ungra stúlkna en rannsóknir Google segja að flestar konur ákveði hvort þær hafi áhuga á því að læra að forrita fyrir tvítugt.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira