Gildi er valið og ígrundað lífsviðhorf Guðni Gunnarsson skrifar 22. júní 2014 11:57 Gildi er grunnhugmynd Mynd/Getty Óígrunduð ályktun er bara ályktun – en gildi er valið lífsviðhorf. Þú átt þér ekki eigin gildi fyrr en þú sest yfir þau viðhorf sem þú hefur um lífið og tilveruna og tekur ákvörðun um það hvort þau henti þér. Gildi er grunnhugmynd sem þú hefur um lífið og tilveruna og hefur tekið ígrundaða ákvörðun um að nota í daglegu lífi. Þetta getur átt við smávægilega og hversdagslega hluti: „Það á alltaf að klára af diskinum sínum.“ Og líka stærri og áhrifameiri svið lífsins: „Hjónabandið er heilagt og því er rangt að skilja.“ Öll eigum við langan lista yfir staðhæfingar eða setningar af þessu tagi, bæði stórar og smáar. Sumum þeirra beitum við á hverjum degi en öðrum sjaldnar. Mörgum þeirra vitum við ekki af fyrr en tilteknar aðstæður myndast og við þurfum að beita þeim. Ef ég keyri líf mitt áfram á ályktunum sem ég hef ekki ákveðið fyrir mig þá ber ég samt ábyrgð á þeim. Sá sem er tilbúinn til að taka ábyrgð á eigin lífi – umgengni við heiminn og annað fólk, uppeldi á börnum sínum – sest niður, skoðar ályktanirnar sem hann notar og ákveður hverjum þeirra hann vill breyta í gildi og hverjum hann vill henda beinustu leið í ruslið. Ályktanir. Lánuð gildi. Hegðun sem við höfum lært fyrir slysni, tekið eftir hjá einhverjum og apað eftir; hegðun sem við höldum að sé rétt og sönn af því að svo margir hegða sér þannig. Hegðun sem við afritum og fylgjum í ósjálfráðum ótta við að vera öðruvísi en hinir. Við ölum sjálf okkur upp og börnin okkar líka. „Ekki leika þér með matinn!“ Af hverju ekki? Má ekki vera gaman að borða? „Notaðu hnífapörin en ekki puttana!“ Af hverju? Má ekki þvo sér um hendurnar og nota guðsgafflana af því að það er þægilegt? Í mörgum löndum borðar fólk með höndunum. Það er ekki náttúrulögmál að nota hnífapör. Hvaðan komu þessar reglur? Bjó ég þær til? Ef ekki, af hverju nota ég þær? Hef ég hugleitt hvort þetta séu góðar reglur? Eða er ég að beita þeim fyrir það eitt að þær hljóma kunnuglega – af því að þær eru órjúfanlegur hluti af því borðhaldi sem ég þekki og ólst upp við? Hef ég gefið mér heimild til að endurskoða reglurnar og gildin? Taka ákvörðun um það hvort ég nota þær eða ekki? Má ég það? Er það hugsanlega mín ábyrgð? Mitt val? Kærleikur, Guðni Heilsa Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið
Óígrunduð ályktun er bara ályktun – en gildi er valið lífsviðhorf. Þú átt þér ekki eigin gildi fyrr en þú sest yfir þau viðhorf sem þú hefur um lífið og tilveruna og tekur ákvörðun um það hvort þau henti þér. Gildi er grunnhugmynd sem þú hefur um lífið og tilveruna og hefur tekið ígrundaða ákvörðun um að nota í daglegu lífi. Þetta getur átt við smávægilega og hversdagslega hluti: „Það á alltaf að klára af diskinum sínum.“ Og líka stærri og áhrifameiri svið lífsins: „Hjónabandið er heilagt og því er rangt að skilja.“ Öll eigum við langan lista yfir staðhæfingar eða setningar af þessu tagi, bæði stórar og smáar. Sumum þeirra beitum við á hverjum degi en öðrum sjaldnar. Mörgum þeirra vitum við ekki af fyrr en tilteknar aðstæður myndast og við þurfum að beita þeim. Ef ég keyri líf mitt áfram á ályktunum sem ég hef ekki ákveðið fyrir mig þá ber ég samt ábyrgð á þeim. Sá sem er tilbúinn til að taka ábyrgð á eigin lífi – umgengni við heiminn og annað fólk, uppeldi á börnum sínum – sest niður, skoðar ályktanirnar sem hann notar og ákveður hverjum þeirra hann vill breyta í gildi og hverjum hann vill henda beinustu leið í ruslið. Ályktanir. Lánuð gildi. Hegðun sem við höfum lært fyrir slysni, tekið eftir hjá einhverjum og apað eftir; hegðun sem við höldum að sé rétt og sönn af því að svo margir hegða sér þannig. Hegðun sem við afritum og fylgjum í ósjálfráðum ótta við að vera öðruvísi en hinir. Við ölum sjálf okkur upp og börnin okkar líka. „Ekki leika þér með matinn!“ Af hverju ekki? Má ekki vera gaman að borða? „Notaðu hnífapörin en ekki puttana!“ Af hverju? Má ekki þvo sér um hendurnar og nota guðsgafflana af því að það er þægilegt? Í mörgum löndum borðar fólk með höndunum. Það er ekki náttúrulögmál að nota hnífapör. Hvaðan komu þessar reglur? Bjó ég þær til? Ef ekki, af hverju nota ég þær? Hef ég hugleitt hvort þetta séu góðar reglur? Eða er ég að beita þeim fyrir það eitt að þær hljóma kunnuglega – af því að þær eru órjúfanlegur hluti af því borðhaldi sem ég þekki og ólst upp við? Hef ég gefið mér heimild til að endurskoða reglurnar og gildin? Taka ákvörðun um það hvort ég nota þær eða ekki? Má ég það? Er það hugsanlega mín ábyrgð? Mitt val? Kærleikur, Guðni
Heilsa Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið