Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. júní 2014 13:18 Ronald Reagan og Vigdís Finnbogadóttir á spjalli í kringum Bessastaði. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, heillaði Ronald Reagan upp úr skónum þegar þau hittust vegna leiðtogafundarins í Höfða árið 1986. Þetta kemur fram í fyrirlestri Ken Adleman, sem skrifaði bók um leiðtogafundinn og gríðarlegt mikilvæg hans. Í fyrirlestrinum segir Adleman frá einstöku spjalli Reagan og Vigdísar. Hann sýndi myndina hér að ofan og sagði svo áhorfendum frá Vigdísi. „Hún var fyrsti kjörni kvenforsetinn í heiminum,“ útskýrir hann og sagði frá því þegar þau gengu í kringum Bessastaði,og notar Adleman orðið „chateau“ til að lýsa forsetabústaðnum. „Ronald Reagan var klæddur í frakka sem hann hlýtur að hafa fengið við tökur á einhverri kvikmynd. Ég sá hann aldrei aftur í þessum frakka,“ segir hann og furðar sig á því að Reagan hafi aldrei aftur klæðst frakkanum því hann hafi farið honum svo vel. „Samtalið þeirra var alveg yndislegt. Hún segir honum að það sé í raun enginn skóli til þess að læra að vera forseti. Hún sagði að líklega væri leikhús besti undirbúningur fyrir forsetahlutverkið,“ rifjar Adleman upp og útskýrir að Vigdís hafi verið leikhússtjóri og leikkona áður en hún varð forseti. Eins og flestir muna var Reagan einnig leikari á sínum yngri árum. „Hún segir honum að þegar maður vinnur í leikhúsi er maður alltaf að hugsa um samfélagið; um mismunandi persónuleika og sambönd fólks. Reagan ljómaði allur þegar hún sagði þetta og kallaði hana alltaf fyrrum kollega sinn eftir þetta.“ Bókin Reagan at Reykjavik, eftir Ken Adleman, kom út í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Adleman var sjálfur staddur hér á landi þegar leiðtogafundurinn í höfða fór fram fyrir 28 árum síðan. Hann byggir bókina á trúnaðarskjölum sem voru nýlega gerð opinber. Bókin þykir varpa nýju ljósi á mikilvægi fundarins og er hann talinn hafa skapað aðstæður sem hjálpuðu til við að enda Kalda stríðið. Adleman segir þetta hafa verið hápunktinn á forsetaferli Reagan. Fréttastofur Fox og NBC hafa, meðal annarra, fjallað um bókina. Í viðtali við NBC lýsti Adleman fundinum svo: „Þetta var eins og í sögu eftir Agöthu Christie. Þeir hittust á afskekktum stað á hjara veraldar í gömlu húsi sem marraði í og regnið buldi á gluggakistunum. Húsið Höfði var sagt reimt og þeir tveir upplifðu yfir eina helgi undraverða hluti, sem var mesta kjarnorkuafvopnun sögunnar, sem hefur haldið áfram allt fram til þessa dags. Og það sem hvorugur þeirra gat ímyndað sér; að kalda stríðinu myndi ljúka innan mjög skamms tíma. Svo þetta var stórkostlegt.“ Vigdís Finnbogadóttir Leiðtogafundurinn í Höfða Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, heillaði Ronald Reagan upp úr skónum þegar þau hittust vegna leiðtogafundarins í Höfða árið 1986. Þetta kemur fram í fyrirlestri Ken Adleman, sem skrifaði bók um leiðtogafundinn og gríðarlegt mikilvæg hans. Í fyrirlestrinum segir Adleman frá einstöku spjalli Reagan og Vigdísar. Hann sýndi myndina hér að ofan og sagði svo áhorfendum frá Vigdísi. „Hún var fyrsti kjörni kvenforsetinn í heiminum,“ útskýrir hann og sagði frá því þegar þau gengu í kringum Bessastaði,og notar Adleman orðið „chateau“ til að lýsa forsetabústaðnum. „Ronald Reagan var klæddur í frakka sem hann hlýtur að hafa fengið við tökur á einhverri kvikmynd. Ég sá hann aldrei aftur í þessum frakka,“ segir hann og furðar sig á því að Reagan hafi aldrei aftur klæðst frakkanum því hann hafi farið honum svo vel. „Samtalið þeirra var alveg yndislegt. Hún segir honum að það sé í raun enginn skóli til þess að læra að vera forseti. Hún sagði að líklega væri leikhús besti undirbúningur fyrir forsetahlutverkið,“ rifjar Adleman upp og útskýrir að Vigdís hafi verið leikhússtjóri og leikkona áður en hún varð forseti. Eins og flestir muna var Reagan einnig leikari á sínum yngri árum. „Hún segir honum að þegar maður vinnur í leikhúsi er maður alltaf að hugsa um samfélagið; um mismunandi persónuleika og sambönd fólks. Reagan ljómaði allur þegar hún sagði þetta og kallaði hana alltaf fyrrum kollega sinn eftir þetta.“ Bókin Reagan at Reykjavik, eftir Ken Adleman, kom út í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Adleman var sjálfur staddur hér á landi þegar leiðtogafundurinn í höfða fór fram fyrir 28 árum síðan. Hann byggir bókina á trúnaðarskjölum sem voru nýlega gerð opinber. Bókin þykir varpa nýju ljósi á mikilvægi fundarins og er hann talinn hafa skapað aðstæður sem hjálpuðu til við að enda Kalda stríðið. Adleman segir þetta hafa verið hápunktinn á forsetaferli Reagan. Fréttastofur Fox og NBC hafa, meðal annarra, fjallað um bókina. Í viðtali við NBC lýsti Adleman fundinum svo: „Þetta var eins og í sögu eftir Agöthu Christie. Þeir hittust á afskekktum stað á hjara veraldar í gömlu húsi sem marraði í og regnið buldi á gluggakistunum. Húsið Höfði var sagt reimt og þeir tveir upplifðu yfir eina helgi undraverða hluti, sem var mesta kjarnorkuafvopnun sögunnar, sem hefur haldið áfram allt fram til þessa dags. Og það sem hvorugur þeirra gat ímyndað sér; að kalda stríðinu myndi ljúka innan mjög skamms tíma. Svo þetta var stórkostlegt.“
Vigdís Finnbogadóttir Leiðtogafundurinn í Höfða Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Sjá meira