Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. júní 2014 13:18 Ronald Reagan og Vigdís Finnbogadóttir á spjalli í kringum Bessastaði. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, heillaði Ronald Reagan upp úr skónum þegar þau hittust vegna leiðtogafundarins í Höfða árið 1986. Þetta kemur fram í fyrirlestri Ken Adleman, sem skrifaði bók um leiðtogafundinn og gríðarlegt mikilvæg hans. Í fyrirlestrinum segir Adleman frá einstöku spjalli Reagan og Vigdísar. Hann sýndi myndina hér að ofan og sagði svo áhorfendum frá Vigdísi. „Hún var fyrsti kjörni kvenforsetinn í heiminum,“ útskýrir hann og sagði frá því þegar þau gengu í kringum Bessastaði,og notar Adleman orðið „chateau“ til að lýsa forsetabústaðnum. „Ronald Reagan var klæddur í frakka sem hann hlýtur að hafa fengið við tökur á einhverri kvikmynd. Ég sá hann aldrei aftur í þessum frakka,“ segir hann og furðar sig á því að Reagan hafi aldrei aftur klæðst frakkanum því hann hafi farið honum svo vel. „Samtalið þeirra var alveg yndislegt. Hún segir honum að það sé í raun enginn skóli til þess að læra að vera forseti. Hún sagði að líklega væri leikhús besti undirbúningur fyrir forsetahlutverkið,“ rifjar Adleman upp og útskýrir að Vigdís hafi verið leikhússtjóri og leikkona áður en hún varð forseti. Eins og flestir muna var Reagan einnig leikari á sínum yngri árum. „Hún segir honum að þegar maður vinnur í leikhúsi er maður alltaf að hugsa um samfélagið; um mismunandi persónuleika og sambönd fólks. Reagan ljómaði allur þegar hún sagði þetta og kallaði hana alltaf fyrrum kollega sinn eftir þetta.“ Bókin Reagan at Reykjavik, eftir Ken Adleman, kom út í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Adleman var sjálfur staddur hér á landi þegar leiðtogafundurinn í höfða fór fram fyrir 28 árum síðan. Hann byggir bókina á trúnaðarskjölum sem voru nýlega gerð opinber. Bókin þykir varpa nýju ljósi á mikilvægi fundarins og er hann talinn hafa skapað aðstæður sem hjálpuðu til við að enda Kalda stríðið. Adleman segir þetta hafa verið hápunktinn á forsetaferli Reagan. Fréttastofur Fox og NBC hafa, meðal annarra, fjallað um bókina. Í viðtali við NBC lýsti Adleman fundinum svo: „Þetta var eins og í sögu eftir Agöthu Christie. Þeir hittust á afskekktum stað á hjara veraldar í gömlu húsi sem marraði í og regnið buldi á gluggakistunum. Húsið Höfði var sagt reimt og þeir tveir upplifðu yfir eina helgi undraverða hluti, sem var mesta kjarnorkuafvopnun sögunnar, sem hefur haldið áfram allt fram til þessa dags. Og það sem hvorugur þeirra gat ímyndað sér; að kalda stríðinu myndi ljúka innan mjög skamms tíma. Svo þetta var stórkostlegt.“ Vigdís Finnbogadóttir Leiðtogafundurinn í Höfða Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, heillaði Ronald Reagan upp úr skónum þegar þau hittust vegna leiðtogafundarins í Höfða árið 1986. Þetta kemur fram í fyrirlestri Ken Adleman, sem skrifaði bók um leiðtogafundinn og gríðarlegt mikilvæg hans. Í fyrirlestrinum segir Adleman frá einstöku spjalli Reagan og Vigdísar. Hann sýndi myndina hér að ofan og sagði svo áhorfendum frá Vigdísi. „Hún var fyrsti kjörni kvenforsetinn í heiminum,“ útskýrir hann og sagði frá því þegar þau gengu í kringum Bessastaði,og notar Adleman orðið „chateau“ til að lýsa forsetabústaðnum. „Ronald Reagan var klæddur í frakka sem hann hlýtur að hafa fengið við tökur á einhverri kvikmynd. Ég sá hann aldrei aftur í þessum frakka,“ segir hann og furðar sig á því að Reagan hafi aldrei aftur klæðst frakkanum því hann hafi farið honum svo vel. „Samtalið þeirra var alveg yndislegt. Hún segir honum að það sé í raun enginn skóli til þess að læra að vera forseti. Hún sagði að líklega væri leikhús besti undirbúningur fyrir forsetahlutverkið,“ rifjar Adleman upp og útskýrir að Vigdís hafi verið leikhússtjóri og leikkona áður en hún varð forseti. Eins og flestir muna var Reagan einnig leikari á sínum yngri árum. „Hún segir honum að þegar maður vinnur í leikhúsi er maður alltaf að hugsa um samfélagið; um mismunandi persónuleika og sambönd fólks. Reagan ljómaði allur þegar hún sagði þetta og kallaði hana alltaf fyrrum kollega sinn eftir þetta.“ Bókin Reagan at Reykjavik, eftir Ken Adleman, kom út í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Adleman var sjálfur staddur hér á landi þegar leiðtogafundurinn í höfða fór fram fyrir 28 árum síðan. Hann byggir bókina á trúnaðarskjölum sem voru nýlega gerð opinber. Bókin þykir varpa nýju ljósi á mikilvægi fundarins og er hann talinn hafa skapað aðstæður sem hjálpuðu til við að enda Kalda stríðið. Adleman segir þetta hafa verið hápunktinn á forsetaferli Reagan. Fréttastofur Fox og NBC hafa, meðal annarra, fjallað um bókina. Í viðtali við NBC lýsti Adleman fundinum svo: „Þetta var eins og í sögu eftir Agöthu Christie. Þeir hittust á afskekktum stað á hjara veraldar í gömlu húsi sem marraði í og regnið buldi á gluggakistunum. Húsið Höfði var sagt reimt og þeir tveir upplifðu yfir eina helgi undraverða hluti, sem var mesta kjarnorkuafvopnun sögunnar, sem hefur haldið áfram allt fram til þessa dags. Og það sem hvorugur þeirra gat ímyndað sér; að kalda stríðinu myndi ljúka innan mjög skamms tíma. Svo þetta var stórkostlegt.“
Vigdís Finnbogadóttir Leiðtogafundurinn í Höfða Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira