Cub Swanson - hvolpurinn með ljónshjartað Óskar Örn Árnason skrifar 26. júní 2014 19:00 Cub Swanson er á fimm bardaga sigurgöngu í fjaðurvigtinni. Vísir/GETTY Cub Swanson, eða Kevin Luke Swanson eins og hann heitir réttu nafni, mætir Jeremy Stephens í aðalbardaga UFC næstkomandi laugardagskvöld í San Antonio. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Nafnið „Cub“ fékk hann sem lítill drengur en hann hefur notað það alla tíð. Swanson er ekki einn af stærstu stjörnum UFC en hann er vinsæll og þekktur fyrir skemmtilega bardaga og mikinn baráttuhug. Sem unglingur átti hann erfitt uppdráttar en hann var ættleiddur eftir dauða föður síns þar sem móðir hans treysti sér ekki til að ala hann og systkini hans upp. Hann var vandræðaunglingur og lenti iðulega í áflogum. Eftir að hafa verið handtekinn fyrir innbrot var honum komið fyrir í unglingafangelsi aðeins sautján ára gömlum. Eftir fangelsisvistina kom Swanson sér á beinu brautina með því að stunda sjálfboðastarf og brasilískt jiu-jitsu. Hann komst að lokum inn í MMA í gegnum vin sinn Joe Stevenson sem sigraði aðra seríu af The Ultimate Fighter. Swanson fékk í gegnum Stevenson tækifæri til að æfa með tveimur af virtustu þjálfurum heims, þeim Greg Jackson og Mike Winkeljohn í Albuquerque, Nýju-Mexíkó. Hann hefur einnig fengið að æfa hnefaleika með hinum sigursæla boxara Timothy Bradley sem er æskuvinur Swanson. Eftir að hafa sigrað níu af fyrstu tíu MMA bardögum sínum var Swanson boðið að berjast í WEC sem var á þeim tíma stærsta samband heims fyrir léttari þyngdarflokkana. Swanson sigraði fimm af átta bardögum í WEC og tapaði aðeins fyrir þeim allra bestu. Tap á átta sekúndum fyrir José Aldo stendur upp úr sem versti ósigur Swanson á ferlinum en það er þó engin skömm að tapa fyrir snillingi eins og Aldo. Þegar WEC var sameinað UFC fylgdi Swanson með. Hann hefur nú sigrað alla fimm bardaga sína í UFC og hefur aldrei litið betur út. Sigri hann Jeremy Stephens næsta laugardagskvöld verður hann kominn í kjörstöðu til að skora á sigurvegarann úr bardaga José Aldo og Chad Mendes um fjaðurvigtartitilinn sem fer fram 2. ágúst. Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira
Cub Swanson, eða Kevin Luke Swanson eins og hann heitir réttu nafni, mætir Jeremy Stephens í aðalbardaga UFC næstkomandi laugardagskvöld í San Antonio. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Nafnið „Cub“ fékk hann sem lítill drengur en hann hefur notað það alla tíð. Swanson er ekki einn af stærstu stjörnum UFC en hann er vinsæll og þekktur fyrir skemmtilega bardaga og mikinn baráttuhug. Sem unglingur átti hann erfitt uppdráttar en hann var ættleiddur eftir dauða föður síns þar sem móðir hans treysti sér ekki til að ala hann og systkini hans upp. Hann var vandræðaunglingur og lenti iðulega í áflogum. Eftir að hafa verið handtekinn fyrir innbrot var honum komið fyrir í unglingafangelsi aðeins sautján ára gömlum. Eftir fangelsisvistina kom Swanson sér á beinu brautina með því að stunda sjálfboðastarf og brasilískt jiu-jitsu. Hann komst að lokum inn í MMA í gegnum vin sinn Joe Stevenson sem sigraði aðra seríu af The Ultimate Fighter. Swanson fékk í gegnum Stevenson tækifæri til að æfa með tveimur af virtustu þjálfurum heims, þeim Greg Jackson og Mike Winkeljohn í Albuquerque, Nýju-Mexíkó. Hann hefur einnig fengið að æfa hnefaleika með hinum sigursæla boxara Timothy Bradley sem er æskuvinur Swanson. Eftir að hafa sigrað níu af fyrstu tíu MMA bardögum sínum var Swanson boðið að berjast í WEC sem var á þeim tíma stærsta samband heims fyrir léttari þyngdarflokkana. Swanson sigraði fimm af átta bardögum í WEC og tapaði aðeins fyrir þeim allra bestu. Tap á átta sekúndum fyrir José Aldo stendur upp úr sem versti ósigur Swanson á ferlinum en það er þó engin skömm að tapa fyrir snillingi eins og Aldo. Þegar WEC var sameinað UFC fylgdi Swanson með. Hann hefur nú sigrað alla fimm bardaga sína í UFC og hefur aldrei litið betur út. Sigri hann Jeremy Stephens næsta laugardagskvöld verður hann kominn í kjörstöðu til að skora á sigurvegarann úr bardaga José Aldo og Chad Mendes um fjaðurvigtartitilinn sem fer fram 2. ágúst. Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira