Sport

Kom ólétt í mark | Myndir

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Alysia Montano.
Alysia Montano. Vísir/Getty
Alysia Montano lenti í 29. sæti í 800 metra hlaupinu á bandaríska meistaramótinu í frjálsum íþróttum í gær. Það væri ekki frásögum færandi nema af því að Alysia er komin 34 vikur á leið.

Alysia sem hefur fimm sinnum borið sigur úr býtum á mótinu kom í mark á 2.32.13, rúmlega hálfri mínútu á eftir hennar besta tíma og hálfri mínútu á eftir besta tíma Anítu Hinriksdóttir. Það verður hinsvegar að teljast ágætt þegar litið er til þess að Montano er kasólétt.

„Ég hef hlaupið allan tíman sem ég hef verið ólétt og mér leið vel allan tímann í gær. Læknarnir hvöttu mig til að gera þetta sem létti pressuna á mér. Ég hafði áhyggjur af því hvað fólk myndi segja ef ég myndi taka þátt en þetta er það sem ég geri á hverjum degi,“ sagði Montano.

Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×