Spurs valtaði yfir Miami Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. júní 2014 08:00 Tim Duncan í leiknum í nótt. Vísir/Getty San Antonio Spurs er komið 2-1 yfir gegn Miami Heat í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir sigur í þriðja leiknum á heimavelli Miami í nótt, 111-92. Góður fyrsti leikhluti grundvallaði sigur Spurs en gestirnir settu alls 41 stig í fyrsta leikhluta og voru komnir með 16 stiga forskot strax í upphafi leiks. Leikmönnum Heat gekk illa að stöðva Kawhi Leonard í fyrsta leikhluta en hann hitti úr öllum fimm skotum sínum sem skilaði alls 16 stigum. Leonard átti góðan leik heilt yfir eftir að hafa lítið sést í fyrstu tveimur leikjum seríunnar. Spurs var yfir 71-50 eftir tvo leikhluta en liðið hitti úr 76% skota sinna í fyrri hálfleik leiksins sem er met í úrslitum NBA-deildarinnar. Miami náði loksins að stilla varnarleikinn af í þriðja leikhluta en holan var ansi djúp sem þeir þurftu að vinna sig úr. Miami náði að minnka muninn í sjö stig um tíma í þriðja leikhluta en þá settu leikmenn Spurs aftur í gírinn. Gestirnir frá San Antonio náðu öruggu forskoti aftur í fjórða leikhluta og sigldu að lokum sigrinum örugglega heim. Sterkur sigur sem tryggir Spurs liðinu heimaleikjaréttinn á ný eftir að hafa misst hann í síðasta leik. Leonard var atkvæðamestur í liði Spurs með 29 stig sem er hæsta stigaskor hans á ferlinum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þá voru bakverðirnir Tony Parker og Danny Green öflugir með 15 stig hvor og Tim Duncan bætti við öðrum 14. Í liði Miami voru það LeBron James og Dwyane Wade sem fóru fyrir liðinu að vanda með 22 stig en liðið þarf meira frá öðrum leikmönnum. Eftir frábæra frammistöðu í síðasta leik sást lítið til Chris Bosh í leiknum og Mario Chalmers hefur einfaldlega verið út á túni í þessari úrslitaseríu.Næsti leikur liðanna fer fram á fimmtudaginn og hefst klukkan 01.00 á íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Kawhi Leonard treður yfir fuglamanninn.Vísir/Getty NBA Tengdar fréttir San Antonio vann fyrsta leikinn Spurs komið 1-0 yfir í úrslitaeinvíginu gegn Miami Heat. 6. júní 2014 07:23 Wade sektaður fyrir leikaraskap Dwyane Wade fékk sekt fyrir leikaraskap í leik tvö í úrslitum NBA-deildarinnar á sunnudaginn. 10. júní 2014 09:30 Miami jafnaði metin LeBron James skoraði 35 stig og tók tíu fráköst þegar Miami Heat jafnaði metin í úrslitum NBA-deildarinnar með tveggja stiga sigri, 98-96, á San Antonio Spurs á útivelli. 9. júní 2014 10:35 Duncan jafnaði við Magic Tim Duncan náði merkum áfanga í nótt þegar hann jafnaði met Magic Johnson yfir flestar tvöfaldar tvennur (þ.e. þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í tveimur tölfræðiþáttum) í úrslitakeppni NBA deildarinnar. 9. júní 2014 12:13 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Leik lokið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Sjá meira
San Antonio Spurs er komið 2-1 yfir gegn Miami Heat í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir sigur í þriðja leiknum á heimavelli Miami í nótt, 111-92. Góður fyrsti leikhluti grundvallaði sigur Spurs en gestirnir settu alls 41 stig í fyrsta leikhluta og voru komnir með 16 stiga forskot strax í upphafi leiks. Leikmönnum Heat gekk illa að stöðva Kawhi Leonard í fyrsta leikhluta en hann hitti úr öllum fimm skotum sínum sem skilaði alls 16 stigum. Leonard átti góðan leik heilt yfir eftir að hafa lítið sést í fyrstu tveimur leikjum seríunnar. Spurs var yfir 71-50 eftir tvo leikhluta en liðið hitti úr 76% skota sinna í fyrri hálfleik leiksins sem er met í úrslitum NBA-deildarinnar. Miami náði loksins að stilla varnarleikinn af í þriðja leikhluta en holan var ansi djúp sem þeir þurftu að vinna sig úr. Miami náði að minnka muninn í sjö stig um tíma í þriðja leikhluta en þá settu leikmenn Spurs aftur í gírinn. Gestirnir frá San Antonio náðu öruggu forskoti aftur í fjórða leikhluta og sigldu að lokum sigrinum örugglega heim. Sterkur sigur sem tryggir Spurs liðinu heimaleikjaréttinn á ný eftir að hafa misst hann í síðasta leik. Leonard var atkvæðamestur í liði Spurs með 29 stig sem er hæsta stigaskor hans á ferlinum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þá voru bakverðirnir Tony Parker og Danny Green öflugir með 15 stig hvor og Tim Duncan bætti við öðrum 14. Í liði Miami voru það LeBron James og Dwyane Wade sem fóru fyrir liðinu að vanda með 22 stig en liðið þarf meira frá öðrum leikmönnum. Eftir frábæra frammistöðu í síðasta leik sást lítið til Chris Bosh í leiknum og Mario Chalmers hefur einfaldlega verið út á túni í þessari úrslitaseríu.Næsti leikur liðanna fer fram á fimmtudaginn og hefst klukkan 01.00 á íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Kawhi Leonard treður yfir fuglamanninn.Vísir/Getty
NBA Tengdar fréttir San Antonio vann fyrsta leikinn Spurs komið 1-0 yfir í úrslitaeinvíginu gegn Miami Heat. 6. júní 2014 07:23 Wade sektaður fyrir leikaraskap Dwyane Wade fékk sekt fyrir leikaraskap í leik tvö í úrslitum NBA-deildarinnar á sunnudaginn. 10. júní 2014 09:30 Miami jafnaði metin LeBron James skoraði 35 stig og tók tíu fráköst þegar Miami Heat jafnaði metin í úrslitum NBA-deildarinnar með tveggja stiga sigri, 98-96, á San Antonio Spurs á útivelli. 9. júní 2014 10:35 Duncan jafnaði við Magic Tim Duncan náði merkum áfanga í nótt þegar hann jafnaði met Magic Johnson yfir flestar tvöfaldar tvennur (þ.e. þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í tveimur tölfræðiþáttum) í úrslitakeppni NBA deildarinnar. 9. júní 2014 12:13 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Leik lokið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Sjá meira
San Antonio vann fyrsta leikinn Spurs komið 1-0 yfir í úrslitaeinvíginu gegn Miami Heat. 6. júní 2014 07:23
Wade sektaður fyrir leikaraskap Dwyane Wade fékk sekt fyrir leikaraskap í leik tvö í úrslitum NBA-deildarinnar á sunnudaginn. 10. júní 2014 09:30
Miami jafnaði metin LeBron James skoraði 35 stig og tók tíu fráköst þegar Miami Heat jafnaði metin í úrslitum NBA-deildarinnar með tveggja stiga sigri, 98-96, á San Antonio Spurs á útivelli. 9. júní 2014 10:35
Duncan jafnaði við Magic Tim Duncan náði merkum áfanga í nótt þegar hann jafnaði met Magic Johnson yfir flestar tvöfaldar tvennur (þ.e. þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í tveimur tölfræðiþáttum) í úrslitakeppni NBA deildarinnar. 9. júní 2014 12:13
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti