Segir sérstakan saksóknara stunda nornaveiðar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 11. júní 2014 16:30 „Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ segir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, en ákæra gegn honum og tveimur öðrum stjórnendum bankans var þingfest í héraðsdómi í morgun. Hann segir málið vera fáránlegt og sakar sérstakan saksóknara um að stunda nornaveiðar. Ákæra á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga sem keyptu skuldatryggingar á Kaupþing í aðdraganda hrunsins en lánin voru samkvæmt ákæru veitt til að hafa áhrif á skuldatryggingu Kaupþings og þannig lækka fjármagnskostnað bankans. Telur ákæruvaldið að ákærðu hafi með háttsemi sinni valdið Kaupþingi gríðarlegu og fáheyrðu fjártjóni. Samkvæmt ákæru sérstaks saksóknara tapaði Kaupþing 510 milljónum evra, tæpum 80 milljörðum íslenskra króna á viðskiptunum. Brot ákærðu eru talin stórfelld. Hreiðar Már Sigurðsson var viðstaddur þingfestingu málsins í dag en dómari gaf honum kost á að tjá sig um sakargiftir málsins. „Háttvirtur dómur. Ég starfaði hjá Kaupþingi í 15 ár, þar af 10 sem forstjóri. Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans. Ákæran er röng og ég er saklaus.“ Verjandi Hreiðars fór fram á það fyrir héraðsdómi í dag að málinu yrði vísað frá dómi. „Það er á grundvelli brota við rannsókn málsins. Meðal annars að samtöl mín og verjanda míns voru hleruð og það eru klár brot á mannréttindasáttmálum og stjórnarskránni og við teljum að þetta eigi að valda frávísun málsins.” Hreiðar gagnrýnir embætti sérstaks saksóknara harðlega. „Það er á nornaveiðum. Það er búið að eyða yfir 6.000 milljónum, eftir því sem ég best veit. Embættið er sett upp til að fara á eftir bankamönnum. Ég vil benda þjóðinni á það að það eru einungis bankastjórar einkabankanna sem voru ákærðir. Það er eins og allt óheiðarlega fólkið hafi unnið í einkabönkum, en allt heiðarlega fólkið hjá hinu opinbera. Þetta er bara fáránlegt. Þetta er hvergi annars staðar í heiminum sem þetta á sér stað sem er að eiga sér stað hérna á Íslandi. En sannleikurinn mun koma í ljós.” CLN-málið Tengdar fréttir Sakaðir um umboðssvik vegna lána til vildarvina Ákæra á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni fyrir umboðssvik, verður þingfest í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2014 10:41 „Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
„Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ segir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, en ákæra gegn honum og tveimur öðrum stjórnendum bankans var þingfest í héraðsdómi í morgun. Hann segir málið vera fáránlegt og sakar sérstakan saksóknara um að stunda nornaveiðar. Ákæra á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga sem keyptu skuldatryggingar á Kaupþing í aðdraganda hrunsins en lánin voru samkvæmt ákæru veitt til að hafa áhrif á skuldatryggingu Kaupþings og þannig lækka fjármagnskostnað bankans. Telur ákæruvaldið að ákærðu hafi með háttsemi sinni valdið Kaupþingi gríðarlegu og fáheyrðu fjártjóni. Samkvæmt ákæru sérstaks saksóknara tapaði Kaupþing 510 milljónum evra, tæpum 80 milljörðum íslenskra króna á viðskiptunum. Brot ákærðu eru talin stórfelld. Hreiðar Már Sigurðsson var viðstaddur þingfestingu málsins í dag en dómari gaf honum kost á að tjá sig um sakargiftir málsins. „Háttvirtur dómur. Ég starfaði hjá Kaupþingi í 15 ár, þar af 10 sem forstjóri. Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans. Ákæran er röng og ég er saklaus.“ Verjandi Hreiðars fór fram á það fyrir héraðsdómi í dag að málinu yrði vísað frá dómi. „Það er á grundvelli brota við rannsókn málsins. Meðal annars að samtöl mín og verjanda míns voru hleruð og það eru klár brot á mannréttindasáttmálum og stjórnarskránni og við teljum að þetta eigi að valda frávísun málsins.” Hreiðar gagnrýnir embætti sérstaks saksóknara harðlega. „Það er á nornaveiðum. Það er búið að eyða yfir 6.000 milljónum, eftir því sem ég best veit. Embættið er sett upp til að fara á eftir bankamönnum. Ég vil benda þjóðinni á það að það eru einungis bankastjórar einkabankanna sem voru ákærðir. Það er eins og allt óheiðarlega fólkið hafi unnið í einkabönkum, en allt heiðarlega fólkið hjá hinu opinbera. Þetta er bara fáránlegt. Þetta er hvergi annars staðar í heiminum sem þetta á sér stað sem er að eiga sér stað hérna á Íslandi. En sannleikurinn mun koma í ljós.”
CLN-málið Tengdar fréttir Sakaðir um umboðssvik vegna lána til vildarvina Ákæra á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni fyrir umboðssvik, verður þingfest í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2014 10:41 „Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Sakaðir um umboðssvik vegna lána til vildarvina Ákæra á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni fyrir umboðssvik, verður þingfest í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2014 10:41
„Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04