Jóhann Björn Sigurbjörnsson stórbætti eigið met í 100 metra hlaupi karla á 72. Vormóti ÍR sem haldið var í gærkvöldi en hann kom í mark á 10,71 sekúndum.
Besti tími Jóhanns Björns fyrir gærkvöldið var 10,99 sem hann náði á Vormóti HSK þann 17. maí síðastliðinn. Tími Jóhanns í gærkvöldi er 7. besti tíminn frá upphafi í 100 metra hlaupi hér á landi og sá besti frá árinu 2000.
Með því bætti hann piltamet Jóns Arnars Magnússonar sem hann setti í Krefeld og hafði staðið allt frá árinu 1988. Kolbeinn Höður Gunnarsson, UFA kom annar í mark á 10,83 sek.
Aníta Hinriksdóttir úr ÍR var öruggur sigurvegari í 800 metra hlaupi kvenna en hún kom í mark á rétt rúmlega tveimur mínútum. Fór Aníta fyrri hringinn á mínútu en þann seinni á rúmlega mínútu.
Hlynur Andrésson úr ÍR sigraði í 3000m minningarhlaupi um Jón Kaldal, einn fyrsta afreksmann okkar Íslendinga. Hlynur kom í mark á 8:44;66, rúmlega hálfri mínútu á undan Guðna Páli Pálssyni sem kom næstur á eftir honum.
Heilt yfir var mikið var um bætingar á mótinu og var frálsíþróttafólkið sýnilega í fínu formi fyrir Evrópukeppni landsliða eftir 10 daga. Það voru þó nokkrir íþróttamenn sem ákváðu að hvíla eftir fjölþrautarkeppnina sem fór fram um síðustu helgi.
Jóhann Björn stórbætti eigið met
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið






Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn


Steinunn hætt í landsliðinu
Handbolti

Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn
