Tesla hyggst framleiða í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2014 14:30 Tesla Model S rafmagnsbíllinn. Áform eru uppi hjá bandaríska rafmagnsbílaframleiðandanum Tesla að opna samsetningarverksmiðju í Evrópu. Ekki er tiltekið í hvaða landi það verður gert. Elon Musk forstjóri Tesla telur að þegar sala Tesla bíla verði komin í 160.000 bíla á ári sé einmitt kominn tími á að opna verksmiðju í Evrópu og þegar hún fer að nálgast 500.000 bíla sé ástæða til að opna einnig verksmiðju í Kína. Tesla ætlar einnig að setja upp rannsóknar- og þróunarstöð í Bretlandi, annaðhvort á næsta ári eða árið 2016. Í Tilburg í Hollandi eru nú rafhlöður settar í þá Tesla bíla sem seldir eru í Evrópu og þar ætlar Tesla að stækka verulega við sig á næstunni. Tesla ætlar að auka sölu Tesla bíla um 56% á þessu ári. Fyrstu 4 mánuði ársins hefur Tesla selt 3.467 bíla í Evrópu, en á sama tíma seldust 2.050 Tesla bílar í Bandaríkjunum. Elon Musk telur að með tímanum muni álíka mikið seljast af bílum í Evrópu, Bandaríkjunum og í Kína og önnur svæði í heiminum bæti að auki umtalsvert við söluna. Tesla mun kynna jepplinginn Model X á öðrum árfjórðungi næsta árs og sá bíll muni auka sölu fyrirtækisins til muna. Eftir um 3 ár mun Tesla síðan hefja sölu á minni og ódýrari fólksbíl en núverandi Model S og verður kaupverð hans um 4,8 milljónir króna í Bandaríkjunum. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent
Áform eru uppi hjá bandaríska rafmagnsbílaframleiðandanum Tesla að opna samsetningarverksmiðju í Evrópu. Ekki er tiltekið í hvaða landi það verður gert. Elon Musk forstjóri Tesla telur að þegar sala Tesla bíla verði komin í 160.000 bíla á ári sé einmitt kominn tími á að opna verksmiðju í Evrópu og þegar hún fer að nálgast 500.000 bíla sé ástæða til að opna einnig verksmiðju í Kína. Tesla ætlar einnig að setja upp rannsóknar- og þróunarstöð í Bretlandi, annaðhvort á næsta ári eða árið 2016. Í Tilburg í Hollandi eru nú rafhlöður settar í þá Tesla bíla sem seldir eru í Evrópu og þar ætlar Tesla að stækka verulega við sig á næstunni. Tesla ætlar að auka sölu Tesla bíla um 56% á þessu ári. Fyrstu 4 mánuði ársins hefur Tesla selt 3.467 bíla í Evrópu, en á sama tíma seldust 2.050 Tesla bílar í Bandaríkjunum. Elon Musk telur að með tímanum muni álíka mikið seljast af bílum í Evrópu, Bandaríkjunum og í Kína og önnur svæði í heiminum bæti að auki umtalsvert við söluna. Tesla mun kynna jepplinginn Model X á öðrum árfjórðungi næsta árs og sá bíll muni auka sölu fyrirtækisins til muna. Eftir um 3 ár mun Tesla síðan hefja sölu á minni og ódýrari fólksbíl en núverandi Model S og verður kaupverð hans um 4,8 milljónir króna í Bandaríkjunum.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent