Tesla hyggst framleiða í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2014 14:30 Tesla Model S rafmagnsbíllinn. Áform eru uppi hjá bandaríska rafmagnsbílaframleiðandanum Tesla að opna samsetningarverksmiðju í Evrópu. Ekki er tiltekið í hvaða landi það verður gert. Elon Musk forstjóri Tesla telur að þegar sala Tesla bíla verði komin í 160.000 bíla á ári sé einmitt kominn tími á að opna verksmiðju í Evrópu og þegar hún fer að nálgast 500.000 bíla sé ástæða til að opna einnig verksmiðju í Kína. Tesla ætlar einnig að setja upp rannsóknar- og þróunarstöð í Bretlandi, annaðhvort á næsta ári eða árið 2016. Í Tilburg í Hollandi eru nú rafhlöður settar í þá Tesla bíla sem seldir eru í Evrópu og þar ætlar Tesla að stækka verulega við sig á næstunni. Tesla ætlar að auka sölu Tesla bíla um 56% á þessu ári. Fyrstu 4 mánuði ársins hefur Tesla selt 3.467 bíla í Evrópu, en á sama tíma seldust 2.050 Tesla bílar í Bandaríkjunum. Elon Musk telur að með tímanum muni álíka mikið seljast af bílum í Evrópu, Bandaríkjunum og í Kína og önnur svæði í heiminum bæti að auki umtalsvert við söluna. Tesla mun kynna jepplinginn Model X á öðrum árfjórðungi næsta árs og sá bíll muni auka sölu fyrirtækisins til muna. Eftir um 3 ár mun Tesla síðan hefja sölu á minni og ódýrari fólksbíl en núverandi Model S og verður kaupverð hans um 4,8 milljónir króna í Bandaríkjunum. Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent
Áform eru uppi hjá bandaríska rafmagnsbílaframleiðandanum Tesla að opna samsetningarverksmiðju í Evrópu. Ekki er tiltekið í hvaða landi það verður gert. Elon Musk forstjóri Tesla telur að þegar sala Tesla bíla verði komin í 160.000 bíla á ári sé einmitt kominn tími á að opna verksmiðju í Evrópu og þegar hún fer að nálgast 500.000 bíla sé ástæða til að opna einnig verksmiðju í Kína. Tesla ætlar einnig að setja upp rannsóknar- og þróunarstöð í Bretlandi, annaðhvort á næsta ári eða árið 2016. Í Tilburg í Hollandi eru nú rafhlöður settar í þá Tesla bíla sem seldir eru í Evrópu og þar ætlar Tesla að stækka verulega við sig á næstunni. Tesla ætlar að auka sölu Tesla bíla um 56% á þessu ári. Fyrstu 4 mánuði ársins hefur Tesla selt 3.467 bíla í Evrópu, en á sama tíma seldust 2.050 Tesla bílar í Bandaríkjunum. Elon Musk telur að með tímanum muni álíka mikið seljast af bílum í Evrópu, Bandaríkjunum og í Kína og önnur svæði í heiminum bæti að auki umtalsvert við söluna. Tesla mun kynna jepplinginn Model X á öðrum árfjórðungi næsta árs og sá bíll muni auka sölu fyrirtækisins til muna. Eftir um 3 ár mun Tesla síðan hefja sölu á minni og ódýrari fólksbíl en núverandi Model S og verður kaupverð hans um 4,8 milljónir króna í Bandaríkjunum.
Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent