Massive Attack heillaði Spánverja í síðustu viku Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. júní 2014 10:09 Sveitin þótti standa sig frábæra í síðustu viku. Vísir/Getty Hljómsveitin Massive Attack, sem spilar á Secret Solstice hátíðinni á laugardaginn, fékk mikið lof erlendra fjölmiðla fyrir frammistöðu sína á SonarClub 15 hátíðinni sem fór fram í Barcelona í síðustu viku. Hljómsveitin kom fram á laugardagskvöldinu og er það samdóma álit bandarískra og spænskra fjölmiðla að sveitin hafi verið stórkostleg. Matt Medvert, blaðamaður Billboard, sagði: “Forspilið á lagi þeirra Teardrop sendi áhorfendur í hálfgert móðursýkiskast. Þegar upplífgandi rödd söngkonunnar og mjúkir hljómar byrjuðu að heyrast, brutust út gífurleg fagnaðarlæti á meðal tónleikagesta.” Tryllingur áhorfenda var umfjöllunarefni fleiri fjölmiðla. Paloma Ruiz, blaðamaður spænska miðilsins Melty.es sagði: “Salurinn hreinlega trylltist þegar Massive Attack stigu á svið. Salurinn nötraði við öflugan taktinn er þeir spila lag sitt Risingson og söngur Robert Del Naja var hreint út sagt stórbrotinn.” Diego Penzo Vivas, blaðamaður El Universal á Spáni tók í sama streng: „Flutningur Massive Attack var stórkostlegur, dáleiðandi og tignarlegur og hélt áhorfendum spenntum frá upphafi til enda. Það var auðvelt að sjá ánægjuna á andliti tónleikagesta, þetta var frábær skemmtun.“ Sveitin spilar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice og kemur fram á laugardagskvöldinu, á aðalsviði hátíðarinnar. Massive Attack var stofnuð árið 1988 í borginni Bristol á Englandi. Sveitin hefur unnið til fjölda verðlauna, þar með talið tveggja verðlauna á MTV tónlistarhátíðinni. Plötur sveitarinnar hafa selst vel, yfir 11 milljónir hafa selst um allan heim. Meðmlimir sveitarinnar eru Robert Del Naja og Grant Marshall. Hér að neðan má sjá myndband sveitarinnar við lagið Teardrop, sem hefur notið gífurlegra vinsælda. Sónar Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Hljómsveitin Massive Attack, sem spilar á Secret Solstice hátíðinni á laugardaginn, fékk mikið lof erlendra fjölmiðla fyrir frammistöðu sína á SonarClub 15 hátíðinni sem fór fram í Barcelona í síðustu viku. Hljómsveitin kom fram á laugardagskvöldinu og er það samdóma álit bandarískra og spænskra fjölmiðla að sveitin hafi verið stórkostleg. Matt Medvert, blaðamaður Billboard, sagði: “Forspilið á lagi þeirra Teardrop sendi áhorfendur í hálfgert móðursýkiskast. Þegar upplífgandi rödd söngkonunnar og mjúkir hljómar byrjuðu að heyrast, brutust út gífurleg fagnaðarlæti á meðal tónleikagesta.” Tryllingur áhorfenda var umfjöllunarefni fleiri fjölmiðla. Paloma Ruiz, blaðamaður spænska miðilsins Melty.es sagði: “Salurinn hreinlega trylltist þegar Massive Attack stigu á svið. Salurinn nötraði við öflugan taktinn er þeir spila lag sitt Risingson og söngur Robert Del Naja var hreint út sagt stórbrotinn.” Diego Penzo Vivas, blaðamaður El Universal á Spáni tók í sama streng: „Flutningur Massive Attack var stórkostlegur, dáleiðandi og tignarlegur og hélt áhorfendum spenntum frá upphafi til enda. Það var auðvelt að sjá ánægjuna á andliti tónleikagesta, þetta var frábær skemmtun.“ Sveitin spilar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice og kemur fram á laugardagskvöldinu, á aðalsviði hátíðarinnar. Massive Attack var stofnuð árið 1988 í borginni Bristol á Englandi. Sveitin hefur unnið til fjölda verðlauna, þar með talið tveggja verðlauna á MTV tónlistarhátíðinni. Plötur sveitarinnar hafa selst vel, yfir 11 milljónir hafa selst um allan heim. Meðmlimir sveitarinnar eru Robert Del Naja og Grant Marshall. Hér að neðan má sjá myndband sveitarinnar við lagið Teardrop, sem hefur notið gífurlegra vinsælda.
Sónar Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”