Aron: Starfið passar vel með landsliðinu 19. júní 2014 13:30 Aron Kristjánsson verður áfram landsliðsþjálfari. Vísir/getty „Ákvörðunin var endanlega tekin í síðustu viku en svo var þetta formlega klárað í dag,“ segir AronKristjánsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í viðtali við Vísi en hann gekk frá þriggja ára samningi við danska liðið KIF Kolding í dag sem hann gerði að meisturum í vor. Aron var kynntur til sögunnar á blaðamannafundi í dag ásamt aðstoðarþjálfurum sínum, Henrik Kronborg og BilalSunam, sem stýra liðinu á sitthvorum staðnum. KIF æfir í Kaupmannahöfn annars vegar og Kolding hinsvegar.Jens Boesen, framkvæmdastjóri KIF Kolding, fór mikinn á blaðamannafundinum og hélt hálftíma einræðu áður en nokkur maður komst að. Hann kynnti nýja styrktaraðila, nýja þjálfara, nýja leikmenn og kvaddi þá sem hverfa nú á braut frá liðinu. „Þetta var hans dagur. Það er hefð hjá honum að vera með svona blaðamannafund einu sinni á ári. Hann tilkynnir ekki neitt fyrr en á þessum fundi. Það er bara gaman að þessu,“ segir Aron við Vísi. Aron var ráðinn þjálfari KIF Kolding tímabundið í febrúar þegar þáverandi þjálfari þess veiktist. Árangurinn var framúrskarandi en hann gerði það að tvöföldum meisturum í Danmörku. Eðlilega vildi liðið halda honum lengur og hefur tilboð verið lengi á borðinu.Vill halda áfram með landsliðið „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Þetta er flottur klúbbur sem mér finnst passa vel með þjálfun landsliðsins. Ég hef áhuga á að halda áfram með landsliðið þó samningurinn renni út í apríl á næsta ári. Það hefur verið umræða innan sambandsins um að framlengja hann,“ segir Aron sem hefur ekki áhyggjur af því að nýja starfið trufli hann við þjálfun íslenska landsliðsins. „Eftir að hafa verið þarna í nokkra mánuði finnst mér þetta passa vel saman. Ég er með sterka aðstoðarþjálfara á sitthvorum staðnum sem er hægt að nýta. Ég fann það alveg þegar ég kom heim, þrátt fyrir að hafa farið alla leið í mótunum í Danmörku og unnið báða titlana, að ég var ferskur,“ segir Aron. Undirbúningur KIF Kolding hefst 22. júlí og vonast Aron til að stjörnuleikmenn liðsins á borð við Kim Anderson og LasseBoesen verði orðnir heilir af meiðslum sínum en Aron vann titlana án þeirra sem og fleiri sterkra leikmanna sem einnig voru frá vegna meiðsla. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron gerði þriggja ára samning við Kolding Landsliðsþjálfarinn var kynntur til leiks hjá danska meistaraliðinu. 19. júní 2014 10:48 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
„Ákvörðunin var endanlega tekin í síðustu viku en svo var þetta formlega klárað í dag,“ segir AronKristjánsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í viðtali við Vísi en hann gekk frá þriggja ára samningi við danska liðið KIF Kolding í dag sem hann gerði að meisturum í vor. Aron var kynntur til sögunnar á blaðamannafundi í dag ásamt aðstoðarþjálfurum sínum, Henrik Kronborg og BilalSunam, sem stýra liðinu á sitthvorum staðnum. KIF æfir í Kaupmannahöfn annars vegar og Kolding hinsvegar.Jens Boesen, framkvæmdastjóri KIF Kolding, fór mikinn á blaðamannafundinum og hélt hálftíma einræðu áður en nokkur maður komst að. Hann kynnti nýja styrktaraðila, nýja þjálfara, nýja leikmenn og kvaddi þá sem hverfa nú á braut frá liðinu. „Þetta var hans dagur. Það er hefð hjá honum að vera með svona blaðamannafund einu sinni á ári. Hann tilkynnir ekki neitt fyrr en á þessum fundi. Það er bara gaman að þessu,“ segir Aron við Vísi. Aron var ráðinn þjálfari KIF Kolding tímabundið í febrúar þegar þáverandi þjálfari þess veiktist. Árangurinn var framúrskarandi en hann gerði það að tvöföldum meisturum í Danmörku. Eðlilega vildi liðið halda honum lengur og hefur tilboð verið lengi á borðinu.Vill halda áfram með landsliðið „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Þetta er flottur klúbbur sem mér finnst passa vel með þjálfun landsliðsins. Ég hef áhuga á að halda áfram með landsliðið þó samningurinn renni út í apríl á næsta ári. Það hefur verið umræða innan sambandsins um að framlengja hann,“ segir Aron sem hefur ekki áhyggjur af því að nýja starfið trufli hann við þjálfun íslenska landsliðsins. „Eftir að hafa verið þarna í nokkra mánuði finnst mér þetta passa vel saman. Ég er með sterka aðstoðarþjálfara á sitthvorum staðnum sem er hægt að nýta. Ég fann það alveg þegar ég kom heim, þrátt fyrir að hafa farið alla leið í mótunum í Danmörku og unnið báða titlana, að ég var ferskur,“ segir Aron. Undirbúningur KIF Kolding hefst 22. júlí og vonast Aron til að stjörnuleikmenn liðsins á borð við Kim Anderson og LasseBoesen verði orðnir heilir af meiðslum sínum en Aron vann titlana án þeirra sem og fleiri sterkra leikmanna sem einnig voru frá vegna meiðsla.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron gerði þriggja ára samning við Kolding Landsliðsþjálfarinn var kynntur til leiks hjá danska meistaraliðinu. 19. júní 2014 10:48 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Aron gerði þriggja ára samning við Kolding Landsliðsþjálfarinn var kynntur til leiks hjá danska meistaraliðinu. 19. júní 2014 10:48