Gunnar Nelson orðinn pabbi: „Það eru allir í skýjunum“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. júní 2014 12:34 Hér eru Gunnar og Auður saman. Bardagakappinn Gunnar Nelson og kærastan hans Auður Ómarsdóttir eignuðust dreng í fyrradag. Hann vó tæpar 12 merkur og kom í heiminn aðeins á undan áætlun. Auður tilkynnti vinum sínum á Facebook um fæðinguna og sagði: „Foreldrarnir að rifna úr stolti og ást.“ Auður er myndlistarkona og leikkona og hefur æft bardagaíþróttir af kappi við hlið kærasta síns í Mjölni síðustu ár. Hún var í viðtali í Fréttablaðinu og Vísi í mars og sagði þá: „Bardagalistir eru eins og myndlist, maður getur upplifað fullkomið frelsi innan hvors tveggja, líkamlegt og andlegt. Þú ert alltaf að læra og verða betri og að finna leiðir sem henta þér betur, en á sama tíma staddur í algjörri óvissu og spuna. Í slíku sköpunarflæði finnur maður fyrir miklu sjálfstæði sem einstaklingur og það er góð tilfinning,“ segir Auður.Hér má sjá Auði frá því í mars. Hún stundar myndlist og leiklist.„Stemningin er mjög góð,“ segir segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars og einnig nýbakaður afi. „Hann kom í fyrra lagi en hann lítur vel út og það eru allir í skýjunum,“ bætir hann við. Gunnar æfir nú af kappi fyrir bardaga sem fer fram í Dublin þann 19. júlí við Zach Cummings. „Við í Mjölni fáum á morgun til okkar Connor McGregor og John Kavanagh til okkar á morgun og mun Gunnar æfa með þeim fram að bardaga,“ útskýrir Haraldur. McGregor er einnig að berjast í Dublin þann 19. júlí og keppir gegn Cole Miller í stærsta bardaga kvöldsins. „Bardagi Gunnars er næst stærsti bardagi kvöldsins, þannig við verðum með menn úr tveimur stærstu bardögunum að æfa hjá okkur í Mjölni,“ segir Haraldur að lokum.Haraldur Dean og Gunnar eru flottir feðgar. Þeir vinna náið saman. Nú bætist þriðji kappinn í hópinn. Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson og kærastan hans Auður Ómarsdóttir eignuðust dreng í fyrradag. Hann vó tæpar 12 merkur og kom í heiminn aðeins á undan áætlun. Auður tilkynnti vinum sínum á Facebook um fæðinguna og sagði: „Foreldrarnir að rifna úr stolti og ást.“ Auður er myndlistarkona og leikkona og hefur æft bardagaíþróttir af kappi við hlið kærasta síns í Mjölni síðustu ár. Hún var í viðtali í Fréttablaðinu og Vísi í mars og sagði þá: „Bardagalistir eru eins og myndlist, maður getur upplifað fullkomið frelsi innan hvors tveggja, líkamlegt og andlegt. Þú ert alltaf að læra og verða betri og að finna leiðir sem henta þér betur, en á sama tíma staddur í algjörri óvissu og spuna. Í slíku sköpunarflæði finnur maður fyrir miklu sjálfstæði sem einstaklingur og það er góð tilfinning,“ segir Auður.Hér má sjá Auði frá því í mars. Hún stundar myndlist og leiklist.„Stemningin er mjög góð,“ segir segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars og einnig nýbakaður afi. „Hann kom í fyrra lagi en hann lítur vel út og það eru allir í skýjunum,“ bætir hann við. Gunnar æfir nú af kappi fyrir bardaga sem fer fram í Dublin þann 19. júlí við Zach Cummings. „Við í Mjölni fáum á morgun til okkar Connor McGregor og John Kavanagh til okkar á morgun og mun Gunnar æfa með þeim fram að bardaga,“ útskýrir Haraldur. McGregor er einnig að berjast í Dublin þann 19. júlí og keppir gegn Cole Miller í stærsta bardaga kvöldsins. „Bardagi Gunnars er næst stærsti bardagi kvöldsins, þannig við verðum með menn úr tveimur stærstu bardögunum að æfa hjá okkur í Mjölni,“ segir Haraldur að lokum.Haraldur Dean og Gunnar eru flottir feðgar. Þeir vinna náið saman. Nú bætist þriðji kappinn í hópinn.
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira