Tíu árum á undan Google Stefán Óli Jónsson skrifar 2. júní 2014 09:44 Hér má sjá hvernig gleraugun litu út. Mynd/dyson Hið stafræna landslag væri eflaust töluvert ólíkt því sem við þekkjum ef fyrirtækið Dyson, sem einna helst er þekkt fyrir þróun á nýstárlegum ryksugum og handþurrkum, hefði ekki ákveðið að leggja frumgerð sína af starfrænum gleraugum á hilluna árið 2001. Fyrirtækið birti myndir af gleraugunum í tilefni af 21 árs afmæli fyrirtækisins nú á dögunum. Þróun The Dyson Halo, sem gæti útlagst sem „Dyon geislabaugurinn“ á íslensku, hófst árið 2001 en frumgerðin hafði öll helstu einkenni þeirra gleraugna sem Google, Epsom og Vuzix hafa sett á markað á síðustu misserum.Gleraugun hvíldu á spöng sem fór aftur fyrir hnakkann og voru drifin áfram af lítilli tölvu ekki ósvipaðri gamaldags vasadiskói. Geislabaugurinn notaði spegla til að varpa tveimur skjám inn á sjónsvið notandans og birtust þeir þeim sem gekk með gleraugun sem tíu tommu skjár í um eins metra fjarlægð. Gleraugun notuðust einnig við einfalt raddskipunarkerfi, ekki ósvipað Siri í vörum Apple og Google Now. Þróun Geislabaugsins stóð yfir í þrjú ár en var að lokum hætt í kjölfar stefnubreytingar hjá fyrirtækinu og aukna áherslu þess á Bandaríkjamarkað. Google kynnti fyrst gleraugu sín til sögunnar árið 2011 og því má gera sér í hugurlund að Dyson hefði getað hrifsað til sín starfræna gleraugnamarkaðinn ef þau hjá fyrirtækinu hefðu ekki beint sjónum sínum annað.Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Wired. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hið stafræna landslag væri eflaust töluvert ólíkt því sem við þekkjum ef fyrirtækið Dyson, sem einna helst er þekkt fyrir þróun á nýstárlegum ryksugum og handþurrkum, hefði ekki ákveðið að leggja frumgerð sína af starfrænum gleraugum á hilluna árið 2001. Fyrirtækið birti myndir af gleraugunum í tilefni af 21 árs afmæli fyrirtækisins nú á dögunum. Þróun The Dyson Halo, sem gæti útlagst sem „Dyon geislabaugurinn“ á íslensku, hófst árið 2001 en frumgerðin hafði öll helstu einkenni þeirra gleraugna sem Google, Epsom og Vuzix hafa sett á markað á síðustu misserum.Gleraugun hvíldu á spöng sem fór aftur fyrir hnakkann og voru drifin áfram af lítilli tölvu ekki ósvipaðri gamaldags vasadiskói. Geislabaugurinn notaði spegla til að varpa tveimur skjám inn á sjónsvið notandans og birtust þeir þeim sem gekk með gleraugun sem tíu tommu skjár í um eins metra fjarlægð. Gleraugun notuðust einnig við einfalt raddskipunarkerfi, ekki ósvipað Siri í vörum Apple og Google Now. Þróun Geislabaugsins stóð yfir í þrjú ár en var að lokum hætt í kjölfar stefnubreytingar hjá fyrirtækinu og aukna áherslu þess á Bandaríkjamarkað. Google kynnti fyrst gleraugu sín til sögunnar árið 2011 og því má gera sér í hugurlund að Dyson hefði getað hrifsað til sín starfræna gleraugnamarkaðinn ef þau hjá fyrirtækinu hefðu ekki beint sjónum sínum annað.Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Wired.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira