Google fjárfestir í 180 gervitunglum Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júní 2014 11:04 Visir/afp Tæknirisinn Google fyrirhugar að fjárfesta í 180 gervihnöttum til að bæta aðgengi heimsbyggðarinnar að internetinu. Þetta kemur fram í frétt Tech Times um málið. Áætlaður kostnaður við kaupin er talinn hlaupa á bilinu einum til þremur milljörðum bandaríkjadala eða 115 til 345 milljörðum íslenskra króna. Gervitunglin munu koma til með að vera á sporbaug um jörðina í minni hæð en önnur gervitungl. Samkvæmt talskonu Google hefur einungis þriðjungur jarðarbúa aðgang að internetinu, þrátt fyrir að það auðveldi daglegt líf manna svo um munar. Rétt eins og keppinautur fyrirtækisins, Facebook, reynir Google nú fullum fetum að auka internetnotkun heimsbyggðarinnar og hafa þau í æ ríkari mæli beint sjónum sínum að vanþróaðri ríkjum heimsins. Markmiðið er að veraldarvefurinn geti loks farið að bera nafn með rentu. Fyrir ári síðan kynnti Google til sögunnar Project Loon verkefnið sem byggði á notkun sólarorkuknúinna blaðra með það að markmiði að bæta internetaðgengi heimsins en lækkandi gervihnattakostnaður hefur beint fyrirtækinu á fyrrgreinda fjárfestingarbraut. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Tæknirisinn Google fyrirhugar að fjárfesta í 180 gervihnöttum til að bæta aðgengi heimsbyggðarinnar að internetinu. Þetta kemur fram í frétt Tech Times um málið. Áætlaður kostnaður við kaupin er talinn hlaupa á bilinu einum til þremur milljörðum bandaríkjadala eða 115 til 345 milljörðum íslenskra króna. Gervitunglin munu koma til með að vera á sporbaug um jörðina í minni hæð en önnur gervitungl. Samkvæmt talskonu Google hefur einungis þriðjungur jarðarbúa aðgang að internetinu, þrátt fyrir að það auðveldi daglegt líf manna svo um munar. Rétt eins og keppinautur fyrirtækisins, Facebook, reynir Google nú fullum fetum að auka internetnotkun heimsbyggðarinnar og hafa þau í æ ríkari mæli beint sjónum sínum að vanþróaðri ríkjum heimsins. Markmiðið er að veraldarvefurinn geti loks farið að bera nafn með rentu. Fyrir ári síðan kynnti Google til sögunnar Project Loon verkefnið sem byggði á notkun sólarorkuknúinna blaðra með það að markmiði að bæta internetaðgengi heimsins en lækkandi gervihnattakostnaður hefur beint fyrirtækinu á fyrrgreinda fjárfestingarbraut.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira