Ég veit alltaf hvað þú vilt! Guðni Gunnarsson skrifar 8. júní 2014 10:00 Þú býrð yfir mættinum til að breyta Mynd/getty Þú veist það líka! Þú opinberar þig á hverju andartaki í líkamlegri afstöðu, með klæðaburði, orðanotkun, mataræði, lífsháttum, vinum, óvinum, heimili, börnum, fjölskyldu, atvinnu og þannig mætti lengi telja. Þú vilt allt sem þú ert, allt sem þú hefur, allt sem hefur gerst í lífi þínu.Þú vilt allt sem þú hefur. Ef þú gerir það ekki – þá ertu fórnarlamb! „Ef" og „hefði" eru ástarljóð fórnarlambsins og flest okkar yrkjum við nokkur slík á hverjum einasta degi. Hér væri hægt að segja: „Því miður er staðreyndin sú að þú berð fulla ábyrgð á öllu í lífi þínu!"En ég segi það ekki. Ég segi: „Blessunarlega er allt í þínu lífi á þína ábyrgð." Blessunarlega – því að lífið er ekki þér að kenna heldur þér að þakka, með öllum skemmtilegu snúningunum og ávinningunum og öllum „leiðinlegu" aukahlutunum. Blessunarlega vegna þess að þú býrð yfir mættinum til að breyta, snúa baki við van- sældinni og stíga örugg skref í átt til velsældar. Aðeins þú. Enginn annar. Engin önnur manneskja býr yfir mættinum til að breyta lífi þínu þannig að þú öðlist frið, blessun og hamingju. Engar aðstæður gera það heldur – ekki ný vinna, nýr bíll, nýr gjaldmiðill, nýtt barn, nýr maki, nýr gítar, nýr hátæknisími, nýtt hús, lengri utanlandsferð eða lengra sumarfrí. Allt sem í heiminum býr er tímabundið, því jafnvel þótt þú getir öðlast tímabundna fróun þegar þú flytur inn í nýja einbýlishúsið kemur bráðlega að því að nýjabrumið hverfur af því – það kemur að því að skortdýrið fer aftur á kreik í leit að einhverju nýju til að plástra sárið og breiða yfir óþreyjuna. Þegar-veikin fer aftur af stað: „Þegar ég fæ launahækkun þá verður allt betra ..." Þú býrð yfir mættinum til að breyta þínu lífi. Enginn annar og ekkert annað hefur þann mátt. Til að bæta enn frekar við góðu fréttirnar get ég sagt þetta: „Verkefnið er svo einfalt! Í staðinn fyrir að breyta öllum heiminum velurðu aðeins að breyta eigin viðhorfum og afstöðu til sjálfs þín." Það eina sem þú þarft að gera er að veita því athygli sem þú sannarlega vilt og þannig hættirðu að veita því athygli sem þú vilt ekki! Og kraftaverkið gerist. Heimurinn þinn breytist. Svona einfalt er það. Heilsa Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Þú veist það líka! Þú opinberar þig á hverju andartaki í líkamlegri afstöðu, með klæðaburði, orðanotkun, mataræði, lífsháttum, vinum, óvinum, heimili, börnum, fjölskyldu, atvinnu og þannig mætti lengi telja. Þú vilt allt sem þú ert, allt sem þú hefur, allt sem hefur gerst í lífi þínu.Þú vilt allt sem þú hefur. Ef þú gerir það ekki – þá ertu fórnarlamb! „Ef" og „hefði" eru ástarljóð fórnarlambsins og flest okkar yrkjum við nokkur slík á hverjum einasta degi. Hér væri hægt að segja: „Því miður er staðreyndin sú að þú berð fulla ábyrgð á öllu í lífi þínu!"En ég segi það ekki. Ég segi: „Blessunarlega er allt í þínu lífi á þína ábyrgð." Blessunarlega – því að lífið er ekki þér að kenna heldur þér að þakka, með öllum skemmtilegu snúningunum og ávinningunum og öllum „leiðinlegu" aukahlutunum. Blessunarlega vegna þess að þú býrð yfir mættinum til að breyta, snúa baki við van- sældinni og stíga örugg skref í átt til velsældar. Aðeins þú. Enginn annar. Engin önnur manneskja býr yfir mættinum til að breyta lífi þínu þannig að þú öðlist frið, blessun og hamingju. Engar aðstæður gera það heldur – ekki ný vinna, nýr bíll, nýr gjaldmiðill, nýtt barn, nýr maki, nýr gítar, nýr hátæknisími, nýtt hús, lengri utanlandsferð eða lengra sumarfrí. Allt sem í heiminum býr er tímabundið, því jafnvel þótt þú getir öðlast tímabundna fróun þegar þú flytur inn í nýja einbýlishúsið kemur bráðlega að því að nýjabrumið hverfur af því – það kemur að því að skortdýrið fer aftur á kreik í leit að einhverju nýju til að plástra sárið og breiða yfir óþreyjuna. Þegar-veikin fer aftur af stað: „Þegar ég fæ launahækkun þá verður allt betra ..." Þú býrð yfir mættinum til að breyta þínu lífi. Enginn annar og ekkert annað hefur þann mátt. Til að bæta enn frekar við góðu fréttirnar get ég sagt þetta: „Verkefnið er svo einfalt! Í staðinn fyrir að breyta öllum heiminum velurðu aðeins að breyta eigin viðhorfum og afstöðu til sjálfs þín." Það eina sem þú þarft að gera er að veita því athygli sem þú sannarlega vilt og þannig hættirðu að veita því athygli sem þú vilt ekki! Og kraftaverkið gerist. Heimurinn þinn breytist. Svona einfalt er það.
Heilsa Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira