Guðmundur sefur illa á nóttunni 30. maí 2014 10:45 Guðmundur svekktur eftir að hafa misst af titlinum. vísir/getty Guðmundur Þórður Guðmundsson segist eiga erfitt með að sætta sig við að hafa misst af þýska meistaratitlinum í hendur Kiel á lokadegi þýsku deildarinnar. Lið Guðmundar, Rhein-Necar Löwen, fór inn í lokaumferðina með sjö marka forskot á Kiel en missti það niður og tapaði titlinum að lokum með tveim mörkum. "Ef ég á að vera heiðarlegur þá hugsa ég enn mikið um hvernig við fórum að því að missa af titlinum. Ég sé fyrir mér augnablik úr leiknum gegn Gummersbach og frá tímabilinu. Ég sef illa á nóttunni og spyr sjálfan mig oft að því hvar mörkin séu sem kostuðu okkur meistaratitilinn," segir Guðmundur í viðtali á heimasíðu Löwen. Hann segist samt ekki geta kennt neinum um. Liðið hafi staðið sig frábærlega og þetta væri langbesta tímabil í sögu félagsins. "Þetta lið átti skilið að vinna titil í ár því við stóðum okkur nánast fullkomlega. Það var samt of lítið að vinna Gummersbach með aðeins fimm mörkum. Ég held að átta eða níu mörk hafi ekki verið nóg. Kiel vissi alltaf hvernig staðan var hjá okkur og hafði alltaf ákveðið frumkvæði þar sem þeirra leikur fór seinna af stað. Af hverju veit ég ekki." Blaðamaður Löwen spyr Guðmund að því hvort hann hafi talað við Dag Sigurðsson eða einhvern hjá Fuchse Berlin sem tapaði með 14 marka mun gegn Kiel. "Nei, en ég er vonsvikinn með þeirra frammistöðu. Við erum að tala um bikarmeistarana og liðið í fimmta sæti sem tapar svona illa gegn Kiel." Guðmundur var kosinn besti þjálfari deildarinnar og leikmenn hans - Andy Schmid og Niklas Landin - voru valdir besti leikmaður deildarinnar og besti markvörðurinn. "Miðað við þessa frammistöðu hefði verið eðlilegt að við hefðum unnið titilinn. Ég er mjög stoltur af liðinu og þá sérstaklega hvernig handbolta liðið spilaði. Strákarnir gáfu allt sem þeir áttu fram á lokamínútu. Ég hefði aldrei verið kosinn þjálfari ársins ef þessir drengir hefðu ekki verið svona magnaðir. Það var ekki erfitt að þjálfa þetta lið." Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur og lærisveinar hans tóku öll einstaklingsverðlaunin Þó svo Rhein-Neckar Löwen hafi misst naumlega af þýska meistaratitlinum um helgina þá tók félagið öll stærstu einstaklingsverðlaunin í deildinni. 26. maí 2014 16:00 Guðmundur: Það var grátið á laugardaginn Guðmundur Guðmundsson, fráfarandi þjálfari Rhein-Neckar Löwen, segir að það hefði verið dapurt að missa af meistaratitlinum í Þýskalandi vegna markatölu. 27. maí 2014 15:15 Kiel tókst hið ómögulega | Alfreð, Guðjón og Aron meistarar Kiel gerði sér lítið fyrir að varð í dag þýskur meistari í handbolta eftir ótrúlegan 37-23 sigur á Füchse Berlin. Á sama tíma lagði Rhein-Neckar Löwen Gummersbach 40-35. 24. maí 2014 15:52 Guðmundur: Einkennilegt fyrirkomulag Rhein-Neckar Löwen missti af þýska meistaratitlinum í handbolta eftir dramatíska lokaumferð í gær. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwen, er ekki sáttur með að markatala skuli ráða úrslitum, verði lið jöfn að stigum. 25. maí 2014 22:45 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Í beinni: Haukar - Fram | Nú mætast stálin stinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson segist eiga erfitt með að sætta sig við að hafa misst af þýska meistaratitlinum í hendur Kiel á lokadegi þýsku deildarinnar. Lið Guðmundar, Rhein-Necar Löwen, fór inn í lokaumferðina með sjö marka forskot á Kiel en missti það niður og tapaði titlinum að lokum með tveim mörkum. "Ef ég á að vera heiðarlegur þá hugsa ég enn mikið um hvernig við fórum að því að missa af titlinum. Ég sé fyrir mér augnablik úr leiknum gegn Gummersbach og frá tímabilinu. Ég sef illa á nóttunni og spyr sjálfan mig oft að því hvar mörkin séu sem kostuðu okkur meistaratitilinn," segir Guðmundur í viðtali á heimasíðu Löwen. Hann segist samt ekki geta kennt neinum um. Liðið hafi staðið sig frábærlega og þetta væri langbesta tímabil í sögu félagsins. "Þetta lið átti skilið að vinna titil í ár því við stóðum okkur nánast fullkomlega. Það var samt of lítið að vinna Gummersbach með aðeins fimm mörkum. Ég held að átta eða níu mörk hafi ekki verið nóg. Kiel vissi alltaf hvernig staðan var hjá okkur og hafði alltaf ákveðið frumkvæði þar sem þeirra leikur fór seinna af stað. Af hverju veit ég ekki." Blaðamaður Löwen spyr Guðmund að því hvort hann hafi talað við Dag Sigurðsson eða einhvern hjá Fuchse Berlin sem tapaði með 14 marka mun gegn Kiel. "Nei, en ég er vonsvikinn með þeirra frammistöðu. Við erum að tala um bikarmeistarana og liðið í fimmta sæti sem tapar svona illa gegn Kiel." Guðmundur var kosinn besti þjálfari deildarinnar og leikmenn hans - Andy Schmid og Niklas Landin - voru valdir besti leikmaður deildarinnar og besti markvörðurinn. "Miðað við þessa frammistöðu hefði verið eðlilegt að við hefðum unnið titilinn. Ég er mjög stoltur af liðinu og þá sérstaklega hvernig handbolta liðið spilaði. Strákarnir gáfu allt sem þeir áttu fram á lokamínútu. Ég hefði aldrei verið kosinn þjálfari ársins ef þessir drengir hefðu ekki verið svona magnaðir. Það var ekki erfitt að þjálfa þetta lið."
Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur og lærisveinar hans tóku öll einstaklingsverðlaunin Þó svo Rhein-Neckar Löwen hafi misst naumlega af þýska meistaratitlinum um helgina þá tók félagið öll stærstu einstaklingsverðlaunin í deildinni. 26. maí 2014 16:00 Guðmundur: Það var grátið á laugardaginn Guðmundur Guðmundsson, fráfarandi þjálfari Rhein-Neckar Löwen, segir að það hefði verið dapurt að missa af meistaratitlinum í Þýskalandi vegna markatölu. 27. maí 2014 15:15 Kiel tókst hið ómögulega | Alfreð, Guðjón og Aron meistarar Kiel gerði sér lítið fyrir að varð í dag þýskur meistari í handbolta eftir ótrúlegan 37-23 sigur á Füchse Berlin. Á sama tíma lagði Rhein-Neckar Löwen Gummersbach 40-35. 24. maí 2014 15:52 Guðmundur: Einkennilegt fyrirkomulag Rhein-Neckar Löwen missti af þýska meistaratitlinum í handbolta eftir dramatíska lokaumferð í gær. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwen, er ekki sáttur með að markatala skuli ráða úrslitum, verði lið jöfn að stigum. 25. maí 2014 22:45 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Í beinni: Haukar - Fram | Nú mætast stálin stinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Sjá meira
Guðmundur og lærisveinar hans tóku öll einstaklingsverðlaunin Þó svo Rhein-Neckar Löwen hafi misst naumlega af þýska meistaratitlinum um helgina þá tók félagið öll stærstu einstaklingsverðlaunin í deildinni. 26. maí 2014 16:00
Guðmundur: Það var grátið á laugardaginn Guðmundur Guðmundsson, fráfarandi þjálfari Rhein-Neckar Löwen, segir að það hefði verið dapurt að missa af meistaratitlinum í Þýskalandi vegna markatölu. 27. maí 2014 15:15
Kiel tókst hið ómögulega | Alfreð, Guðjón og Aron meistarar Kiel gerði sér lítið fyrir að varð í dag þýskur meistari í handbolta eftir ótrúlegan 37-23 sigur á Füchse Berlin. Á sama tíma lagði Rhein-Neckar Löwen Gummersbach 40-35. 24. maí 2014 15:52
Guðmundur: Einkennilegt fyrirkomulag Rhein-Neckar Löwen missti af þýska meistaratitlinum í handbolta eftir dramatíska lokaumferð í gær. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwen, er ekki sáttur með að markatala skuli ráða úrslitum, verði lið jöfn að stigum. 25. maí 2014 22:45