Körfubolti

Cleveland fékk fyrsta valrétt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cleveland-mennirnir David Griffin og Jeff Cohen voru ánægðir með niðurstöðuna.
Cleveland-mennirnir David Griffin og Jeff Cohen voru ánægðir með niðurstöðuna. Vísir/AP
Óhætt er að segja að Cleveland Cavaliers hafi duttið í lukkupottinn þegar hið svokallaða lotterí fyrir nýliðaval NBA-deildarinnar fór fram í gærkvöldi.

Cleveland átti aðeins 1,7 prósenta möguleika á því að fá fyrsta valrétt en það varð niðurstaðan. Þetta er annað árið í röð sem Cleveland fær fyrsta valrétt og í þriðja skiptið á síðustu fjórum árum.

Liðið hoppaði úr níunda sæti og munu líklega velja á milli framherjans Andrew Wiggins, miðherjans Joel Embiid og framherjans Jabari Parker.

Cleveland missti af úrslitakeppninni í vor og rak þjálfarann Mike Brown á dögunum. Nýr þjálfari hefur ekki verið ráðinn í hans stað.

„Þetta breytir öllu. Nýliðavalið hefur ekki verið jafn djúpt síðan LeBron James, Dwyane Wade, Chris Bosh og Carmelo Anthony komu inn í deildina,“ sagði Jeff Cohen, varastjórnarformaður Cleveland, og átti við nýliðavalið árið 2003. Þá átti Cleveland einnig fyrsta valrétt og valdi James.

Milwaukee Bucks, sem náði versta árangri allra liða í deildinni í vetur, fékk annan valrétt og Philadelphia 76ers þriðja.

Niðurstaðan:

1. Cleveland Cavaliers

2. Milwaukee Bucks

3. Philadelphia 76ers

4. Orlando Magic

5. Utah Jazz

6. Boston Celtics

7. Los Angeles Lakers

8. Sacramento Kings

9. Charlotte Hornets (frá Detroit Pistons)

10. Philadelphia 76ers (frá New Orleans Pelicans)

11. Denver Nuggets

12. Orlogo Magic (frá New York Knicks)

13. Minnesota Timberwolves

14. Phoenix Suns

15. Atlanta Hawks

16. Chicago Bulls (frá Charlotte Hornets)

17. Boston Celtics (frá Brooklyn Nets)

18. Phoenix Suns (frá Washington Wizards)

19. Chicago Bulls

20. Toronto Raptors

21. Oklahoma City Thunder (frá Dallas Mavericks, Houston Rockets og Los Angeles Lakers)

22. Memphis Grizzlies

23. Utah Jazz (frá Golden State Warriors)

24. Charlotte Hornets (frá Portland Trail Blazers)

25. Houston Rockets

26. Miami Heat

27. Phoenix Suns (frá Indiana Pacers)

28. Los Angeles Clippers

29. Oklahoma City Thunder

30. San Antonio Spurs

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×