Grafa græðlingar undan Samfylkingunni í Sandgerði? Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2014 13:41 Ólafur Þór Ólafsson er oddviti Samfylkingarinnar í Sandgerði VISIR/HREINN Töluverður styr hefur staðið um dreifingu Samfylkingarinnar í Sandgerði á birkigræðlingum til íbúa bæjarins. Græðlingarnir fylgdu með stefnuskrá flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar sem frambjóðendur hafa gengið með í hús á undanförnum dögum. Gunnhildur Ása Sigurðardóttir, sem rekur Gróðrastöðina Glitbrá í bænum, setti inn harðorða Facebook-færslu í gær þar sem hún gagnrýndi aðstandendur dreifingarinnar fyrir að hafa ekki verslað græðlingana í heimabyggð. Tóku margir íbúar bæjarins í sama streng og hófust miklar umræður við færsluna. Sáu aðstandendur framboðsins í Sandgerði sér þann einn kost vænstan að senda út tilkynningu þess efnis að flokkurinn hafi ekki verslað græðlingana utanbæjar, honum hafi hlotnast þeir sem styrkur. Ólafur Þór Ólafsson, oddviti Samfylkingarinnar í Sandgerði, segir þetta leiðindamál. „Við dreifðum græðlingum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar fyrir fjórum árum – og fyrir átta árum líka – til íbúa bæjarins,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. „Það var nú bara þannig að stuðningsaðili okkar læddi græðlingunum að okkur í þetta skiptið og við vildum leyfa bæjarbúum að njóta þeirra með okkur,“ segir Ólafur og þykir miður að aðstandendum gróðrastöðvarinnar telji hafa farið fram hjá sér. Hann vill ítreka það að Samfylkingin hvetur Sandgerðinga í hvítvetna að versla í heimabyggð. „Þegar þvi verður við komið,“ eins og segir í tilkynningunni. Í kjölfar tilkynningarinnar frá Samfylkingunni hefur Gunnhildur fjarlægt fyrrgreinda Facebook-færslu og beðist afsökunar á fljótfærni sinni á frétta- og upplýsingasíðu Sandgerðinga. Nú eru einungis niu dagar til sveitarstjórnarkosninga og því verður áhugavert að sjá hvort það verða græðlingarnir eða gagnrýnin sem ná að skjóta rótum í Sandgerðisbæ. Fésbókarfærslu S-listans í Sandgerði má sjá hér að neðan. Post by S-listinn í Sandgerði. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Töluverður styr hefur staðið um dreifingu Samfylkingarinnar í Sandgerði á birkigræðlingum til íbúa bæjarins. Græðlingarnir fylgdu með stefnuskrá flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar sem frambjóðendur hafa gengið með í hús á undanförnum dögum. Gunnhildur Ása Sigurðardóttir, sem rekur Gróðrastöðina Glitbrá í bænum, setti inn harðorða Facebook-færslu í gær þar sem hún gagnrýndi aðstandendur dreifingarinnar fyrir að hafa ekki verslað græðlingana í heimabyggð. Tóku margir íbúar bæjarins í sama streng og hófust miklar umræður við færsluna. Sáu aðstandendur framboðsins í Sandgerði sér þann einn kost vænstan að senda út tilkynningu þess efnis að flokkurinn hafi ekki verslað græðlingana utanbæjar, honum hafi hlotnast þeir sem styrkur. Ólafur Þór Ólafsson, oddviti Samfylkingarinnar í Sandgerði, segir þetta leiðindamál. „Við dreifðum græðlingum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar fyrir fjórum árum – og fyrir átta árum líka – til íbúa bæjarins,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. „Það var nú bara þannig að stuðningsaðili okkar læddi græðlingunum að okkur í þetta skiptið og við vildum leyfa bæjarbúum að njóta þeirra með okkur,“ segir Ólafur og þykir miður að aðstandendum gróðrastöðvarinnar telji hafa farið fram hjá sér. Hann vill ítreka það að Samfylkingin hvetur Sandgerðinga í hvítvetna að versla í heimabyggð. „Þegar þvi verður við komið,“ eins og segir í tilkynningunni. Í kjölfar tilkynningarinnar frá Samfylkingunni hefur Gunnhildur fjarlægt fyrrgreinda Facebook-færslu og beðist afsökunar á fljótfærni sinni á frétta- og upplýsingasíðu Sandgerðinga. Nú eru einungis niu dagar til sveitarstjórnarkosninga og því verður áhugavert að sjá hvort það verða græðlingarnir eða gagnrýnin sem ná að skjóta rótum í Sandgerðisbæ. Fésbókarfærslu S-listans í Sandgerði má sjá hér að neðan. Post by S-listinn í Sandgerði.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira