Erlendir svikahrappar halda vöku fyrir Íslendingum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2014 14:57 VISIR/AFP Undanfarið hafa símnotendur á Íslandi fengið undarlegar hringingar um miðjar nætur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ráðlagt Íslendingum að svara ekki þessum símtölum og ekki hringja í þau til baka. Grunur liggur á að hér séu á ferðinni erlendir svikahrappar sem reyna að hafa fé út úr íslenskum símanotendum þar sem tilgangurinn er að fá viðkomandi til að hringja tilbaka. Þeir sem fá þessar hringingar bera þó engan kostnað af þeim, jafnvel þótt þeim sé svarað. Númerin sem hringt er úr eru svokölluð gjaldnúmer og kostnaðurinn við að hringja í þau „væntanlega hár,“ eins og lögreglan komst að orði í Facebook-færslu sinni. Einnig hefur borið á því að íslenskir símnotendur fái SMS á bjagaðri íslensku þar sem þeir eru beðnir um að hringja í ákveðin númer. Þessi númer eru nær undantekningarlaust hágjaldanúmer sem dýrt er að hringja í. Fjölmargir hafa lýst upplifun sinni af þessum hringingum á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ljóst er að hringingar og sms-sendingar þrjótanna eru víðtækar. Hafa sumir jafnvel fengið á annan tug símtala frá númerum sem skráð eru víðsvegar um hnöttinn, allt frá Suður-Kóreu til Súrínam og gerir þessi gífurlega dreifing símanúmerana nær ómögulegt fyrir símafyrirtæki að loka á ákveðin númer. Þessar hringingar eru þó ekki bundnar við Ísland eða ákveðin símafélög, því fregnir berast af svipuðum málum víða um heim þessa dagana. Því er brýnt fyrir íslenskum símanotendum að bregðast ekki við slíkum vafasömum SMS-sendingum eða hringja í óþekkt erlend númer. Jafnframt er æskilegt að upplýsa eldri og yngri símaeigendur um hættuna sem því kann að fylga. Það eina sem hægt er að gera í stöðunni að svo stöddu er að setja símann á hljóðlausa stillingu á næturnar svo hægt sé að koma í veg fyrir truflun á nætursvefni. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu lögreglunnar og dæmi um óprúttna sms-sendingu. Post by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Súrínam Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira
Undanfarið hafa símnotendur á Íslandi fengið undarlegar hringingar um miðjar nætur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ráðlagt Íslendingum að svara ekki þessum símtölum og ekki hringja í þau til baka. Grunur liggur á að hér séu á ferðinni erlendir svikahrappar sem reyna að hafa fé út úr íslenskum símanotendum þar sem tilgangurinn er að fá viðkomandi til að hringja tilbaka. Þeir sem fá þessar hringingar bera þó engan kostnað af þeim, jafnvel þótt þeim sé svarað. Númerin sem hringt er úr eru svokölluð gjaldnúmer og kostnaðurinn við að hringja í þau „væntanlega hár,“ eins og lögreglan komst að orði í Facebook-færslu sinni. Einnig hefur borið á því að íslenskir símnotendur fái SMS á bjagaðri íslensku þar sem þeir eru beðnir um að hringja í ákveðin númer. Þessi númer eru nær undantekningarlaust hágjaldanúmer sem dýrt er að hringja í. Fjölmargir hafa lýst upplifun sinni af þessum hringingum á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ljóst er að hringingar og sms-sendingar þrjótanna eru víðtækar. Hafa sumir jafnvel fengið á annan tug símtala frá númerum sem skráð eru víðsvegar um hnöttinn, allt frá Suður-Kóreu til Súrínam og gerir þessi gífurlega dreifing símanúmerana nær ómögulegt fyrir símafyrirtæki að loka á ákveðin númer. Þessar hringingar eru þó ekki bundnar við Ísland eða ákveðin símafélög, því fregnir berast af svipuðum málum víða um heim þessa dagana. Því er brýnt fyrir íslenskum símanotendum að bregðast ekki við slíkum vafasömum SMS-sendingum eða hringja í óþekkt erlend númer. Jafnframt er æskilegt að upplýsa eldri og yngri símaeigendur um hættuna sem því kann að fylga. Það eina sem hægt er að gera í stöðunni að svo stöddu er að setja símann á hljóðlausa stillingu á næturnar svo hægt sé að koma í veg fyrir truflun á nætursvefni. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu lögreglunnar og dæmi um óprúttna sms-sendingu. Post by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
Súrínam Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira