Erkifjendur mætast á UFC 173 Pétur Marinó Jónsson skrifar 23. maí 2014 07:30 Renan Barao fagnar sigri á Urijah Faber. Vísir/Getty Í aðalbardaga UFC 173 á laugardagskvöldið mætast þeir Renan Barao og TJ Dillashaw. Barao keppir undir merkjum Nova União á meðan Dillashaw keppir fyrir hönd Team Alpha Male. Þetta verður fimmti titilbardaginn milli liðanna og alltaf hefur Nova União haft betur. UFC 173 er stjörnum prýtt bardagakvöld en bardagarnir fara fram í Las Vegas næstkomandi laugardagskvöld. Bardagarnir verða sýndir á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2 aðfaranótt sunnudags.Dana White, forseti UFC, hefur lofsungið Renan Barao gríðarlega á undanförnum mánuðum og telur hann vera einn besta bardagamann heims, pund fyrir pund, um þessar mundir. Þeir Barao og Dillashaw æfa báðir með tveimur af stærstu bardagaliðum heims, Nova União í Brasilíu (Barao) og Team Alpha Male í Bandaríkjunum (Dillashaw). Það er kannski kaldhæðnislegt að kalla þetta stór bardagalið þar sem liðin sérhæfa sig í léttari þyngdarflokkunum. Þessi lið hafa oft barist um titlana en þetta verður fimmti titilbardaginn milli klúbbanna. Í öllum fjórum bardögunum hefur Nova União haft betur. Fyrsti titilbardaginn milli klúbbanna fór fram í WEC í apríl 2010. WEC var í eigu ZUFFA (eigendur UFC) og sameinaðist UFC árið 2010. Þar börðust þeir Urijah Faber (Team Alpha Male) og Jose Aldo (Nova União) um fjaðurvigtarbelti WEC. Aldo fór með sannfærandi sigur af hólmi eftir dómaraákvörðun. Í janúar 2012 mættust liðin á UFC 142. Þar rotaði Jose Aldo (Nova União) Chad Mendes (Team Alpha Male) með vel tímasettu hnésparki og varði fjaðurvigtartitil sinn. Mendes fær annað tækifæri á fjaðurvigtarbeltinu þegar þeir mætast á UFC 176 í ágúst. Í júlí sama ár mættust þeir Renan Barao (Nova União) og Urijah Faber (Team Alpha Male). Barao kom inn í bardagann með skömmum fyrirvara þar sem upphaflega átti Faber að berjast við Dominick Cruz um bantamvigtarbeltið. Vegna meiðsla Cruz kom Barao í hans stað og sigraði Faber örugglega eftir dómaraákvörðun. Fjórði titilbardaginn milli liðanna fór fram fyrr á þessu ári þegar Urijah Faber fékk aftur tækifæri á að berjast við Barao um bantamvigtartitilinn. Barao sigraði með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu en að margra mati var bardaginn stöðvaður of fljótt. Engu að síður enn eitt tap Team Alpha Male gegn Nova União þegar mest liggur undir. Margir gera ráð fyrir að Barao sigri Dillashaw en sá síðarnefndi hefur tekið gríðarlegum framförum á stuttum tíma. Þrátt fyrir þessi töp Team Alpha Male er þetta eitt fremsta bardagalið heims og því skal enginn afskrifa TJ Dillashaw á laugardaginn. Í íþrótt þar sem eitt augnablik getur breytt öllu er aldrei hægt að afskrifa hæfileikaríkan bardagamann líkt og Dillashaw. Nær Team Alpha Male loksins að sigra Nova União í titilbardaga?Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Renan Barao | 33 bardagar í röð án ósigurs Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport. 21. maí 2014 22:15 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Í aðalbardaga UFC 173 á laugardagskvöldið mætast þeir Renan Barao og TJ Dillashaw. Barao keppir undir merkjum Nova União á meðan Dillashaw keppir fyrir hönd Team Alpha Male. Þetta verður fimmti titilbardaginn milli liðanna og alltaf hefur Nova União haft betur. UFC 173 er stjörnum prýtt bardagakvöld en bardagarnir fara fram í Las Vegas næstkomandi laugardagskvöld. Bardagarnir verða sýndir á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2 aðfaranótt sunnudags.Dana White, forseti UFC, hefur lofsungið Renan Barao gríðarlega á undanförnum mánuðum og telur hann vera einn besta bardagamann heims, pund fyrir pund, um þessar mundir. Þeir Barao og Dillashaw æfa báðir með tveimur af stærstu bardagaliðum heims, Nova União í Brasilíu (Barao) og Team Alpha Male í Bandaríkjunum (Dillashaw). Það er kannski kaldhæðnislegt að kalla þetta stór bardagalið þar sem liðin sérhæfa sig í léttari þyngdarflokkunum. Þessi lið hafa oft barist um titlana en þetta verður fimmti titilbardaginn milli klúbbanna. Í öllum fjórum bardögunum hefur Nova União haft betur. Fyrsti titilbardaginn milli klúbbanna fór fram í WEC í apríl 2010. WEC var í eigu ZUFFA (eigendur UFC) og sameinaðist UFC árið 2010. Þar börðust þeir Urijah Faber (Team Alpha Male) og Jose Aldo (Nova União) um fjaðurvigtarbelti WEC. Aldo fór með sannfærandi sigur af hólmi eftir dómaraákvörðun. Í janúar 2012 mættust liðin á UFC 142. Þar rotaði Jose Aldo (Nova União) Chad Mendes (Team Alpha Male) með vel tímasettu hnésparki og varði fjaðurvigtartitil sinn. Mendes fær annað tækifæri á fjaðurvigtarbeltinu þegar þeir mætast á UFC 176 í ágúst. Í júlí sama ár mættust þeir Renan Barao (Nova União) og Urijah Faber (Team Alpha Male). Barao kom inn í bardagann með skömmum fyrirvara þar sem upphaflega átti Faber að berjast við Dominick Cruz um bantamvigtarbeltið. Vegna meiðsla Cruz kom Barao í hans stað og sigraði Faber örugglega eftir dómaraákvörðun. Fjórði titilbardaginn milli liðanna fór fram fyrr á þessu ári þegar Urijah Faber fékk aftur tækifæri á að berjast við Barao um bantamvigtartitilinn. Barao sigraði með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu en að margra mati var bardaginn stöðvaður of fljótt. Engu að síður enn eitt tap Team Alpha Male gegn Nova União þegar mest liggur undir. Margir gera ráð fyrir að Barao sigri Dillashaw en sá síðarnefndi hefur tekið gríðarlegum framförum á stuttum tíma. Þrátt fyrir þessi töp Team Alpha Male er þetta eitt fremsta bardagalið heims og því skal enginn afskrifa TJ Dillashaw á laugardaginn. Í íþrótt þar sem eitt augnablik getur breytt öllu er aldrei hægt að afskrifa hæfileikaríkan bardagamann líkt og Dillashaw. Nær Team Alpha Male loksins að sigra Nova União í titilbardaga?Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Renan Barao | 33 bardagar í röð án ósigurs Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport. 21. maí 2014 22:15 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Renan Barao | 33 bardagar í röð án ósigurs Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport. 21. maí 2014 22:15