Eigendur skemmtiferðaskipa veðja á Kína Finnur Thorlacius skrifar 23. maí 2014 16:45 Skemmtiferðaskip í kínverskri höfn. news.xinhuanet.com Efnuðu fólki í Kína fer mikið fjölgandi og ferðlög kínverja að sama skapi. Á þessu hafa eigendur skemmtiferðaskipa áttað sig og því leggja mörg þeirra nú úr höfn frá Kína. Svo hratt gerast hlutirnir í Kína nú að búist er við því að Kína verði næst stærsti markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip á eftir Bandaríkjunum strax árið 2017. Enn er vöxtur á markaði fyrir skemmtiferðaskip í Evrópu og Bandaríkjunum, en vöxturinn er miklu hraðari í Kína. Stærsta fyrirtæki heims í rekstri skemmtiferðaskipa, Carnival, sem gerir út 100 slík skip ætlar að reka 4 þeirra frá heimahöfnum í Kína á næsta ári. Annað stórt fyrirtæki í bransanum, Asian Cruise Association, væntir þess að markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip í Asíu muni þrefaldast fyrir árið 2020 og nær helmingur þess verði frá Kína. Royal Caribbean, sem einnig er geysistórt fyrirtæki á þessum markaði, kom mörgum á óvart um daginn er það tilkynnti um að nýjasta skip þess yrði rekið frá Kína frá og með þessum mánuði. Hingað til hafa skipafélögin helst notað eldri skip úr flota sínum til að þjóna markaðnum í Kína. Eitt af því sem að rekstraraðilum skemmtiferðaskipanna þarf að lærast varðandi framboð sitt á siglingum frá Kína er að bjóða frekar styttri ferðir en langar þar sem kínverjum er alla jafna úthlutað styttri leyfum frá vinnu en í Evrópu og Bandaríkjunum. Einnig þarf að breyta þjónustunni um borð og meðal annars að hafa sushi staði, eins og Carnival hefur nú þegar gert á einu skipa sinna. Markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip í Ástralíu hefur einnig vaxið mjög á undanförnum árum, eða um 20% á hverju ári og eru eigendur skemmtiferðaskipa einnig að bregðast við því og gera út mörg þeirra þaðan. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Efnuðu fólki í Kína fer mikið fjölgandi og ferðlög kínverja að sama skapi. Á þessu hafa eigendur skemmtiferðaskipa áttað sig og því leggja mörg þeirra nú úr höfn frá Kína. Svo hratt gerast hlutirnir í Kína nú að búist er við því að Kína verði næst stærsti markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip á eftir Bandaríkjunum strax árið 2017. Enn er vöxtur á markaði fyrir skemmtiferðaskip í Evrópu og Bandaríkjunum, en vöxturinn er miklu hraðari í Kína. Stærsta fyrirtæki heims í rekstri skemmtiferðaskipa, Carnival, sem gerir út 100 slík skip ætlar að reka 4 þeirra frá heimahöfnum í Kína á næsta ári. Annað stórt fyrirtæki í bransanum, Asian Cruise Association, væntir þess að markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip í Asíu muni þrefaldast fyrir árið 2020 og nær helmingur þess verði frá Kína. Royal Caribbean, sem einnig er geysistórt fyrirtæki á þessum markaði, kom mörgum á óvart um daginn er það tilkynnti um að nýjasta skip þess yrði rekið frá Kína frá og með þessum mánuði. Hingað til hafa skipafélögin helst notað eldri skip úr flota sínum til að þjóna markaðnum í Kína. Eitt af því sem að rekstraraðilum skemmtiferðaskipanna þarf að lærast varðandi framboð sitt á siglingum frá Kína er að bjóða frekar styttri ferðir en langar þar sem kínverjum er alla jafna úthlutað styttri leyfum frá vinnu en í Evrópu og Bandaríkjunum. Einnig þarf að breyta þjónustunni um borð og meðal annars að hafa sushi staði, eins og Carnival hefur nú þegar gert á einu skipa sinna. Markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip í Ástralíu hefur einnig vaxið mjög á undanförnum árum, eða um 20% á hverju ári og eru eigendur skemmtiferðaskipa einnig að bregðast við því og gera út mörg þeirra þaðan.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira