Upphitun fyrir UFC 173 Pétur Marinó Jónsson skrifar 24. maí 2014 22:45 Renan Barao og TJ Dillashaw í vigtuninni fyrr í kvöld. Vísir/Getty Seint í kvöld verður bein útsending á Stöð 2 Sport frá UFC 173 þar sem Renan Barao og TJ Dillashaw berjast um bantamvigtartitil UFC. Ólympíufararnir Dan Henderson og Daniel Cormier takast á auk þess sem þeir höggþungu Jake Ellenberger og Robbie Lawler berjast í mikilvægum bardaga í veltivigtinni. Bardagarnir hefjast kl 2 aðfaranótt sunnudags. Renan Barao (32-1-0 (1)) gegn TJ Dillashaw (9-2-0) - Titilbardagi í bantamvigt (61 kg) Aðalbardagi kvöldsins er titilbardagi í bantamvigtinni. Renan Barao byrjaði ferilinn ekki glæsilega. Hann tapaði sínum fyrsta bardaga en síðan þá hefur hann ekki tapað. 33 bardagar í röð án taps er nokkuð sem fáir bardagamenn geta státað af. Barao er frábær á öllum vígstöðum bardagans og hefur aðeins einu sinni verið tekinn niður í 20 tilraunum í UFC. Hann er að margra mati einn af allra fremstu bardagamönnum heims, pund fyrir pund, og ver titil sinn í fjórða skipti á laugardagskvöldið.3 atriði til að hafa í hugaEkki tapað síðan 2005Aðeins einu sinni verið tekinn niður í 9 UFC/WEC bardögumSvart belti í brasilísku jiu-jitsu og hefur sigrað 14 bardaga eftir uppgjafartak TJ Dillashaw kom í UFC í gegnum The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttinn. Þar var hann einhæfur glímumaður en komst þó alla leið í úrslitin. Eftir að hann tapaði úrslitabardaganum í raunveruleikaþáttunum hefur hann stórbætt sig sem bardagamaður. Hann er ekki lengur einhæfur glímumaður heldur virkilega góður bardagamaður á öllum vígstöðum bardagans.3 atriði til að hafa í huga100% felluvörn í UFCGetur orðið fyrsti Team Alpha Male meðlimurinn til að sigra titil í UFCHittir 4,86 högg á mínútu að meðaltali sem er það hæsta í bantamvigtinni.Daniel Cormier (14-0-0) gegn Dan Henderson (30-11-0) - Léttþungavigt (93 kg) Daniel Cormier er einn af fremstu glímumönnunum sem stigið hefur fæti í UFC-búrið. Hann hafnaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 og hefur aldrei verið tekinn niður í UFC. Hann hefur einnig sýnt að hann er ágætis boxari og sigrað átta bardaga eftir rothögg. Hann berst nú í léttþungavigt eftir að hafa verið í þungavigt lengst af. Þrátt fyrir að vera fremur lítill í þungavigtinni var hann ósigraður þar og varð Strikeforce þungavigtarmeistarinn áður en samtökin lögðu upp laupana.3 atriði til að hafa í hugaGæti fengið titilbardaga með sigriAðeins einu sinni barist áður í léttþungavigtÆfir hjá AKA ásamt þungavigtarmeistaranum Cain Velasquez Dan Henderson hefur barist í MMA frá árinu 1997. Hann er eini maðurinn sem hefur orðið meistari í Pride, UFC og Strikeforce. Hann er flinkur glímumaður og keppti fyrir hönd Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 1992 og 1996. Hann er nú á allra síðasta séns að komast aftur á toppinn í UFC en Henderson verður 44 ára í ágúst.3 atriði til að hafa í hugaHefur svakalega öfluga hægri hönd (H-bomb)Var þekktur fyrir að vera með granít harða höku á sínum tíma en hakan virðist vera að yfirgefa hann núnaElsti bardagamaðurinn í UFCRobbie Lawler var hársbreidd frá því að sigra veltivigtartitilinn fyrr á þessu áriRobbie Lawler (22-10-0) gegn Jake Ellenberger (29-7-0) - Veltivigt (77 kg)Hinn 32 ára Robbie Lawler barðist síðast gegn Johny Hendricks um veltivigtartitil UFC. Bardaginn var frábær og var Lawler nálægt því að vinna beltið. Lawler byrjaði aðeins 16 ára að æfa MMA og æfði þá með fullorðnum karlmönnum sem tuskuðu hann til. Hann er einstaklega harður af sér og er sem stendur nr. 1 á lista UFC yfir bestu veltivigtarmennina (meistararnir í UFC eru aldrei með á þessum listum).3 atriði til að hafa í hugaGríðarlega höggþungurHefur frábæra hökuAðeins 69 dagar síðan hann barðist gríðarlega erfiðan 5 lotu bardaga Jake Ellenberger er eins og svo margir sigursælir bardagakappar góður glímumaður með þungar hendur. Á meðan hann lærði sálfræði í háskólanum í Nebraska glímdi hann með glímuliði skólans. Hann nýtur góðs af því í MMA í dag enda einstaklega fær glímumaður.3 atriði til að hafa í huga18 sigrar eftir rothöggÁ það til að leita of mikið af rothögginu sem gerir hann fyrirsjáanlegan93% felluvörn í UFCTakeya Mizugaki (19-7-2) gegn Francisco Rivera (10-2-0) - Bantamvigt (61 kg) Þetta er klássískur “striker vs. grappler” bardagi. Mizugaki er góður glímumaður og sigrað fjóra bardaga í röð í UFC. Á sama tíma er Francisco Rivera með frábært Muay Thai og rotað fimm af síðustu sex andstæðingum sínum.3 atriði til að hafa í hugaMizugaki verður að koma bardaganum í gólfiðRivera gríðarlega höggþungur og með flottar flétturÞrátt fyrir að vera að upplagi glímumaður hefur Mizugaki aðeins einu sinni sigrað eftir uppgjafartakJamie Varner (21-9-1) gegn James Krause (20-5-0) - Léttvigt (70 kg) Jamie Varner hefur tapað tveimur síðustu bardögum sínum en er þrátt fyrir það á aðal hluta bardagakvöldsins. Ástæðan fyrir því er einföld, bardagar hans eru alltaf skemmtilegir! Hann verður þó að sigra þennan bardaga ef hann ætlar að halda starfinu í UFC. James Krause er að sama skapi mjög skemmtilegur bardagamaður. Af 20 sigrum hans hafa aðeins tveir komið eftir dómaraákvörðun. Fyrsti bardagi kvöldsins gæti því hæglega orðið stórgóð skemmtun.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannVarner er fyrrum WEC meistarinn en tapaði titlinum til UFC bardagamannsins Donald CerroneSamanlagt hafa þeir klárað 88% bardaga sinna með hengingu eða rothöggiJamie Varner var í fyrsta sinn rotaður á ferlinum í febrúar á þessu ári gegn Abel Trujilo MMA Tengdar fréttir Erkifjendur mætast á UFC 173 Í aðalbardaga UFC 173 á laugardagskvöldið mætast þeir Renan Barao og TJ Dillashaw. Barao keppir undir merkjum Nova União á meðan Dillashaw keppir fyrir hönd Team Alpha Male. Þetta verður fimmti titilbardaginn milli liðanna og alltaf hefur Nova União haft betur. 23. maí 2014 07:30 Renan Barao | 33 bardagar í röð án ósigurs Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport. 21. maí 2014 22:15 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Sjá meira
Seint í kvöld verður bein útsending á Stöð 2 Sport frá UFC 173 þar sem Renan Barao og TJ Dillashaw berjast um bantamvigtartitil UFC. Ólympíufararnir Dan Henderson og Daniel Cormier takast á auk þess sem þeir höggþungu Jake Ellenberger og Robbie Lawler berjast í mikilvægum bardaga í veltivigtinni. Bardagarnir hefjast kl 2 aðfaranótt sunnudags. Renan Barao (32-1-0 (1)) gegn TJ Dillashaw (9-2-0) - Titilbardagi í bantamvigt (61 kg) Aðalbardagi kvöldsins er titilbardagi í bantamvigtinni. Renan Barao byrjaði ferilinn ekki glæsilega. Hann tapaði sínum fyrsta bardaga en síðan þá hefur hann ekki tapað. 33 bardagar í röð án taps er nokkuð sem fáir bardagamenn geta státað af. Barao er frábær á öllum vígstöðum bardagans og hefur aðeins einu sinni verið tekinn niður í 20 tilraunum í UFC. Hann er að margra mati einn af allra fremstu bardagamönnum heims, pund fyrir pund, og ver titil sinn í fjórða skipti á laugardagskvöldið.3 atriði til að hafa í hugaEkki tapað síðan 2005Aðeins einu sinni verið tekinn niður í 9 UFC/WEC bardögumSvart belti í brasilísku jiu-jitsu og hefur sigrað 14 bardaga eftir uppgjafartak TJ Dillashaw kom í UFC í gegnum The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttinn. Þar var hann einhæfur glímumaður en komst þó alla leið í úrslitin. Eftir að hann tapaði úrslitabardaganum í raunveruleikaþáttunum hefur hann stórbætt sig sem bardagamaður. Hann er ekki lengur einhæfur glímumaður heldur virkilega góður bardagamaður á öllum vígstöðum bardagans.3 atriði til að hafa í huga100% felluvörn í UFCGetur orðið fyrsti Team Alpha Male meðlimurinn til að sigra titil í UFCHittir 4,86 högg á mínútu að meðaltali sem er það hæsta í bantamvigtinni.Daniel Cormier (14-0-0) gegn Dan Henderson (30-11-0) - Léttþungavigt (93 kg) Daniel Cormier er einn af fremstu glímumönnunum sem stigið hefur fæti í UFC-búrið. Hann hafnaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 og hefur aldrei verið tekinn niður í UFC. Hann hefur einnig sýnt að hann er ágætis boxari og sigrað átta bardaga eftir rothögg. Hann berst nú í léttþungavigt eftir að hafa verið í þungavigt lengst af. Þrátt fyrir að vera fremur lítill í þungavigtinni var hann ósigraður þar og varð Strikeforce þungavigtarmeistarinn áður en samtökin lögðu upp laupana.3 atriði til að hafa í hugaGæti fengið titilbardaga með sigriAðeins einu sinni barist áður í léttþungavigtÆfir hjá AKA ásamt þungavigtarmeistaranum Cain Velasquez Dan Henderson hefur barist í MMA frá árinu 1997. Hann er eini maðurinn sem hefur orðið meistari í Pride, UFC og Strikeforce. Hann er flinkur glímumaður og keppti fyrir hönd Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 1992 og 1996. Hann er nú á allra síðasta séns að komast aftur á toppinn í UFC en Henderson verður 44 ára í ágúst.3 atriði til að hafa í hugaHefur svakalega öfluga hægri hönd (H-bomb)Var þekktur fyrir að vera með granít harða höku á sínum tíma en hakan virðist vera að yfirgefa hann núnaElsti bardagamaðurinn í UFCRobbie Lawler var hársbreidd frá því að sigra veltivigtartitilinn fyrr á þessu áriRobbie Lawler (22-10-0) gegn Jake Ellenberger (29-7-0) - Veltivigt (77 kg)Hinn 32 ára Robbie Lawler barðist síðast gegn Johny Hendricks um veltivigtartitil UFC. Bardaginn var frábær og var Lawler nálægt því að vinna beltið. Lawler byrjaði aðeins 16 ára að æfa MMA og æfði þá með fullorðnum karlmönnum sem tuskuðu hann til. Hann er einstaklega harður af sér og er sem stendur nr. 1 á lista UFC yfir bestu veltivigtarmennina (meistararnir í UFC eru aldrei með á þessum listum).3 atriði til að hafa í hugaGríðarlega höggþungurHefur frábæra hökuAðeins 69 dagar síðan hann barðist gríðarlega erfiðan 5 lotu bardaga Jake Ellenberger er eins og svo margir sigursælir bardagakappar góður glímumaður með þungar hendur. Á meðan hann lærði sálfræði í háskólanum í Nebraska glímdi hann með glímuliði skólans. Hann nýtur góðs af því í MMA í dag enda einstaklega fær glímumaður.3 atriði til að hafa í huga18 sigrar eftir rothöggÁ það til að leita of mikið af rothögginu sem gerir hann fyrirsjáanlegan93% felluvörn í UFCTakeya Mizugaki (19-7-2) gegn Francisco Rivera (10-2-0) - Bantamvigt (61 kg) Þetta er klássískur “striker vs. grappler” bardagi. Mizugaki er góður glímumaður og sigrað fjóra bardaga í röð í UFC. Á sama tíma er Francisco Rivera með frábært Muay Thai og rotað fimm af síðustu sex andstæðingum sínum.3 atriði til að hafa í hugaMizugaki verður að koma bardaganum í gólfiðRivera gríðarlega höggþungur og með flottar flétturÞrátt fyrir að vera að upplagi glímumaður hefur Mizugaki aðeins einu sinni sigrað eftir uppgjafartakJamie Varner (21-9-1) gegn James Krause (20-5-0) - Léttvigt (70 kg) Jamie Varner hefur tapað tveimur síðustu bardögum sínum en er þrátt fyrir það á aðal hluta bardagakvöldsins. Ástæðan fyrir því er einföld, bardagar hans eru alltaf skemmtilegir! Hann verður þó að sigra þennan bardaga ef hann ætlar að halda starfinu í UFC. James Krause er að sama skapi mjög skemmtilegur bardagamaður. Af 20 sigrum hans hafa aðeins tveir komið eftir dómaraákvörðun. Fyrsti bardagi kvöldsins gæti því hæglega orðið stórgóð skemmtun.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannVarner er fyrrum WEC meistarinn en tapaði titlinum til UFC bardagamannsins Donald CerroneSamanlagt hafa þeir klárað 88% bardaga sinna með hengingu eða rothöggiJamie Varner var í fyrsta sinn rotaður á ferlinum í febrúar á þessu ári gegn Abel Trujilo
MMA Tengdar fréttir Erkifjendur mætast á UFC 173 Í aðalbardaga UFC 173 á laugardagskvöldið mætast þeir Renan Barao og TJ Dillashaw. Barao keppir undir merkjum Nova União á meðan Dillashaw keppir fyrir hönd Team Alpha Male. Þetta verður fimmti titilbardaginn milli liðanna og alltaf hefur Nova União haft betur. 23. maí 2014 07:30 Renan Barao | 33 bardagar í röð án ósigurs Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport. 21. maí 2014 22:15 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Sjá meira
Erkifjendur mætast á UFC 173 Í aðalbardaga UFC 173 á laugardagskvöldið mætast þeir Renan Barao og TJ Dillashaw. Barao keppir undir merkjum Nova União á meðan Dillashaw keppir fyrir hönd Team Alpha Male. Þetta verður fimmti titilbardaginn milli liðanna og alltaf hefur Nova União haft betur. 23. maí 2014 07:30
Renan Barao | 33 bardagar í röð án ósigurs Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport. 21. maí 2014 22:15