Aníta var nálægt Íslandsmetinu - kvennasveit ÍR náði 4. sætinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2014 14:47 Aníta Hinriksdóttir. Vísir/Vilhelm Kvennalið ÍR varð í fjórða sæti í liðakeppni 2. deildar Evrópukeppni félagsliða í frjálsum íþróttum sem fram lauk í Amsterdam í dag en karlaliðið félagsins endaði í sjötta sæti. ÍR var eitt af tíu félögum sem tók þátt í keppninni og árangur liðsins er góður og sýnir að íslensku félögin eigi fullt erindi í þessa keppni. Boðhlaupssveit ÍR sigraði meðal annars í 4x400 m boðhlaupi kvenna á mótinu og kom í mark á nýju Íslandsmeti. Sveitina skipuðu þær Aníta Hinriksdóttir, Björg Gunnarsdóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Kristín Birna Ólafsdóttir. Árangur Anítu Hinriksdóttur á mótinu bar af en hún sigraði tvöfalt, bæði í 800 m (2:03,68 mín.) og 1500 m (4:15,14 mín.) hlaupum, auk þess að vera í sigursveit 4x400 m boðhlaupsins. Hún bætti sig í 1500 metra hlaupinu og hjó mjög nærri Íslandsmeti kvenna sem er 4:14,94 mín. og er í eigu Ragnheiðar Ólafsdóttur FH sett árið 1987. Þetta er bæting hjá Anítu og nýtt unglingamet í flokki 18-19 ára og 20-22 ára. Fyrra metið var einnig í eigu Ragnheiðar Ólafsdóttur FH 4:15,75 mínútur sett árið 1981 og því komið vel til ára sinna. Aníta átti hins vegar best 4:16,51 mínútur frá því í júní í fyrra. Kristín Birna Ólafsdóttir stóð sig vel, en hún varð önnur í 400 m grindarhlaupi, auk þess að keppa í 100 m grind og vera í sigursveitinni í 4x400 m boðhlaupi. Guðmundur Sverrisson varð annar í spjótkasti með 76,69 metra. Hilmar Örn Jónsson náði sínum næstbesta árangri í sleggjukasti með 7,26 kg sleggjunni í dag, 66,33 metra, en hann á best 67,34 metra frá því fyrr í vor. Mark Johnson varð í 3. sæti í stangarstökki með 4,80 metra og Einar Daði Lárusson varð einnig í þriðja sæti í hástökki með 2,00 metra. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Kvennalið ÍR varð í fjórða sæti í liðakeppni 2. deildar Evrópukeppni félagsliða í frjálsum íþróttum sem fram lauk í Amsterdam í dag en karlaliðið félagsins endaði í sjötta sæti. ÍR var eitt af tíu félögum sem tók þátt í keppninni og árangur liðsins er góður og sýnir að íslensku félögin eigi fullt erindi í þessa keppni. Boðhlaupssveit ÍR sigraði meðal annars í 4x400 m boðhlaupi kvenna á mótinu og kom í mark á nýju Íslandsmeti. Sveitina skipuðu þær Aníta Hinriksdóttir, Björg Gunnarsdóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Kristín Birna Ólafsdóttir. Árangur Anítu Hinriksdóttur á mótinu bar af en hún sigraði tvöfalt, bæði í 800 m (2:03,68 mín.) og 1500 m (4:15,14 mín.) hlaupum, auk þess að vera í sigursveit 4x400 m boðhlaupsins. Hún bætti sig í 1500 metra hlaupinu og hjó mjög nærri Íslandsmeti kvenna sem er 4:14,94 mín. og er í eigu Ragnheiðar Ólafsdóttur FH sett árið 1987. Þetta er bæting hjá Anítu og nýtt unglingamet í flokki 18-19 ára og 20-22 ára. Fyrra metið var einnig í eigu Ragnheiðar Ólafsdóttur FH 4:15,75 mínútur sett árið 1981 og því komið vel til ára sinna. Aníta átti hins vegar best 4:16,51 mínútur frá því í júní í fyrra. Kristín Birna Ólafsdóttir stóð sig vel, en hún varð önnur í 400 m grindarhlaupi, auk þess að keppa í 100 m grind og vera í sigursveitinni í 4x400 m boðhlaupi. Guðmundur Sverrisson varð annar í spjótkasti með 76,69 metra. Hilmar Örn Jónsson náði sínum næstbesta árangri í sleggjukasti með 7,26 kg sleggjunni í dag, 66,33 metra, en hann á best 67,34 metra frá því fyrr í vor. Mark Johnson varð í 3. sæti í stangarstökki með 4,80 metra og Einar Daði Lárusson varð einnig í þriðja sæti í hástökki með 2,00 metra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira