Oddvitaáskorunin - Tryggja áframhaldandi góðan rekstur Grindavíkurbæjar 26. maí 2014 16:00 Bryndís Gunnlaugsdóttir leiðir lista Framsóknarflokksins í Grindavík. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Bryndís Gunnlaugsdóttir leiðir lista Framsóknarflokksins í Grindavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ég hef alltaf verið kölluð Bryndís en örfáir nánir vinir mínir kalla mig stundum Bibbu. Ég er 33 ára og er lögfræðingur frá HR og starfa í fyrirtækjaskrá RSK. Áður en ég fór í HR lauk ég stúdentsprófi frá FS og þar var mitt helsta afrek að ná hreinni 10 í stærðfræði 303. Helstu áhugamál mín eru íþróttir og þá helst körfubolti og síðan tónlist, spil og matargerð. Fullkomið kvöld væri því að borða góðan mat áður en farið er á körfuboltaleik og enda kvöldið í góðum félagsskap yfir spili með góða tónlist í gangi. Ég er stolt af því að vera Grindvíkingur og eins og flestir Grindvíkingar þá tel ég bæjarfélagið vera nafla alheimsins.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Bláa lónið. Hundar eða kettir?Kettir. Hver er stærsta stundin í lífinu?Útskrifast með BA og Meistaragráðu í lögfræði og vera kosin forseti bæjarstjórnar í Grindavík 29 ára gömul. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Grillað folaldakjöt með góðri sósu og sætum kartöflum. Hvernig bíl ekur þú?Yaris. Besta minningin?Fjölskyldustundirnar í Helgadal. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Já, fyrir of hraðan akstur og að stoppa ekki á stöðvunarskyldu en orðið mörg ár síðan. Hverju sérðu mest eftir?Hafa ekki farið í skiptinám til Suður-Afríku þegar ég fékk tækifæri til en fór ekki því lítill tími var til undirbúnings. Draumaferðalagið?Ferðast um Afríku. Hefur þú migið í saltan sjó?Nei en ég er fær í flestan sjó. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Smakkað djúpsteiktan heila. Hefur þú viðurkennt mistök?Já. Hverju ertu stoltust af?Hafa átt þátt í því að snúa við erfiðri fjárhagsstöðu Grindavíkur í að vera eitt af best fjárhagslega stöddu sveitarfélögum landsins. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.Keppt í Mýrabolta.Bikarúrslitaleikur í körfu 2014 er Grindavík varð bikarmeistari. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Oddvitaáskorunin Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Bryndís Gunnlaugsdóttir leiðir lista Framsóknarflokksins í Grindavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ég hef alltaf verið kölluð Bryndís en örfáir nánir vinir mínir kalla mig stundum Bibbu. Ég er 33 ára og er lögfræðingur frá HR og starfa í fyrirtækjaskrá RSK. Áður en ég fór í HR lauk ég stúdentsprófi frá FS og þar var mitt helsta afrek að ná hreinni 10 í stærðfræði 303. Helstu áhugamál mín eru íþróttir og þá helst körfubolti og síðan tónlist, spil og matargerð. Fullkomið kvöld væri því að borða góðan mat áður en farið er á körfuboltaleik og enda kvöldið í góðum félagsskap yfir spili með góða tónlist í gangi. Ég er stolt af því að vera Grindvíkingur og eins og flestir Grindvíkingar þá tel ég bæjarfélagið vera nafla alheimsins.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Bláa lónið. Hundar eða kettir?Kettir. Hver er stærsta stundin í lífinu?Útskrifast með BA og Meistaragráðu í lögfræði og vera kosin forseti bæjarstjórnar í Grindavík 29 ára gömul. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Grillað folaldakjöt með góðri sósu og sætum kartöflum. Hvernig bíl ekur þú?Yaris. Besta minningin?Fjölskyldustundirnar í Helgadal. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Já, fyrir of hraðan akstur og að stoppa ekki á stöðvunarskyldu en orðið mörg ár síðan. Hverju sérðu mest eftir?Hafa ekki farið í skiptinám til Suður-Afríku þegar ég fékk tækifæri til en fór ekki því lítill tími var til undirbúnings. Draumaferðalagið?Ferðast um Afríku. Hefur þú migið í saltan sjó?Nei en ég er fær í flestan sjó. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Smakkað djúpsteiktan heila. Hefur þú viðurkennt mistök?Já. Hverju ertu stoltust af?Hafa átt þátt í því að snúa við erfiðri fjárhagsstöðu Grindavíkur í að vera eitt af best fjárhagslega stöddu sveitarfélögum landsins. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.Keppt í Mýrabolta.Bikarúrslitaleikur í körfu 2014 er Grindavík varð bikarmeistari.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Oddvitaáskorunin Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira