Mikill fjöldi styður bloggara í baráttu við eiginkonu bæjarstjóra Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. maí 2014 11:12 Styrmir Barkarson. Vísir/GVA „Það er frábært að fólk sýni því stuðning sem maður er að gera, en það er kannski svolítið lýsandi fyrir stöðu mála í Reykjanesbæ að fólk þurfi að stofna stuðningssíðu á netinu fyrir mann sem reynir að halda uppi málefnalegri gagnrýni,“ segir Styrmir Barkarson, bloggari frá Reykjanesbæ. Stofnuð hefur verið Facebook-síða til stuðnings Styrmi, eftir ritdeilu hans við eiginkonu bæjarstjóra.Eiginkonan brást ókvæða viðÁ bloggsíðu sinni gagnrýnir Styrmir stjórnarhætti í Reykjanesbæ og hefur Árni Sigfússon bæjarstjóri ekki orðið undan í þeirri gagnrýni. Eiginkona Árna, Bryndís Guðmundsdóttir brást ókvæða við og tók sig til og skrifaði grein í Víkurfréttir um skrif bloggarans. Bryndís sagði blogg Styrmis dæmi um „ógeðfelldar aðferðir eineltis.“ Hún kallaði Styrmi net-tröll og sagði Styrmi blogga um Árna á vinnutíma, en Styrmir er kennari í Reykjanesbæ. Stuðningssíðan kom upp í kjölfar þessarar ritdeilu. En Styrmir segist einnig hafa heyrt gagnrýni koma annarsstaðar frá, en eftir skrif Bryndísar hafi gagnrýnin aukist. „Já, ég hef heyrt það að sumir hafi miklar skoðanir á mér og því sem ég skrifa. En þær skoðanir byggjast eiginlega mest á því að þeim finnist ég vera hálfviti. Ég hef ekki enn heyrt neina málefnalega gagnrýni. En grein Bryndísar kom mér á óvart. Ég þekki hana ekki nema af góðu.“ Bryndís starfar við skólann sem Styrmir kennir við. „Já hún er talmeinafræðingur og kemur oft til okkar.“Bara fyrirsláttur Styrmi finnst leiðinlegt að hann sé sakaður um að sinna ekki vinnu sinni sem skyldi. „Hún fullyrti að ég væri að blogga í vinnunni og þar af leiðandi ekki að sinna vinnu minni. Ég skila mínum tímum og vel það. Ég er vakinn og sofinn yfir velferð nemenda minna. Ég sést yfirleitt ekki inni á kaffistofunni. Að tala um að ég sé ekki að sinna mínu hlutverki er bara fyrirsláttur.“ Styrmir segist samt tilbúinn að umfjöllunarefni sín á blogginu á málefnalegum nótum. „Já, ég er sko ekkert heilagur eða óskeikull. Ef ég skrifa eitthvað sem er ekki rétt er ég algjörlega tilbúinn að leiðrétta það. En sú umræða þarf að vera á hærra plani en að kalla mig net-tröll eða níðpenna. Ég er enginn pólitíkus og ég er bara almennur borgari og skrifa bara um það sem ég sé. Ég tala við fólkið í bænum og les mig til. Ég Vil ekki fara með fleipur.“ Hann segir að vissulega verði Árni bæjarstjóri fyrir gagnrýni. „Ég ræðst ekki á persónu hans og kalla hann ekki illum nöfnum. En óneitanlega verður hann fyrir gagnrýni. Hann er oddvitinn, bæjarstjórinn og honum er hampað í kosningabaráttunni.“ Árni hefur neitað að tjá sig um ritdeiluna, eins og DV hefur sagt frá.Vinsæl stuðningssíða Þegar þessi orð eru skrifuð hafa 806 manns „líkað við“ stuðningssíðuna, sem ber titilinn Við styðjum Styrmi Barkarson. Mikill fjöldi hefur skrifað inn á síðuna og þakkað Styrmi fyrir að halda uppi gagnrýni á bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Athygli vekur að fleiri hafa „líkað við“ stuðningssíðu Styrmis en við Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. „Persóna mín er ekki ástæðan fyrir því, það er alveg ljóst. Ég er ekkert vinsælli en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ. Þetta snýst bara um málsstaðinn. Fólk er fylgjandi tjáningarfrelsi, að allir hafi rétt á að segja sína skoðun og halda uppi málefnalegri gagnrýni. Um það snýst málið,“ útskýrir Styrmir. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
„Það er frábært að fólk sýni því stuðning sem maður er að gera, en það er kannski svolítið lýsandi fyrir stöðu mála í Reykjanesbæ að fólk þurfi að stofna stuðningssíðu á netinu fyrir mann sem reynir að halda uppi málefnalegri gagnrýni,“ segir Styrmir Barkarson, bloggari frá Reykjanesbæ. Stofnuð hefur verið Facebook-síða til stuðnings Styrmi, eftir ritdeilu hans við eiginkonu bæjarstjóra.Eiginkonan brást ókvæða viðÁ bloggsíðu sinni gagnrýnir Styrmir stjórnarhætti í Reykjanesbæ og hefur Árni Sigfússon bæjarstjóri ekki orðið undan í þeirri gagnrýni. Eiginkona Árna, Bryndís Guðmundsdóttir brást ókvæða við og tók sig til og skrifaði grein í Víkurfréttir um skrif bloggarans. Bryndís sagði blogg Styrmis dæmi um „ógeðfelldar aðferðir eineltis.“ Hún kallaði Styrmi net-tröll og sagði Styrmi blogga um Árna á vinnutíma, en Styrmir er kennari í Reykjanesbæ. Stuðningssíðan kom upp í kjölfar þessarar ritdeilu. En Styrmir segist einnig hafa heyrt gagnrýni koma annarsstaðar frá, en eftir skrif Bryndísar hafi gagnrýnin aukist. „Já, ég hef heyrt það að sumir hafi miklar skoðanir á mér og því sem ég skrifa. En þær skoðanir byggjast eiginlega mest á því að þeim finnist ég vera hálfviti. Ég hef ekki enn heyrt neina málefnalega gagnrýni. En grein Bryndísar kom mér á óvart. Ég þekki hana ekki nema af góðu.“ Bryndís starfar við skólann sem Styrmir kennir við. „Já hún er talmeinafræðingur og kemur oft til okkar.“Bara fyrirsláttur Styrmi finnst leiðinlegt að hann sé sakaður um að sinna ekki vinnu sinni sem skyldi. „Hún fullyrti að ég væri að blogga í vinnunni og þar af leiðandi ekki að sinna vinnu minni. Ég skila mínum tímum og vel það. Ég er vakinn og sofinn yfir velferð nemenda minna. Ég sést yfirleitt ekki inni á kaffistofunni. Að tala um að ég sé ekki að sinna mínu hlutverki er bara fyrirsláttur.“ Styrmir segist samt tilbúinn að umfjöllunarefni sín á blogginu á málefnalegum nótum. „Já, ég er sko ekkert heilagur eða óskeikull. Ef ég skrifa eitthvað sem er ekki rétt er ég algjörlega tilbúinn að leiðrétta það. En sú umræða þarf að vera á hærra plani en að kalla mig net-tröll eða níðpenna. Ég er enginn pólitíkus og ég er bara almennur borgari og skrifa bara um það sem ég sé. Ég tala við fólkið í bænum og les mig til. Ég Vil ekki fara með fleipur.“ Hann segir að vissulega verði Árni bæjarstjóri fyrir gagnrýni. „Ég ræðst ekki á persónu hans og kalla hann ekki illum nöfnum. En óneitanlega verður hann fyrir gagnrýni. Hann er oddvitinn, bæjarstjórinn og honum er hampað í kosningabaráttunni.“ Árni hefur neitað að tjá sig um ritdeiluna, eins og DV hefur sagt frá.Vinsæl stuðningssíða Þegar þessi orð eru skrifuð hafa 806 manns „líkað við“ stuðningssíðuna, sem ber titilinn Við styðjum Styrmi Barkarson. Mikill fjöldi hefur skrifað inn á síðuna og þakkað Styrmi fyrir að halda uppi gagnrýni á bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Athygli vekur að fleiri hafa „líkað við“ stuðningssíðu Styrmis en við Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. „Persóna mín er ekki ástæðan fyrir því, það er alveg ljóst. Ég er ekkert vinsælli en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ. Þetta snýst bara um málsstaðinn. Fólk er fylgjandi tjáningarfrelsi, að allir hafi rétt á að segja sína skoðun og halda uppi málefnalegri gagnrýni. Um það snýst málið,“ útskýrir Styrmir.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira