Sigmundur ósammála Bjarna um sölu Landsvirkjunar 28. maí 2014 11:03 Forsætisráðherra ósammála fjármálaráðherra um sölu á hlut Landsvirkjunar visir/valli/daníel Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur það óráðlegt að selja hluta Landsvirkjunar til lífeyrissjóðanna. Þetta kom fram á opnum stjórnmálafundi með forsætisráðherra í Ólafsfirði í gærkveldi. Framsóknarfélagið í Fjallabyggð hélt fundinn þar sem Sigmundur Davíð hélt tölu um fyrsta ár ríkisstjórnarinnar og svaraði spurningum að lokinni ræðu sinni.„Ég tel að ríkið eigi að halda óbreyttu eignarhaldi á Landsvirkjun,“ sagði Sigmundur Davíð þegar hann var spurður um afstöðu hans til hugmynda Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um að það væri æskilegt að skoða hugmyndir um að selja hluta Landsvirkjunar til lífeyrissjóðanna.„Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni Benediktsson í ræðu sinni á ársfundi Landsvirkjunar þann 20. maí síðastliðinn.Í viðtali við Stöð 2 tjáði Bjarni að menn ættu að skoða þennan möguleika. „Ég tel að þetta eigi að koma til skoðunar í ljósi þeirrar stöðu sem félagið og ríkið er í og þar sem skortur er á fjárfestingarkostum í landinu í dag. Með því að lífeyrissjóðirnir fengju að koma að eignarhaldi á félaginu þá værum við áfram að halda félaginu í eigu allra landsmanna þar sem lífeyrissjóðirnir eru jú í eigu allra landsmanna.“ Bjarni Benediktsson hafði uppi þær hugmyndir að selja um 20 prósenta hlut af Landsvirkjun. Hann taldi eðlilegt að stíga varlega til jarðar og ná sátt um þessa hugmynd á næstu mánuðum. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, skrifaði á Facebook síðu sína daginn eftir ummæli Bjarna Benediktssonar þar sem hún sagði söluna ekki koma til greina af sinni hálfu.„Sala á Landsvirkjun að hluta eða öllu leyti til lífeyrissjóðanna er einkavæðing. Einkavæðing orkufyrirtækja í ríkiseigu kemur einfaldlega ekki til greina. Það sagði ég 2007, 2010 og nú aftur 2014.“ Tengdar fréttir Ágæt einkavæðing Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp á ársfundi Landsvirkjunar í fyrradag hvort ríkið ætti að sækjast eftir meðeigendum í fyrirtækinu. "Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni. 22. maí 2014 07:00 Vill selja lífeyrissjóðum 10-20% í Landsvirkjun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill stefna að því að ná samstöðu á næstu mánuðum um að tíu til tuttugu prósenta hlutur í Landsvirkjun verði seldur til lífeyrissjóða. 20. maí 2014 19:46 Eygló tekur ekki í mál að selja Landsvirkjun til lífeyrissjóða Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir ekki koma til greina að selja hluta af eignarhluta ríkisins í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vakti máls á því í gær á ársfundi Landsvirkjunar þar sem hann sagði að stefna skuli að því að afnema ríkisábyrgð á skuldbindingum Landsvirkjunar. 21. maí 2014 08:22 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur það óráðlegt að selja hluta Landsvirkjunar til lífeyrissjóðanna. Þetta kom fram á opnum stjórnmálafundi með forsætisráðherra í Ólafsfirði í gærkveldi. Framsóknarfélagið í Fjallabyggð hélt fundinn þar sem Sigmundur Davíð hélt tölu um fyrsta ár ríkisstjórnarinnar og svaraði spurningum að lokinni ræðu sinni.„Ég tel að ríkið eigi að halda óbreyttu eignarhaldi á Landsvirkjun,“ sagði Sigmundur Davíð þegar hann var spurður um afstöðu hans til hugmynda Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um að það væri æskilegt að skoða hugmyndir um að selja hluta Landsvirkjunar til lífeyrissjóðanna.„Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni Benediktsson í ræðu sinni á ársfundi Landsvirkjunar þann 20. maí síðastliðinn.Í viðtali við Stöð 2 tjáði Bjarni að menn ættu að skoða þennan möguleika. „Ég tel að þetta eigi að koma til skoðunar í ljósi þeirrar stöðu sem félagið og ríkið er í og þar sem skortur er á fjárfestingarkostum í landinu í dag. Með því að lífeyrissjóðirnir fengju að koma að eignarhaldi á félaginu þá værum við áfram að halda félaginu í eigu allra landsmanna þar sem lífeyrissjóðirnir eru jú í eigu allra landsmanna.“ Bjarni Benediktsson hafði uppi þær hugmyndir að selja um 20 prósenta hlut af Landsvirkjun. Hann taldi eðlilegt að stíga varlega til jarðar og ná sátt um þessa hugmynd á næstu mánuðum. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, skrifaði á Facebook síðu sína daginn eftir ummæli Bjarna Benediktssonar þar sem hún sagði söluna ekki koma til greina af sinni hálfu.„Sala á Landsvirkjun að hluta eða öllu leyti til lífeyrissjóðanna er einkavæðing. Einkavæðing orkufyrirtækja í ríkiseigu kemur einfaldlega ekki til greina. Það sagði ég 2007, 2010 og nú aftur 2014.“
Tengdar fréttir Ágæt einkavæðing Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp á ársfundi Landsvirkjunar í fyrradag hvort ríkið ætti að sækjast eftir meðeigendum í fyrirtækinu. "Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni. 22. maí 2014 07:00 Vill selja lífeyrissjóðum 10-20% í Landsvirkjun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill stefna að því að ná samstöðu á næstu mánuðum um að tíu til tuttugu prósenta hlutur í Landsvirkjun verði seldur til lífeyrissjóða. 20. maí 2014 19:46 Eygló tekur ekki í mál að selja Landsvirkjun til lífeyrissjóða Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir ekki koma til greina að selja hluta af eignarhluta ríkisins í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vakti máls á því í gær á ársfundi Landsvirkjunar þar sem hann sagði að stefna skuli að því að afnema ríkisábyrgð á skuldbindingum Landsvirkjunar. 21. maí 2014 08:22 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Ágæt einkavæðing Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp á ársfundi Landsvirkjunar í fyrradag hvort ríkið ætti að sækjast eftir meðeigendum í fyrirtækinu. "Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni. 22. maí 2014 07:00
Vill selja lífeyrissjóðum 10-20% í Landsvirkjun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill stefna að því að ná samstöðu á næstu mánuðum um að tíu til tuttugu prósenta hlutur í Landsvirkjun verði seldur til lífeyrissjóða. 20. maí 2014 19:46
Eygló tekur ekki í mál að selja Landsvirkjun til lífeyrissjóða Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir ekki koma til greina að selja hluta af eignarhluta ríkisins í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vakti máls á því í gær á ársfundi Landsvirkjunar þar sem hann sagði að stefna skuli að því að afnema ríkisábyrgð á skuldbindingum Landsvirkjunar. 21. maí 2014 08:22